Heimilistíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 8
gan / SVEITASÆLU Lífið er aldrei leiðinlegt, þegar maður er kvæntur stúlku eins og Jennýju. Ef hún byrjar á einhverju, getur hún ekki hætt Þaö var verðbólgan, sem kom okkur i gang. Verðbólgan og ýmsar tilviljanir. Ef við hefðum haldið áfram að búa i borg- inni, heföi þetta ekki gerzt. En við vorum nýflutt út i sveit. — Hér höfum við öll hráefni, sagði Jenný. — Og flest þeirra ókeypis. Við get- am sparaö stórar fúlgur árlega. Það gátum við ekki, aðeins svolitið af þeim, ef við vorum heppin. En svona er Jenný. Ef hún fær hugmynd, er hún eins og heil flugeldasýning af ákafa og fram- kvæmdasemi. Hún byrjaði á sultu. Jarðaberjasultu, þvi einmitt það árið var jarðarberjaár. Allt var sett i gang og gekk vel. — Hér eft- ir veröur allt heimatilbúið, sagöi hún. — Hugsaðu þér, hvað þetta er miklu hollara fyrir Simon litla. Simon er fjögurra ára og ljómar af heil- brigði og hreysti. — Ég neita að borga það verð, sem þeir heimta I búðunum. Þaö hækkar I hvert einasta sinn, sem ég fer þangaö. Já, við gætum haft svin, sagði Jenný. — Það verður ekki meðan ég er á lifi, mótmælti ég. — Ég vil einfaldlega ekki hafa svin! — Ekki endilega hér, sagöi Jenný. — I þorpinu sér fólk um svinin I sameiningu. Það er eins konar svinakommúna. Við borgum bara fæði og húsnæði fyrir okkar svin og étum það þegar timi er til kominn. Svo höfum við auðvitað hænsni! Þá faðmaði ég Jennýju að mér og hugs- aði: Það er hamingjusamur maður, sem á konu, sem getur alltaf komið honum til að hlæja. Þegar viö fluttum út I sveit, var þaö vegna þess að mig vantaði meira rými. Ég er nefnilega leirkerasmiður og varö að eignast stærri vinnustofu. Viö björguö- umst I borginni, en ekki nema meö herkj- um. Þaö var orðið skelfilega dýrt að lifa þar, svo þegar við fundum þessa hlöðu hérna i þorpinu, gripum við hana með það sama. Hún var ódýr og hentaöi mér ágætlega. Húsiö sem við keyptum var ekki ódýrt, en við töldum það góöa fjár- festinu. 8 Þegar við fluttum inn, áttum við minni peninga en nokkru sinni fyrr. En einmitt þá birtist hollenzkur forstjóri, sem séð hafði eitthvað af leirmununum minum. Hann hélt að þetta væri einmitt þaö sem hentaði Evrópumarkaðnum núna og ætl- aði að útvega mér stórar pantanir. Agætt. En slikt kostar fé í upphafi og við höfðum þegar fengið öll þau lán, sem hægt var og meira til. Taugarnar voru lika I slakara lagi. Ef ég fengi allar þessar pantanir, var þetta ekkert vandamál, en biðtiminn var erfiður. Jenný skildi það vel og hófst handa um sina eigin sparnaðará- ætlun. Eiginlega gerði hún þaö ekki að- eins til að spara. Hún er bara þannig, að hún þarf alltaf að vera að gera eitthvaö merkilegt. — Er það ekki dásamlegt? spuröi hún, þegar viö brögöuðum á fyrstu heimatil- búnu sultunni. Hún setur ekki ljós sitt undir mæliker á sUkum gleðistundum. — Þaö eru 25 krukkur niöri i geymslu! Veiztu, að við getum safnað fikjufræjum og ræktað okkar eigin fikjur? — Heyrðu mig nú, sagði ég og reyndi að hlæja ekki. — Við verðum einhvers staðar að setja takmörkin. Þú getur áreiðanlega tint hnetur, er þaö ekki nóg? — 0, það er svo margt, sem viö getum búiö til, hélt Jenný áfram, hrifin meðan hún smurði þykku lagi af sultu á brauöiö handa Simoni. — 01 kostar miklu minna, ef við bruggum það sjálf og léttvin og brauö, þar getum við lika búið til. — Ég sting upp á að við byrjum á ölinu, sagði ég. Og svei mér þá, það varð gott. Þegar ég kom heim úr vinnunni einn dag- inn var Jenný meö þennan sérstaka svip, sem boðar óvænta ánægju. Alveg rétt. tskalt, freyðandi öl var borið fram og Jenný horfði hrifin á mig tæma glasið. — Stórkostlegt! sagöi ég. Ég bjó til 20 lltra, sagði hún. — Er það raunverulega gott? Ég sannfærði hana um það og bað hana að brugga fullan kjallara af hinum ýmsu tegundum öls. — En ég vil ekki hafa þig ráfandi um þorpið, syngjandi drykkjuvisur, sagði Jenný. — Ég er nefnilega I húsmæðrafé- laginu og þú veizt, hvernig fólk talar. Heilhveitibrauöið var næsta snilldar- verk hennar og siðan kom allskyns á- vaxta-og grænmetismauk. Nú var lifnað- ur i Jennýju eldur, sem logaöi frá morgni til kvölds. Þaö heföi ekki komið mér á óvart þótt hún setti einhvern daginn upp rokk og færi að spinna beint af fénu. Hún hafði eignazt marga nýja vini og allir uppliföu sveitina eins og gert var I gamla daga, skiptust á reynslu og heimatilbún- um matarsýnishornum. Konur eru nú einkennilegar! Nær allar þessar húsmæður höföu einhverja vinnu með, til dæmis skreytir Jenný heilmikið af þvi sem ég geri. En jafnframt gera þær allt þetta með matinn I frítimanum, sem maður skyldi ekki ætla aö væri neinn. Nú, jæja. Einn fallegan morgun sátum við og boröuðum morgunverö úti i garðin- um og allt var indælt. Fuglarnir sungu allt i kring og þarna sat Simon með ávaxta- maukiðhennar móöur sinnar um allt and- litið. Ég var hins vegar að smyrja þvi á nýbakað franskbrauð. — Jæja, hvaö ætlarðu aö gera I dag? spurði ég. — Heilmikið, svaraöi Jenný. — Tina plómur og gera úr þeim sultu, tappa öli á flöskur og já, þaö er rétt hænsnin koma I dag! Þetta eru siöustu eggin, sem við kaupum! — Ættum við þá ekki aö fá okkur nokkr- ar kýr og rækta steikurnar lika? stakk ég upp á. — Ekki strax, svaraði hún. — Það sem við spörum á öllu hinu, verðum við aö nota til að kaupa kjöt. Eiginlega held ég, að við þurfum aö fá okkur frystikistu. En þá fór ég. Þvi ef þú ferð að ræða um frystikistur, veiztu ekki af þér fyrr en þú ert búinn að festa kaup á einni sllkri. Fjárhagurinn var ennþá jafn tæpur og i upphafi. Ég fékk engar pantanir frá Evrópumarkaðnum og vinur minn Hol- lendingurinn haföi ekki látiö til sin heyra. Þennan sama dag var ég truflaður i vinnunni með þvi aö dyrabjöllunni var

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.