Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 6
sem eru eldri en sagan um Nóa og örkina
hans.
Mörg syndaflóð eða eitt mik-
ið?
í Persi'u til forna var til saga um mikið
flóð, sem slöngupúkinn Ahriman kom af
stað. Regnið helltist niður Ur himninum
og vatnið flæddi yfir alla jörðina. Aðeins
patriarki einn og hans nánustu björguðu
sér inn i eins konar hylki, sem siðan var
lokað utan frá af einhverju æðra valdi.
Grisk frásögn skýrir frá skýfalli miklu
og hafi, sem steig svo hátt, að það þakti
allt land og útrýmdi öllu lifi. En maður að
nafniDucalion hafði smiðað stóran kassa,
sem flaut og i hann bjargaði hann sjálfum
sér og fjölskyldu sinni og nokkrum pörum
af dýrum.
Til eru sagnir frá Babýloniu og Assyriu
til foma, sem minna ennþá meira á ævin-
týri N.óa og eru i rauninni enn eldri. Svo
kann að virðast að þessar sagnir geti ver-
ið eins konar fyrirmyndir af sögu Bibli-
unnar um syndaflóðið. Margir sér-
fræðingar hafa dregið þá ályktun að stór-
flóð hafi einhvern tima orðið þar sem við
köllum nú Mið-Austurlönd.
En syndaflóðasögur koma lika frá öðr-
um heimshlutum. Meðal innfæddra i
Kólumbiu i S-Ameriku, er til saga um
skelfilegt flóð sem varð um alla jörðina og
drekkti öllu lifandi, nema einum manni og
einni konu, sem leituðu skjóls i helli.
Sögn sem gengið hefur mann fram af
manni meðal Eskimóa segir frá þvi að
hafið tók að stiga þar til það þakti allt
land. Isinn flaut upp fyrir fjallstindana og
varð þar eftir, þegar flóðið sjatnaði.
Himinninn hrapaði niður og flóðið tók um
'alla jörðina. Þá kollsteyptist jörðin, þann-
ig að það sem verið hafði upp, varð
niður...
Eru það flóð á hinum ýmsu stöðum, sem
skapað hafa allar þessar sagnir? Eða get-
ur verið um að ræða einu og sömu flóð-
bylgjuna — sem orsakaðist af einhverjum
stórkostlegum náttúruhamförum, sem
náðu til allrar jarðarinnar?
Hamfarir i geimnum
i fyrndinni?
Getur þetta hafa verið risavaxin flóð-
bylgja, sem varð vegna loftsteins eða
halastjörnu, sem kom i námunda við jörð-
ina?
1 júni I968ógnaði stjarnan Ikarios jörð-
inni, þegar hún fór inn á braut hennar.
Ikarios er hálfur annar kilómetri i þver-
mál, en „steinninn” fór þó framhjá jörð-
inni i fjarlægð, sem er mörgum sinnum
meiri en fjarlægðin til tunglsins, en
sovézkir visindamenn hafa reiknað út,
hvað gerast myndi, ef Ikarios og jörðin
rækjust saman:
Ef Ikarios hefði hrapað i hafið, sená er
liklegast, þar sem meira en tveir þriðju
hlutar jarðar eru höf, hefðu afleiðingarn-
ar orðið þannig, að skyggt hefði á allar
syndaflóðssögur. Steinninn hefði skvett
6
upp flóööldu mikilli, sem slengzt hefði i
allar áttir og hátt til lofts og kastazt siðan
til baka og eyðilagt allt sem fyrir yrði.
Stórkostleg flóðalda hefði farið umhverfis
jörðina ótal sinnum, mætt sjálfri sér og
orsakað gifurlega storma.
Hefði íkarios lent á heimskautasvæði,
hefði hitinn brætt isinn og þar með valdið
miklum flóðum. Hefði steinninn lent i
grennd við annað hvort heimskautið,
hefði hann getað skekkt jarðmöndulshall-
ann og þar með gerbreytt loftslaginu.
Þetta minnir óneitanlega á þá sögu Eski-
móanna, að endaskipti hafi orðið á jörð-
inni.
En það urðu engar hamfarir árið 1968,
en slikt kann að hafa gerzt fyrir mörgum
þúsundum ára. Visindalegar rannsóknir
hafa sýnt, að nyrðra segulskaut jarðar
var einu sinni allt annars staðar. Þvi hef-
ur meira að segja verið haldið fram, að
skautin hafi skipt um stað!
Horfin menning
Margt bendir til þess að risavaxinn loft-
steinn hafi einhvern tima skollið niður i
Indlandshaf. Ef til vill olli hann flóð-
bylgju, sem stefndi upp að vesturströnd
Indlands, Persaflóa og Austur-Afriku.
