Heimilistíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 37
Claude Cénac % *. % * Ferfætlingur «, á flækingi Ekki var gott að vita, hvers hann saknaði mest, skilrikjanna sem yfirvöld og landa- mæraverðir vilja alltaf sjá, eða peninganna, sem hann hafði unnið fyrir. Hann bölvaði og ragnaði einhver skelfing og orðaforðinn var ekki siðri en hjá Ratapolia. En ég fyrirgaf honum vegna aðstæðnanna. Loks lét hann fallast niður á stóran stein og horfði döprum augum á öskuhrúguna. — Hvað verður nú um okkur, Díógenes? tautaði hann. — Hvað verður um okkur? Það vissi ég ekki. En satt að segja var ég minna undrandi en hann. Hann sat og endurtók stöðugt: — Svona lagað gerir maður ekki. Maður gerir það bara ekki. En það snerti mig samt. Engir peningar og þar af leiðandi ekkert að borða. Ég var þegar orðinn svangur. Sennilega hafið þið tekið eftir því að erfiðleikar og hugar- aesingur gerir mig alltaf svangan og syfjaðan. Nú var ég búinn að sofa og vildi gjarnan borða eitthvað. Ef þau hefðu að minnsta kosti skilið matinn i tösku húsbónda mins eftir? Ég hljóp aftur að kofanum. Dásamlegt. Taskan sem Klódómir hafði sofið með undir höfðinu var full af fötum, en bin, sem ég opnaði með tönnunum, innihéit brauðhleif, svolitið kalt kjöt og einn litra af rauðvini. Auk þess fann ég skilrikin, skilriki Klódómírs, sem voru vafin inn i dagblað. Ég tók þau i kjaftinn og hljóp með þau til hans og lagði á hnéð á honum. — Skilrikin mín! Hvar fannstu þau? Ó, þú bjargar lifi minu! Ég greip i aðra buxnaskálm hans og hann elti mig að kofanum. Hann athugaði innihald tösk- ttnnar og aftur kom undrunarsvipurinn á andlit . hans. Skyndilega fór hann að skellihlæja: 1 - ......- — - - : - Bannsettir bófarnir! Þau hafa tekið hvern einasta eyri, brennt veskið mitt, guð má vita hvers vegna. En þau hafa gefið mér mat og vin og látið skilrikin vera. Að visu þurftu þau ekki að nota skilrikin, þar sem við erum ekkert lik. En samt.....hvað finnst þér, Diógenes? Við settumst í hálminn, sem angaði af kinda- lykt. Brauðið var dásamlegt — og kjötið, sem ég þorði ekki að imynda mér, af hvaða skepnu væri, var svolitið seigt. En við höfðum góðar tennur. Vinið hlaut að minnsta kosti að vera gott, þvi Klódómir skildi bara svolitinn sopa eftir. Þegar hann hafði etið og drukkið, leið honum vel. Hann stakk afgangnum niður i töskuna, þreifaði eftir skilrikjunum dýrmætu i vasanum, þurrkaði sér um munninn með hand- arbakinu og tók svo til máls: — Sjáðu til, sagði hann. — Þetta fóik er svo fátækt. Sástu bara börnin? Þau fá ekki nóg að borða og ganga hálfber. Ég skal segja þér, að þegar ég var að segja þeim frá peningunum i gærkvöldi, þá skammaðist ég min svolitið fyrir að eiga þá. Það hefði verið eftir mér að gefa fólkinu helminginn, en þau hafa bara gengið heldur lengra en það. En það er bara mér að kenna. Ég hefði ekki átt að tala um peningana. Þá veit ég það. Hann andvarpaði en fór svo að hlæja. — Það skiptir ekki máli. En þetta er nú bannsett hyski. Þau hefðu ekki átt að brenna veskið mitt. Svo þagnaði hann og renndi fingrunum ótal sinnum gegn um hárið, en það var merki um djúpar hugsanir. Ég hafði ekki af honum aug- un. Hvað gerðist nú? — Veiztu, hvað við gerum nú? sagði hann. — Það skal ég segja þér. Veðrið er gott og vegur- 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.