Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 9
Hún sat róleg i stólnum sinum eins og
venjulega. Hún hafði þegar hellt i glös
handa þeim, en tók ekki útsauminn fram,
vitandi að það færi i taugarnar á honum,
ef hún sæti og saumaði, ofan á allt annað.
Hann stóð frammi fyrir henni og hún var
með hendur i skauti. Þegar hún leit niður,
sá hún aðhann var kominn i inniskóna, en
hafði gleymt sokkunum.
— Af þvi þú ert að fara.
— Enég sagði ekki, hvenær ég færi. Ég
sagðistekki vera að fara strax, en það er
ástæðulaust að reka mig bókstaflega út úr
húsinu.
— Ég vil að þetta ár byrji núna strax, svo
það verði fyrr búið.
— Þú vilt að hlutirnir verði ákveðnir sem
fyrst?
— Auðvitað
— Hvernig sem það fer?
— Já.
— Og þú vilt hafa þaðheilt ár?
— Já.
Hann sparkaði i brennikubb i arninum,
svo neistar flugu upp i loftið. Hann gat
ekki verið kyrr, en gekk um gólf i stof-
unni, hreyfði við hlutum á arinhillunni, á
smáborðunum og rak sig ótal sinnum á
stólana.
— En hvers vegna? Hvers vegna heilt
ár? sagði hann loks.
— Hálft ár er ekkert, sagði hún. Eitt ár
er hins vegar alllangur timi. A einu ári
geturðu orðið viss.
— En ég er orðinn það, sagði hann.
— Hvers vegna stakkstu þá upp á hálfu
ári? Ef þú ert þegar orðinn viss i þinni
sök? Hún sá þau fyrir sér, i sólinni ein-
hvers staðar i Suður-Frakklandi, Daphne
liggjandi i sandinum, stinnur og sólbrúnn
likami hennar — og hann við hlið hennar.
Hún lokaði augunum.
— Ég býst við að það hafi nánast verið þin
vegna. Ég vildi ekki að þú héldir að þetta
væri eitthvert fljótræði, einhver
meinsemd.
Bros hans var i hennar augum það
fallegasta, sem hún gat hugsað sér. En
hún var að hugsa um Daphne og ferða-
töskurnar og þagði.
— Það var þin vegna, endurtók hann.
— Fallegt af þér að hugsa um mig og það
er þess vegna, sem ég vil að þú farir núna.
Einmitt min vegna. Þvi fyrr, þvi betra.
— Núna? Núna á stundinni?
— Jæja, þá i fyrramálið. Hún stóð upp til
að sækja matinn fram i eldhúsið, en hann
stóð fyrir henni.
— Hvers vegna viltu endilega losna við
mig? Hann skildi hana ekki, en hann var
viss um, að það var enginn annar kal-
maður i lifi hennar.
— Gleymdu ekki, að þú áttir hug-
myndina, ekki ég. Hvers vegna skyldi mig
langa til að losna við þig?
— Þú ætlar að senda mig burt i heilt ár.
Hann leit út eins og litill drengur, sem
mjög hefur sárnað.
Hana langaði mest til að taka utan um
hann — ekki aðeins til að hugga hann. —
Já,ég ætla að gera það. Eitt áreðaekk-
ert.
— Þá skulum við segja — ekkert, sagði
hann. Bros hans varð allt i einu skinandi
bjart.
— Er það alvara þin?
— Já, það er alvara.
—r Og ertu viss um, að þú munir ekki
skipta um skoðun? sagði hún, þegar hún
gekk fram til að sækja kampavinsflösku
sem hún hafði sett á is.
— Alveg, sagði hann og sá fyrir hugskots-
sjónum sinum þau Daphne einhvers-
staðar i Suður-Frakklandi. Hann sá hana
liggja i sandinum og sólina skina á brúnan
likama hennar, en sjálfan sig sitja við hlið
hennar með höndina fyrir munninum — til
að fela geispa.
Nashyrningsfuglinn
fékk gervinef
Eyja, þar sem kettir hafa ekki rófu, eins
og er á eynni Mön, hlaut að vera staður
fyrir neflausan nashyrningsfugl.
En þó að Manarkettirnir lifi góðu lifi
rófulausir, olli nefleysið næstum dauða
Henrys, en svo heitir nashyrningsfugl sá,
sem hér um ræðir.
Það varð að taka af honum nefið vegna
sjúkdóms og þá fengu dýrasér-
fræðingarnir i þjóðgarðinum á Mön þá
hugmynd að biðja tannlækni að smiða
fyrstu gervitennur, sem gerðar hafa verið
handa fugli.
Henry var svæfður meðan verið var að
máta nýja nefið og festa það á og þegar
hann vaknaði aftur, tók hann varla eftir
þvi að hann var breyttur.
Vörður i þjóðgaröinum segir: — Nas-
hyrningsfuglar nota þetta sterklega nef
sitt til að merja sundur fæðuna, áöur en
þeir hleypa hana. Þessi fugl, hann Henry,
er sérstaklega skrautlegt eintak og við
vildum ekki missa hann. Þess veg’na var
ekki nema um eitt að ræða — falskt nef.
9