Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 9
Hinn 2. dag marsmánaðar gjörði
vestanveður mikið oghröktust fé allviöa
og fórust, en menn urðu að liggja Uti.
Sumariövargraslítið, en veðrátta góð, en
voriðhafði verið hart, svo flest dó þá, er
lifað hafði veturinn, var þá vlða nærri
sauðlaust og hesta, gjörði þá örbirgð
mikla og lögðust jarðir i' eyði.”
Lýsingin á veðráttunni árið 1633 er bitur
og hryllileg. Allir geta gert sér I hugar-
lund, hvaða afleiðingar slík ár og 1633
hafa haft á efnahag þjóðarinnar. Fellir
fénaðarins varð alger eins og frásögnin
sýnir, mannfellir hefur orðið mikill, en
engar tölur eru til um hann. Embættis-
menn landsins kærðu sig ekki um að tii
yrðu opinberar skýrslur um sllkt. Við vit-
um þvíekki, hvað landsmenn voru margir
að afstöðnum slikum harðindum. Llklegt
er þó, að á nokkrum stöðum á landinu,
hafi hörmungar ekki verið eins almennar
einsog frásagnir annálanna greinir. En
best er að láta sllkt fram hjá fara, þvl
heimildir skortir, aðeins hægt að draga
ályktanir af öðrum timum við slíkar að-
stæður.
3
Ofan á harðindin bættist svo Heklugos ár-
ið 1636 I maímánuöi, og varð mikið ösku-
fall, svo af tók jörð, og stóð gosiö allt
sumarið. t Arnessýslu varð nautadauöi
um veturinnogmeðal annars á stólsbiíinu
I Fjalli á Skeiðum.
Harðindin ogönnuróáran varð skelfileg
og var mesta f urða að þjóðin stóð hana af
sér. Valdsmenn og ráðamenn i landinu
voruráða- og tlrræðalausir, og var helsta
ráðiðaðsnúa sér til guðdómsins, eins og
kemur fram I bréfi Gisla Oddssonar
biskups i Skálholti, er hann ritaði til
sýslumanna, lögsagnara og presta, jafn-
framt hreppstjórum og öðrum embættis-
mönnum árið 1636. Biskup segir svo:
öllum veraldlegum yfirvaldsmönnum I
Skálholtsstiftí, dómendum og lögsagnar-
mönnum óska ég Gisli Oddsson superin-
tendens Skálholtsstiftis náðar og blessun-
ar af guði fyrir friðarbón og forþénustu
Jesú Kristi, ásamt ærutilboðum minnar
embættisskyldu, og alira þénustusemi til-
bærilegu þakklæti fyrir margveitta vel-
gjörninga. Frómir og góðir vinir. Ég veit
og hefi reynt árlega um nokkuð langan
tlma,að þar eru margir enn á meðal yðar
i þessu landi, sem ekki alleinasta lítils
virða, heldur og einnig þar á móti forsmá
og lasta, oghalda öldungis ónauðsynlegt
það góða kristilega og loflega visitaslu-
verk prestanna, prófastanna, og biskup-
anna sérdeilisf sem þó hefur fastan
grundvöll I guðs orði), og er staöfest með
mörgum eftirkomenda allra trúreyndra
og guðhræddra sálusorgara, og þar aö
aukisvo trúlega og alvarlega, en ekki for-
gefins befalað að voru náðuga æðsta yfir-
valdi I kristilegri Ordinatlu, og þó menn
sýnisig i'þvl að gjöra sitthið besta þar til,
að yfirheyra hvað áfátt þykir, bæði hjá
leikum og lærðum, vanda um það, og leið-
rétta oft með góðra manna ráði á sam-
kundum, prestastefnum og öðrum sam-
komum, þá fellur margt undan, (ég segi
fyrir minn veikleika) það sem annars
væri nóg nauðsyn til að umtala, og þó
sumtsétalað nóguberlega, þávinnur það
lltiðáhjá nokkrum,þar fyrir neyðist ég til
með mlnu opnu bréfi að auglýsa vilja
minnar embættis skyldu, og samantaka
nokkra artíkúla, þá sem mér þykir helst
leiðréttingar viðþurfa i ýmsum stöðum,
þvl ei finnst þetta aUt I einni fyrstu eður
öllum (Guðiséuþakkir) heldurkjöri ég að
hvör og einn taki það eina upp og að sér,
sem hann finnur og reynir helst hefur
brest I hans umdæmi, og stundi til fyrir
guðs náð að það sama verði leiðrétt og
sem flestu illu timanlega aftrað, svo vér
séum ekki Tyrkjum og Heiðingjum verri,
i þessu góða réttkristna friðlandi, og yður
bið ég huglátlega, þér sem settir eruð I
guðs stað, fósturfeður I veraldlegum
stéttum, og brjóstmæður guðs safnaðar,
að þér vorkynnið mér þá þetta heyrið og
virðið á besta veg, en takið yður minn
hreinan og trúarlegan tilgang til hjarta,
látið guð verða dýrðina, söfnuðinum
gagnið, en yöur sæmdina. Guð bið ég af
öllu hjarta að hjálpa þar tii kröftuglega.
