Heimilistíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 9
hringt. Ég haföi þiljaö af skot fyrir skrif- stofu og flýtti mér gegn um hana. Gestur- inn var kona. Glæsileg, fögur og svo ang- andi af ilmvatni, aö þaö sveif á mig og ég tók ekkert eftir litla, feitlagna manninum viö hlið hennar. En það var hann, sem tók til máls: — Herra Brinton, sagði hann brosandi út að eyrum og rétti fram höndina. — Mikið er gaman aö hitta yður! Hann hristi hönd mina upp og niður. — Ö, sagði ég... ójá, auðvitað. Herra...van Ryden? Svei mér ef þetta var ekki Hollendingurinn minn fljúgandi? Já, Brosið breikkaði enn. — Og þetta er konan mín, frú van Ryden. — Góðan daginn, herra Brinton, sagði hún og hreimurinn bar vott um, að hún væri ekki hollenzk heldur frönsk. Hún leit út eins og klippt út úr tizkublaði. — Viö erum i leyfi i London, tilkynnti hann. — En I dag ákváðum við að taka lest hingað til aö tala við yöur. Við þurfum að tala um svo margt. — Já, við þurfum þess, sagði hún. Rödd hennar var mun kuldalegri en hans. Ég er hræddur við svona fegurðardisir. — Frú van Ryden talar góða ensku. Miklu betri en ég. Hún stjórnar samræð- unum, sagði eiginmaðurinn og ljómaði. — Það sem maðurinn minn á við, er að við erum i vanda, útskýrði hún. Hjartað i mér tók kipp. — Við seljum ekki I smáum stil, sagði hún. — Við erum stórt fyrirtæki og gerum stórar pantanir. Okkur geðjast vel að þvi sem þér gerið. Það er mjög fallegt. — Fáiö ykkur sæti, sagði ég ákafur og þar meö hófust samræöurnar. Jú, það var við vandamál að etja. Ég gat ekki útvegað fé til að fullgera vinnu- stofuna fyrr en ég hafði fengiö áreiðan- legar pantanir. Ekki auðveldaði frú van Ryden mér máliö og þarna sátum við án þess að geta greitt úr flækjunni. Ég vissi, aö af einskærri kurteisi varð ég að bjóöa þeim I mat. Auk þess voru þau inni á þeim markaöi, sem ég vildi fyrir hvern mun komast inn á. Slika gesti send- ir maöur ekki burt meö næstu lest glor- hungraða. Þess vegna sagði ég: — Þiö komið auð- vitaö og boröið kvöldverö með okkur? — Þakka, sagði hún kuldalegri röddu. Hún er hörkutól þessi kona, hugsaði ég og það var heldur enginn vafi á, aö hún réð öllu. — Ég ætla bara að láta konuna mina vita, sagöi ég og greip simann. En hann var auðvitað á tali. — Ég verö aö reyna aftur, sagði ég og svo sátum við og biðum og enginn haföi neitt meira aö segja. óþægilegt. Ég hringdi heim aftur, en það var enn á tali. Ef einhver æðri máttur er til, þá er eitt- hvað ætilegt i Isskápnum, hugsaði ég og I- myndaði aö Jenný gæti leyst það vanda- niál sem önnur. Ég hjálpaði frú van Ryden inn i bilinn okkar. I þetta sinn fannst mér hann likjast flaki meira en nokkru sinni. Eöa húsið! 1 fyrsta lagi var fiðurfé af öllum stærö- um á vappi i garðinum. Það hlýtur að hafa verið gat á virnetinu umhverlis hænsnagarðinn, þvi nú voru hænsnin frjáls um allt. En þarna var lika mývarg- ur! Heilu skýin og allt suðaöi það i kring um stóran pott, sem stóð i gluggakistunni við aðaldyrnar. — Æ, sagði ég. — Við verðum að fara eldhúsmegin. Ég gekk fyrstur — framhjá gamla rugguhestinum hans Simonar og hjólbörunum, sem vantaði annan arminn. Framhjá brenninetlunum, sem við höfð- um ekki stungiö upp af þvi Jenný ætlaði að sjóða af þeim súpu. Þetta var hræði- lega sóðalegt. En það er ekki hægt að bjóða gestum aö ganga gegn um ský af mývargi, að minnsta kosti ekki þessum gestum. Við komum beint inn i eldhúsið og hvað sáum við þar? Jú, Jenný i gömlum galla- buxum og með höfuðið næstum inni i ofn- inum. Hún sneri sér við, glansandi i fram- an og þreytuleg af öllu blaslinu og starði forviða á gestina. Augu hennar þöndust úr af hræðslu. tJrgangurinn eftir plómuhreinsunina

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.