Heimilistíminn - 12.07.1979, Síða 22

Heimilistíminn - 12.07.1979, Síða 22
varalitinn i hendinni — hvernig stóð á þvi að hún hafði ekki munað eftir að láta hann fá lykil. Hann yrði hann að fá strax — og hvernig ætli honum litist nú á hana i marglitum kjólnum, sem hún hafði ekki farið i svo lengi. Hann var blár, grænn og hvitur, og með gamaldags breiðum hvitum kraga: Hún var viss um, að honum fyndist hann fallegur, og þó... Hún opnaði með eftirvæntingarfullt bros á vörum. En fyrir utan stóð Carl Johann og brosið dó á andliti Katarinu um leið og hún sá hann. — Hvað vilt þú? spurði hún og horfði fjand- samlega á hann. — Ég hef ekki tima til að tala við þig. —Ertu að fara út? spurði Carl Johan. — Eða eru gestir hjá þér? Ég verð að fá að tala við þig það er mjög áriðandi. Hann greip i handlegginn á henni og Katarina gaf frá sér svolitið óp. — Slepptu. Ertu vitlaus — komdu þér i burtu! Hún reyndi að loka dyrunum, en Carl Johan setti fótinn á milli og það var örvæntingar- svipur i augum hans. — Katarina sagði hann biðjandi röddu. — Þú verður að hlusta á mig...! Það er um þig — það getur ráðið öllu um þitt eigið öryggi eða jafnvel lif þitt og þá... í ákafanum hafði hann ekki heyrt að lyftan var á leiðinni upp og hann heyrði heldur ekki þegar hún stöðvaðist á hæðinni. Hann tók ekki eftir þvi að lyftuhurðin opnaðist fyrir aftan hann. Katarina heyrði bæði og sá. Yfir öxl Carls Johans sá hún kunnuglegan skuggann af likama Rolands og hún andvarpaði af fegin- leika. Roland skildi lyftudymar eftir opnar og læddist eins og köttur að manninum, sem stóð við dyrnar hjá henni. Eitt augnablik skein ljós- ið i ganginum framan I Roland og feginleikinn hjá Katarinu breyttist i hræðslu. Hún las ekkert nema vonzku úr svip hans. Hún sá hatur, hvitglóandi hatur... Roland sagði ekkert. Hann skildi ferðatösk- una eftir við lyftudyrnar og tók siðasta stigann upp til Katarinu i tveimur skrefum. Carl Jo- han, sem hafði sett annan fótinn inn fyrir dyrn- ar og horfði á Katarinu, heyrði ekki til hans og kom hann honum þvi algjörlega að óvörum. Roland greip i öxl hans og sveiflaði honum i hring, og um ieið greip Katarina fyrir munn sér með báðum höndum, til þess að kæfa ópið, sem hún hafði ekki getað stöðvað. Eitt augna- blik hélt hún, að Carl Johan myndi steypast yf- ir stigahandriðið, og þá hefði hann fallið nokkra metra niður, áður en hann hefði lent á næsta stigapalli — en honum tókst að ná taki á handriðinu og ná jafnvægi á nýjan leik. — Komdu þér i burtu, öskraði Roland, — og hættu að snuðra hér i kring og ergja Katarinu! 22

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.