1 fyrstu þá veit hver maður að klaga,
eins og uppi himininn, að landið gangi af
sér, fátæktin vaxi, atburðirnir minnki,
hörðu árin f jölgi, landplágurnar aukist og
margfaldist, ein eftir aðra, fáheyrð ótíð-
indi heyrist svo vlöa, og allrahanda ógnir
yfir oss standi, og þetta er alltsaman satt,
svo það hljóta guðs börn með hjartans
angri og þoKnmæði að liða, en guðlausir
með sárri skelfingu samviskunnar að
viðurkenna, en fáir gæta að þeirri réttu
orsök til allrar sllkrar ólukku sem er
þessi, að þar er litill eða enginn guðs þótti
hjá mörgum, hærri og lægri, yngri og
eldri, hvernig má þar þá vera nokkur til-
heyrileg elska guðs? Þar af kemur van-
rækt guðs orðs, óvirðing og foröktun
sakramentanna, fyrirlitning prestanna,
blót og eiðar, fals og svik, vanhelgun
hvildardaganna, óhlýðnir undirsátar,
ójöfnuöur, yfirgangur, og öll skapillska,
illtsaurlifi, bölvuðágirni, baktal og lestir,
um siðir öll ólukka endalaus i helviti, ef
ekkier gjört i tima, og þessuveldur nokk-
urn part vor eigin vanart, og meðfædd
ónáttúra, og að nokkru leyti huglausir og
hirðulausir sálusorgarar, lika einnig
ræktarlausir, ógætnir og illa ráðnir for-
eldrar, og enn þá stjórnarlausir hrepp-
stjórar, og að siðustu agalausir yfirvalds-
menn, sem aldrei straffa með einu orði
prestanna, foreldra og sllka hreppstjóra
sem segir, enn siður nokkurn af almúgan
um sem klagaöir verða fyrir þeim að ekki
verða fyrir þeim að ekki hlýöi áminning-
um prestanna, sllkir valdsmenn eru
ótimanlega miskunnsamir, og verða
sllkrarstjórnunar ekki velbekenndir fyrir
þeim hæsta dómara. Nokkrir af fátækum
förumönnum eiga að vera svo aumir, að
þeir geti ekki verið I kirkjunni um emb-
ættið, og ekki færir að liða straff á
likamanum, eruþviekki húsin til þar sem
lesið er guðs orð á veturna, og þó eru þeir
þar ekki eða fara sumir I burtu þaöan,
þegar lesa skal, ef þeir eru sjálfráðir, er
ekki loftsins hita á sumrin við kirkjunnar
að vera? Þó fara nokkrir sem flytja sig
undan embættinu til næsta bæjar, mun þá
Tyrkinn eða andskotinn um síðir ekki
verða að straffa sllka guðs orðs foröktun?
Þvi ekki tala ég um þá sem fyrir nóga
nauðsyn verða þess án að vera. Og fyrst
það er ekki nóg aö vér prestarnir sjáum
um þetta, þó er veraldlegri valdstétt ráð-
legt og mál komið að gjöra hér nokkuð
við, ef þeir vilja ekki láta guðs heilaga orö
hatast öldungis burt úr landinu eftir spá-
mannsins orðum, einum Hoseam, St. Páls
I báðum þeim pistlum til Corinthios, þar
um eru einnin opinber Kongl. Majts
mandat i ordinantiunni og annars sér I
lagi. Ef þér eigið ekki að ganga eftir þessu
með þeim andlegu, þá veit ég ekkihver?”
4
Þessi kafli úr umburðarbréfi Gisla
biskups Oddssonar lýsir vel hugsunar-
hætti leiðandi manna á íslandi á fyrri
hluta 17. aldar, og hvernig þeir litu á
harðindin og aðra óáran. Tyrkir gerðu
árás á Island eins og kunnugt er árið 1627
og rændu hér fólki og góssi. Astandið úti I
Evrópu var llka mjög bágborið. Þrjátiu-
árastriðið var i algleymingi, ógnir þess
voruhræðilegar, og hefur minn menntaði
og ráðholli Skálholtsbiskup, verið vel vit-
andi um atburði og atvik þeirra.
Skoðanirnar er koma fram i fyrr-
greindu bréfi eru merkari fyrir það, að
Gtsli biskup Oddsson var velmenntaður
maður, og var einn af fyrstu mennta-
mönnum þjóðarinnarer komst I snertingu
við náttúruvisindi endurreisnartímans.
Hann ritaði nokkuð um náttúrufræöi Is-
landsá latinu, ogeru frásagnir hans hinar
merkustu, þó þær séu blandnar skoðunum
steytjándualdarmanna.
En Gisli biskup Oddsson varð skamm-
lifur. Hann varSkálholtsbiskup frá 1632 til
dauðadags 1638. Sumt af þvi er kemur
fram I ritum hans, er einmitt mótað af
viðhorfum hallærisáranna, og blandið
aukinni hjátrú af þeirra sökum og við-
horfum siðskiptamanna á Islandi, sem
ekki voru alltaf sem raunhæfust.
Hallærisáriná fyrri hluta 17. aldar uröu
mjög áhrifamikil i Islenskri sögu, og hafa
vorharöindi aldrei markað eins djúp spor
i sögu þjóðarinnar. Mann- og skepnufellir
varö almennur viöa um landiö og olli
hryllilegum vandræðum, en annað verra
fylgdi I kjölfarið og markaöi mjög viöhorf
og liísbaráttu kynslóðanna á komandi ár-
um. Að því verður vikið i næstu grein.
Framhald.
9