Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 17
upp á eigin spýtur. Hún fékk sér vinnu á skrifstofu hjá hreingerningafyrirtæki. Ég úian ennþá, að hún var mjög alvarleg um þessar mundir. Hún grét oft og ég veit að 3mma hafði áhyggjur af henni. Dag einn hafði hún málað á sér varirn- ar, þegar hún kom heim af skrifstofunni. Ég skildi ekki, hvað amma átti við, þegar hún sagði: — Loksins! Nú hlýtur ógæfan að vera á enda. Eins og ömmu hafði grunað: Það var kominn nýr maður inn i lif mömmu. Leildarstjóri hjá fyrirtækinu, þar sem hún vann. Hann hét Stephen McBride og i jtini 1943 varð mamma frú McBride. Mér þótti li"ka vænt um hann. Hann var alltaf góður við mig og sagði bráðskemmtilegar sögur. Fyrir kom að mamma horfði á hann, einkennilegu. óttablöndnu augnaráði. Að minnsta kosti var amma þeirrar skoðun- ar, en ef til vill hefur henni aðeins dottið það i hug eftir á, að minnsta kosti man ég það ekki. En það hefði ekki verið mjög úndarlegt, þótt manna hefði velt fyrir sér, hvort hún fengi að halda þessum manni. Hún fékk það ekki. Hann féll úr stiga og hálsbrotnaði. Það var i janúar 1945. Mamma var orðinn ekkja i fjórða sinn. Þá var ég átta ára og reyndi að hugga hana. En hún var óhuggandi. Hún skelfdi mig með þvi að tala um, að það hlyti að hvila einhver bölvun á henni. Hún sagðist aldrei gifta sig framar. Við yrðum að hjálpa hvort öðru til að gleyma hörmung- únum. En hvað gat átta ára barn gert? Ejórtán mánuðum eftir dauða McBrides hitti mamma mann að nafni Paul Fayman. Mömmu geðjaðist vel að honum og ég held, aðhann hafi strax orðið ástfanginn af henni. Að minnsta kosti var hann alltaf að koma i heimsókn, hann hringdi, þegar hann fór eitthvert og var afskaplega notalegur við okkur ömmu lika. Dag einn sagði mamma honum frá harmleikjunum i lifi sinu og að hún væri hrædd við að giftast aftur. Ég man hverju hann svaraði: —Fortið er fortið, Angi, en við eigum að hugsa um framtiðina og l'imothy. Viðskulum gifta okkur Ég skal áfsanna allar kenningar um bölvun. Mamma hló og svaraði játandi. Þau Khtu sig i júli 194(1 og fóru til Flórida i hrúðkaupsferð. Hún var lalleg brúöur. etida aðeins :>(lára. og Paul hafði sannfært hana um að allt hið illa tilheyrði for- h'ðinni. i-engi vel var útlit l'yrir að bænir minar hefðu lengið hljómgrunn. en enn einu •siúni dundu ósköpin ylir. Paul fór aö skipta sér af óeiröum á götu. þar sem karlmaður einn liótaði að myrða konu. Maðurinn slakk Paul i slaðinn með hnif sinum og hann lézt a staðnum. I>að var i ágúsl 194». Þetta dauðslall fékk meira á möntmu en nokkurt hinna. Ég heid. að hún hafi elskað Paul eins heilt og nokkur getur elskað aðra manneskju. Einhvern veginn komst sagan um Þessi mynd af Angelu Brousseau og Timothy var tekin 1946. Þá var hún.orðin ekkja f fjórða sinn, aðeins 26 ára göniul. hörmungar mömmu til dagblaðs eins og það birti grein um hana. Það var skelfileg grein. An þess að það væri sagt beinum orðum, var látið að þvi liggja, að þarna væri eitthvað misjafnt að baki. Mamma var náhvit af reiði og örvænt- ingu, þegar hún las þetta. — Þeir segja, að ég hafi drepið þá. sagði hún. — Þeir segja, að ég sé morðingi.. lfún fór til lögfræðings til að láta bera greinina til baka, en hann réði henni frá málaferlum. Blaðamaðurinn hafði veriði kænn, það var ekkert beinlinis rangt i[ greininni, nema það sem lesendur fóruj ósjálfrátt að hugsa, en var sem sagt ekkij sagt. : — Og, eins og lögregæðingurinn sagðij — ef þér höfðið mál, mun það aðeins gera! iilt verra. Lif yðar verður enn erfiðara og! þetta tekur langan tima. Mamma lét 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.