I fornum ritum Hindúa, Avatar, segir
svo:
Skelfileg ófreskja kom utan úr geimn-
um og féll niður á jörðina með miklu afli.
Hún ranghvolfdi rauðum augunum,
sveiflaði halanum og stakk sér með haus-
inn á undan niður i hafið. Allt vatnið
skvettist upp i stórum bylgjum. Andi
sjávarins tók að skjálfa og bað um
miskunn fyrir dómara sinum. Þegar
ófreskjan kom i ljós, var hún hvit og lftil.
Slðan stækkaði hún og varð á stærð við fil.
Hvaðerþettaannaðen lýsing á þvi þeg-
ar stór loftsteinn fellur niður i hafið? I
fjarlægð er hann fyrst eins og litil, hvft
stjarna. Ef hann fer inn i gufuhvolfið um
nótt, verður hann glóandi af viðnáminu og
stækkar. Eldhalinn er á eftir honum, síð-
an fellur hann i hafið og veldur gangi
miklum og jarðskjálfta á hafsbotni. (Andi
sjávarins skelfur)
Ef til vill er einhvers staðar á botni Ind-
landshafs að finna leifar risastórs loft-
steins, sem i fyrndinni kom utan Ur
geimnum og olli hamförum á jörðinni.
Erfitt er að geta sér til um, hversu miklar
hamfarirnar hafa verið. Ef til vill fóru
eyðileggjandi flóðöldur meginlanda milli
og ef til vill var afl þeirra svo mikið, að
heimskort manna i þá daga gerbreyttist.
Samfélög eyddust, menning dó út og heilu
þjóðflokkarnir hurfu. En það er einkenni-
legt, að alls staðar á jörðinni eru til sagnir
um að sárafáir hafi lifað af. Þeir-björguð-
ust f farkosti, hellum og i hylki.
Lausn gátunnar um pýramid-
ana
Svo virðist, sem hamfarir þessar hafi
verið séöar fyrir. En hver sá þær fyrir?
Stjömuspekingar fortfðarinnar, sem geta
hafa verið fróðari en díkur grunar?
Visindamenn sem þegar fyrir þúsundum
ára rannsökuðu himinhvolfið og komust
að raun um að torkennilegur hlutur
nálgaðist?
Hvers vegna vom pýramidarnir byggð-
ir? Aldrei hefur verið gefið viðhlitandi
svar við þeirri spurningu. Voru þessi
miklu mannvirki reist af tugþúsundum
þræla til þess eins að bjarga fáeinum Ut-
völdum frá þvi að farast í flóðum, sem
spáð haföi verið? Höfðu visindamenn
þeirra tima reiknað út, að toppar pýra-
midanna stæðu upp úr vatnsskorpunni, ef
landið umhverfis væri undir vatni?
Margarfornar, arabiskar sagnir hljóða
á þessa leið:
Ibn Saurid Salhouk, konungur Egypta-
lands lét reisa pýramidana. Hann var
uppi þrjú hundruð árum fyrir flóðin. 1
draumi sá hann jörðina kollsteypast og
stjörnur hrapa með ógnarlegum hávaða.
Hann kallaði saman æðstu presta úr öllu
landinu og skýrði þeim frá draumi sinum.
Þeir mældu stjörnurnar, drógu ályktan-
ir og spáöu þvi að mikið flóð y rði i landinu
eftir vissan árafjölda. Kóngur skipaði þá
svo fyrir, að reistur skyldi pýramidi með
verndarherbergjum I. Herbergin voru
fylltaf vistum, fjársjóðum og dýrum hlut-
um. t veggina lét konungur meitla fræði,
sem spekingar sögðu honum.
Margir visindamenn hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, að pýramidinn mikli
hafi aldrei verið notaður sem grafhýsi,
heldur hafi verið reistur til að vernda
þapn fróðleik, sem til var og vemda hann
gegn náttúruhamförum.
Allt þetta á að hafa gerzt fyrir rúmum
5000 árum. A þeim tima mun hafa verið
þarna þjóð, sem reisti sér pýramidalöguð
hús. Trúlegt er, að venjur hennar hafi
verið eins konar fyrirmynd pýramidanna
miklu, sem ættu eftir þessu að dæma að
hafa verið reistir til að verjast miklu flóði.
Þjóð þessi var kölluð Nóar.
Nói....Svipað, ekki satt? Þá er aftur kom-
iðað Nóa karlinum. Var það ef til vill ekki
einn maður, heldur heil þjóð, sem lifði
hamfarirnar af vegna þekkingar sinnar?
Gátur, gátur og ágizkanir allt saman.
Lengra erum við ekki komin I myrkviði
fortiðarinnar.
I
— Jæja, ertu búinn aö búa til sundlaug,
drengur minn? Já, ég skal koma og dást
að henni.