Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 7

Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 7
ferðazt um landið þvert og endilangt til þess að mynda kirkjur, sem kommúnistarnir höfðu lokað eða látið fara i' niðurniðslu. Á myndunum var hvergi að sjá hernaðarmannvirki, eöa annað álika. Skudrahafði aldrei látið mig fá slikar myndir, hvorki af flugvöllum, eldflaugastöðvum eða öðru sllku. En i augum sovézkra stjórnvalda eru jafnvel sjónvarpsturn, háspennulina eða brýr hernaðarmannvirki. Að mynda slikt og senda svo myndirnar úr landi er sama og að stunda njósnir. Niedre var ákærður fyrir þetta og einnig það að hafa farið úr landi með handrit, þar sem Skudra haföi fjallaö um hernaðarmálefni. — Þetta var hins vegar feröalýsing, sem aöallega fjallaði um menn og staði. Skudra segir þar einnig, aö hann hafi komiö aö „lokuðu svæði” og þess vegna hafi hannorðið að fara aöra leið. Vel get- ur verið, að hægt sé að llta á það sem upplýsingar um hernaðarleyndarmál, en það var þó engan veginn tilgangurinn hjá Skudra. Janis Skudra var dæmdu I nóvember s.l. til 12 ára fangelsisvistar og Laimons Niedre til 10 ára þrælkunarvinnu. — Mér var undarlega innanbrjósts, þegar dómurinn var kveðinn upp. Ég var þó strax vissum, að ég myndi ekki þurfa að afplána dóminn allan. Ég hefði aldrei lifað það af, hvort eð var. Meira að segja Sovétstjórninni sjálfri mun hafa þótt óráðlegt, aö Laimons Niedre dæi i þrælkunarbúðunum. Þess vegna var honum sagt, að þrjár leiðir væru til þess að hann yrði látinn laus aö nýju: 1. Skipti á honum og sovézkum njósnara I Sviþjóð. 2. Náðun. 3. Ný réttar- höld. Niedre skrifaöi þess vegna Marju strax og hann var kominn i fangabúöirnar, en þau höfðu skilið árið 1975. Hann sagði henni, að hann hefði frá „svolitlu þýðingarmiklu” aö segja. Hún skildi strax, að hann óskaöi eftir þvi, að einhver kæmi að heimsækja hann, en hvorki henni né sænska sendiráðinu tókst að komast að þvi, hvar hann var niður kominn. Laimons Niedre hafnaöi i einum af óþekktum búðum nokkru suðaustan við Moskvu i Mordoviu. Um þaö bil 50 af þeim 150 föngum, sem þarna voru, voru útlendingar, og höföu þeir allir nema hann veriö dæmdir vegna brota á lögum um eiturlyf. — Viö vorum vaktir klukkan sex á herj- um morgni. Þá fórum við I þykka jakka og settum upp húfur til þess að geta fariö út aö ganga. Eftir tiu minútur urðum viö aðfarainnaftur til þessaðbúaum rúmin okkar. Þessu næst fengum við morgunmatinn, brauð og graut og svolitla súpu. I hádeg- inu fengum við aftur brauð og súpu og svolltinn fiskbita eöa kjöt. Þaö sama var siðan i kvöldmatinn. Laimons Niedre létt- ist mikið vegna þess að maturinn var ekki sérlega mikill eða næringarrikur. — Fangarnir þurftu allir aö vinna eitt- hvað, en litið var á mig sem sjúkling, og þess vegna þurfti ég ekki að vinna. Ég notaði timann til þess aö lesa, fara i gönguferðir og horfa á sjónvarpið. Laimons Niedre skrifaði mörg bréf til fyrrverandi eiginkonu sinnar og til sænska sendiráðsins I Moskvu. Hann fékk ekkert svar. Eina bréfið, sem hann fékk I hendur, var frá Marju og hafði hún skrif- að það i Helsinki. Hún haföi skrifað það I nóvember, en bréfiö fékk hann ekki fyrr en i marz. I brefi, sem Laimons skrifaði, stóð: — Kærja Marja! Það er langt um liðið frá þvi að sáumst siðast. Mikið vildi ég að viö gætum hitzt sem allra fyrst. Ég hef saknaö þin svo mikið, og einnig hef ég skrifað sænska ræðismanninum, og hef átt von á að hann birtist hér. Laimons Niedre beið árangurslaust. Hvorki Marja eða ræðismaöurinn gátu komizt að þvi, hvar hann var iður kom- inn. Þess vegna kom enginn að heimsækja hann. En um leið og hann haföi veriö lát- inn laus, og var kominn heim aftur til Sviþjóöar, hringdi hann i Marju. — Hún reyndi svo sannarlega allt sem hún gat til þess að hjálpa mér, segir Laimons Niedre og er hrærður. Þegar við töluöum saman i sima eftir heimkomuna, runnutár niður kinnar okkar beggja. Það var stórkostlegt! Nú ætlar Laimons Niedre að reyna aö hafa sambandviðforeldrasinai Lettlandi til þess að segja þeim, að hann hafi verið látinn laus, hafi þeir ekki þegar heyrt um það i fréttum erlendra útvarpsstööva, sem senda útfréttir á lettnesku. Svo ætlar hann að hvila sig og lesa inn á segulband frásagnir af þvi, sem á daga hans hefur drifið. Hann ætlar lika aö reyna að njóta sumarsins sem framundan er. En einhvers staðar I Sovétrikjunum sittur annar Letti i fangelsi, dæmdur fyrir sakir, sem ekki myndu teljast saknæmar i lýðræðisriki. Hver getur hjálpað honum? Þfb. Og svo er það út af pillunum, sem þér gáfuð mér til þess að ég yröi sterkur, þá verð ég að segja aö ég hef ekki einu sinni kraft til þess að ná tappanum úr flöskunni. Þú mátt fá lokk úr hári rhér, ef þú ætlar aö eiga hann til minningar um mig. Já, tréhesturinn minn missti tagiið. Hér er dálitiö, sem ég er viss um aö frökeninni myndi falía. Það er safn slöustu biaösiðnanna úr nokkrum vinsælustu ástarsögun- um, sem komið hafa út. 7

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.