Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.07.1979, Qupperneq 21

Heimilistíminn - 12.07.1979, Qupperneq 21
4€ Japönsk fjölskylda viö minnismerki fórn- arlamba kjarnorkusprengjunnar. shima til þess að fræðast þar um það, sem geröist árið 1945. Ferðamannastraumurinn til borgarinn- ar á ekki hvað sizt rætur sinar að rekja til hinar sérstöku sögu hennar. Flestir eru ferðamennirnir japanskir. Aðeins 5% eru útlendingar, og þá aðallega Banda- rikjanfienn og Rússar og siðan fólk frá hinum ýmsu Asíulöndum. — Á meðan við lifum á atomöld reikn- um við með að straumurinn muni heldur aukast, segir Araki. Takeshi Araki hefur undanfarin rúm tuttugu ár barizt fyrir afvopnun og banni við notkun kjarnorkuvopna og tilrauna- sprengingum. Borgarstjórnin I Hiroshima hefur 151 sinni mótmælt opinberlaga til- raunasprengingum k jarnorkuveldanna, og Araki hefur mörgum sinnum heimsótt Sameinuðu þjóðirnar i New York til þess að vara menn þar viö vopnakapphlaupinu i heiminum. — Það er ekki hægt að tala um varan- legan frið fyrr en atomvopnin hafa veriö lögð til hliöar. Svo lengi sem þessi vopn eru fyrir hendi er öryggi allra þjóöa heims ógnað. Ef til þess kæmi, að skylli á kjarnorkustyrjöld myndi hún ekki ein- ungis snerta þær þjóðir, sem fyrst tækju þátt i henni, heldur einnig mörg önnur lönd, segir Araki, sem dregur ekki dul á það, að hann hefur orðið fyrir vonbrigðum með áhugaleysi Bandarikjamanna og Sovétmanna til þess að stöðva vigbúnað- arkapphlaupið. Herstöð fyrir keisaraherinn Hiroshima liggur við Ohta-ána og er vel i sveit sett á margan hátt. Veðráttan er mild, og úrkoma i meðallagi mikil. Utan við borgina eru frjósöm landbúnaöarhér- uð, sem sjá hinum stöðugt vaxandi fjölda bor.garbúa fyrir kjöti, korni og grænmeti. 1 sjónum rétt utan við Friðarborgina eru veiddar um 20% allra ostra, sem Japanir borða eða flytja úr landi. Það var lénsmaðurinn Mohri Teru- moto, sem uppi var á 16. öld, sem stofnaði Hiroshima og gaf borginni nafn. En það var ekki fyrr en i lok 19. aldar, sem stað- urinn fékk borgarstjórn, en þá var þarna orðinn svolltill verzlunarstaður. 1 siðari heimsstyrjöldinni var Hiro- shima mikil herstöð, og miöstöð fyrir japanska hermenn, sem tóku þátt I strið- inu gegn Kina. Þar viö bættist svo, að mikill hluti vopnabirgða keisarahersins var geymdur i Hiroshima. Þess vegna var ekkert undarlegt, þótt borgin yrði fyrir valinu, þegar ákveðið var að varpa atom- sprengjunni. 1 Hiroshima fyrr á árum var mikill hús- næðisákortur, og göturnar voru svo þröngar, að erfitt var að komast þar leið- ar sinnar. Skipulagsfræðingar eftirstriðs- áranna hafa lagt mikla áherzlu á að gera. ekki sömu vitleysurnar, þegar borgin hefur verið endurreist. Þess vegna eru göturnar nú á dögum i Hiroshima breiðar og vel skipulagðar. Einnig er þar mikið af nýtizkulegum ibúðarhúsum — fjölbýlis- húsum — sem setja svip sinn á borgina. Þó halda sumir þvi fram, að skipulags- fræðingarnir hafi ekki séö nægilega vel fyrir, hversu ör fólksfjölgunin myndi verða I borginni. Fjölmargir kvarta und- an þvi, hversu geysileg umferðin sé I borginni, og að listi yfir þá, sem biða eftir að fá húsnæði lengist stöðugt. 1 Hiroshima eru fjölmörg stórfyrirtæki, en þó ber tvö þeirra hæst Mitsubishi og Toyo Kogyo (Mazda), sem hafa dregið að sér fólkið eins og segull stál. (íslendingar kannast vist mætavel við bæði þessi fyrir- tæki úr fréttum og af eigin raun). Vandamál iönaöarins Mitsubishi — þungaiðnaðarfyrirtæki, sem framleiðir allt frá vopnum I tankskip, hefur undanfarin fjögur, fimm ár aöeins notað þrjá fjórðu véla sinna vegna þess, hve fjárhagsvandræðin eru mikil i heim- inum. Mörg þúsund Mitsubishi-verka- menn hafa þess vegna verið neyddir til þess að finna sér störf annars staöar. Bilaverksmiðjan Toyo Kogyo (Mazda) hefur ekki orðið fyrir neinum verulegum skakkaföllum þessi erfiðu ár, og stjórn fyrirtækisins getur nú státað af þvl, að framleiöslan er komin fram úr þvi sem hún var árið 1973, en það var þá sem fór heldur að halla undan fæti hjá japönskum iðnfyrirtækjum. Flestir þeir verkamenn, sem settir voru út i kuldann, áriö 1973, þegar hinir erfiðu timar hófust, hafa getað útvegað sér aðra vinnu. En mitt i hinni greinilegu velmeg- un er enginn vafi á að I borginni eru enn fjölmargir atvinnuleysingjar. Svo er annar hópur manna i Hiroshima, sem hefur þaö heldur ekki sérlega gott. Meira en þrjátiu árum eftir sprenginguna árið 1945 eru enn þúsundir sem þjást af andlegum og likamlegum örkumlun sem þeir fengu þennan hræðilega dag. Afleið- ingin er sú, að borgaryfirvöld verða aö leggja til hliðar hærri prósentu fjárhags- áætlunar sinnar til heilbrigöis- og félags- mála, heldur en nokkur önnur japönsk borg. Fyrir nokkrum árum var Hiro- shima útnefnd nokkurs konar munstur- borg fyrir alla þá, sem ekki ganga heilir til skógar. Araki telur að þessari viður- kenningu fylgi sú skylda, aö auka stööugt framlag og þjónustu við þetta fólk. — Ég held mér sé óhætt að segja, aö við höfum hugsaö vel um fórnarlömb atom- sprengjunnar, þrátt fyrir það að róðurinn hafi verið erfiður I byrjun, segir Araki. Framhald á25. siöu. 21

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.