Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 23
um. Hann fléttaði af stakri þolinmæði i tvo tima og loks var hann búinn. Ánægður smeygði hann sveignum yfir höfuð sér og speglaði sig i tæru vatninu. t»á heyrði hann vængjaþyt og leit skefldur upp i loftið. t»að skyldi þó aldrei vera bannsettur skjórinn aftur? Jú, þarna kom hann og settist á brotna grein við poliinn. — Ha, ha! skrækti hann, en litli greifinginn lét sem hann heyrði það ekki. Loks gat skjórinn ekki stillt sig lengur og hrópaði hásum rómi: — t»ú missir áreiðan- lega jafnvægið strax i fyrsta dansinum! H, ha, ha! En smáfuglarnir þarna i kring, sem hlustað höfðu á skjóinn, voru ekki hrifnir af þessari striðni og tóku til að kvaka i staðinn: — Kransinn er svo fallegur, að hann verð- ur áreiðanlega sá fallegasti i dansinum. Greifinginn brosti. Það var fallegt af fuglunum að hrósa blómsveignum hans. En nú yrði hann að flýta sér til að komast i dansskólann i tæka tið. Með sveiginn i munninum gekk hann áleiðis heim og fór ofur varlega. — Hvað hefuruðu verið að aðhafast? spruði móðir hans. — Sólin er þegar komin á bak við furuna þarna, svo þú verð- ur að fara að flýta þér. — Ég var að búa þetta til, sagði litli greifinginn og sýndi sveiginn sinn stoltur. Litlu augun hans ljómuðu af stolti. — Almáttugur, sagði móðir hans. — Þetta er það falleg- asta sem ég her séð. Siðan hófst hún handa um að þvolitla greifingjann þangað til feldurinn hans varð gljáandi. Siðan setti hann sveiginn um hálsinn og lagði af stað. Á Nálasléttunni voru saman

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.