Heimilistíminn - 21.04.1977, Síða 36

Heimilistíminn - 21.04.1977, Síða 36
Fallegt útsaumað Petta versti getur gjörbreytt búningi þinum á einu augabragði Pú getur saumað það sjálf. Þetta vesti gctur þú annað hvort snifiið eftir einhverri blússu, sem þú átt og passar þér vel, eða þú getur teiknað upp sniðiö eftir teikningunni hér að neðan. Sniðið er nr. 38, svo þú veröur að stækka það eða minnka eftir þvi sem við á hjá sjálfri þér. Það er hæfiiegt að kaupa eina lengd af tvi- breiðu efni, en tvær lengdir þarf af ein- breiðu efni. Svo má annaö hvort brydda vestið, eða fóðra það. Bezt er 36 talið að sauma fóður og ytra byrði saman og snúa svo viö, ef ekki er not -að allt of þykkt cfni I vestiö. Dragðu upp blómamunstrið, sem hér fylgir meö, og teiknaöu það siðan á vestið bæði að framan og aftan, eins og þú sérð að gcrt hefur verið á myndinni af stúlkunni. Vestið hennar er úr svörtu flaueli. Það er bezt að sauma út blómin, áður en vestið er saumaö saman, að minnsta kosti ef þaö er haft fóðrað. Sé það einfalt gerir ekki til þó það sé gert á eftir. Vestiö er sérlega fallegt viö sitt pils, og það á aö vera fljótlegt að sauma þaö, ætti ckki aö taka myndarlega stúlku nema eina kvöldstund. Munstrið er saumað I meö kontórsting.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.