Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 16

Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 16
Ku Klux Klan Framhald af 14. si&u. um borgiua og margar feröir umhverfis heimili borgarstjórans. — Hann verður að fá að vita, aö það leikur sér enginn að þvl að ergja Klan-mennina, sagði Ray Stella, Kian-foringinn i bænum. — Ef hann vill komast yfir vopnin okkar verður hann bara aö koma og ná I þau sjálfur. Mikill liðsafnaður lögreglunnar varð I sambandi við mótmælaaðgerðir þessar, en enginn gerði neitt, þrátt fyrir þaö aö hér væri veriö að brjóta lög. Einstaka lög- reglumenn veifuðu meira að segja glað- lega til nokkurra Klan-félaga. Svo geröist það, að svertingi var tekinn fastur fyrir búöarþjófnaö. Svertingjar ætluðu að loka verzluninni i mótmælaskyni, en þá dreif aö nokkur hundruö vopnaðra grimu- manna, sem umkringdu mótmælendurna. Lögreglan birtist einnig á staðnum, en gerði þó litið til þess aö dreifa hinum vopnuðu mönnum. 1 Alabama var negri dreginn fyrir rétt, sakaður um að hafa nauögaö hvitri konu. Fjöldinn allur af svertingjum kom sér fyrir í tjaldi fyrir utan réttarsalinn i mót- mælaskyni. Það varö til þess aö Klan-ið var kallað út með vopn sin og viöbiínaö. Svertingjaprestur, sem mótmælti dómn- um, var dreginn inn I einn af bilum *© Klan-manna, fluttur út fy rir bæinn og út I skóg, þar sem honum var sleppt eftir að hann hafði verið barinn og sparkaö I hann. Ef negrar farai mótmælagöngur fylgja bllar Klan-manna þeim eftir, og athugaö er gaumgæfilega, hverjir taka þátt I göngunni. Næstu nótt mega þátttakendur eiga von á þvi', aö gerð verði skotárás á hús þeirra. En hefndarráðstafanir og valdbeiting nær ekki einungis til svertingjanna heldur einnig til þeirra, sem taldir eru vinstrj- sinnaðir. Tveir félagar I vinstrisinnuðum hópi i Atlanta, sem tekiö höfðu þátt I kröfugönguum aukin mannréttindi, urðu fyrir skotárás, en síöan voru þeir dregnir út úr bllum slnum og þeir barðir. 1 Crossville i Tennessee glampar á log- andi krossinn að næturlagi og menn llma miöa á verzlunarglugga, þar sem á er ritaöiKu Klux Klan hefur auga með þér. Allt bendir til þess að lögreglan vilji ekki eða geti ekki stjórnað og haft hemil á vaxandi árásarvilja Klanmanna. Ef til vill er ástæðan sú, aö margir af helztu lög- reglumönnum Suðurrikjanna eru sjálfir félagar i Ku Klux Klan. í Marshall i Ala- bama hefur það meira að segja gerzt, að lögreglustjórinn i borginni hefur mætt til fundar með grímuklæddum Klön-mönnum og haldið ræöu, þar sem hann þakkaði þeim fyrir „aðstoð þeirra við að halda uppi lögum og reglu...” Þfb NÆGTA HORN SAUMAÐ MEÐ KROSS SAIHVH Þetta litla einfalda nægta- horn er fallegt að sauma út, og það gefur óendanlega mögu- leika, vegna þess að það er hægt að nota það á svo marg- vislegan hátt. Þú getur saumað það í litinn borðdúk í vasaklútshorn og svo má gjarnan nota það í púða ef þú færð þér nægilega gróft efni svo það stækki mikið. Líka má setja niður fleira en eitt horn á víð og dreif í púða úr fínna efni. 16

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.