Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 24

Heimilistíminn - 12.07.1979, Page 24
hafa reynt að hjálpa Thomasi, en hvaða sönnun hafði hún fyrir þvi, að hann væri ekki sjálfur i eiturlyfjunum? Hann virtist vita svo vel, hvernig þetta gekk allt fyrir sig, og hann hafði spurt hana svo undarlegum spurningum þarna um kvöldið — spurt hana, hversu mikið hún vissi um eiturlyfjaneyzlu og einnig talað um, hversu óskemmtilegt væri að fylgjast náið með eiturlyfjaneytendum... Katarina sagði Roland ekki frá þessum hugsunum sinum, en smátt og smátt varð hún sannfærð um, að skýringin væri ekki svo fjarstæðukennd. Roland vildi greinilega ekki heldur tala um þetta óskemmtilega atvik. Hann gekk inn i stofuna, og þar stóð dúkað borð við gluggann, og hún heyrði hann taka tappa úr vinflösku. Eftir nokkur augnablik gekk hún á eftir honum inn i stofuna. Seint um daginn hringdi siminn, og Roland benti Katarinu að svara ekki, heldur svaraði hann sjálfur. Hann sagði nafn sitt. Hann hlust- aði i nokkrar sekúndur og lagði svo tólið á aft- ur, og brosti smávegis. Katarina hafði ekki einu sinni áhuga á að spyrja hann, hver þetta hefði verið. Hún sat kyrr i sófanum, afslöppuð og hin hamingjusamasta. Hann var kominn heim aftur. Sunnudeginum eyddu þau hjá Elsu, og borð- uðu með henni. Elsa var eitthvað öðru visi en hún átti vanda til. Hún var þögul og utan við sig, og það voru dökkir baugar undir augum hennar. Katarina spurði hana, hvort hún væri veik, og Elsa fór undan i flæmingi, en viður- kenndi þó að lokum, að hún væri með höfuð- verk. Hún var farin að fá hann mun oftar en áð- ur. Kannski væri rétt hjá henni að fara til læknis, en hún vonaði þó, að þetta liði hjá af sjálfu sér. Katarina hafði tekið eftir þvi, að hún var svolitið undarleg svona annað slagið. Það hlaut að stafa af höfuðverkjaköstunum. Katarina hafði ekki gert sér grein fyrir þvi fyrr en Elsa benti henni á það, en næstu daga á eftir var Elsa þögulli en hún átti vanda til, og þegar hún sagði eitthvað var það sagt með stuttaralegum tón, og um leið þrýsti hún lófun- um að gagnaugunum. — Þú verður að hringja i einhvern lækni, sagði Katarina, alvarlegri röddu. — Gerðu það nú fyrir mig, hringdu. Þetta batnar ekkert við að biða svona. — Ef til vill ekki, sagði Elsa. Svo brosti hún dauflega og bætti við: — Það er fallegt af þér að taka eftir þvi, hvernig mér liður — þú hefur vist um nóg ann- '24 að að hugsa þessa stundina. Katarina roðnaði, enda var það rétt. Daginn áður hafði Roland stungið upp á þvi aftur, að þau giftu sig, en hún hafði ekki viljað gefa hon- um ákveðið svar. Hjónaband—vissulega höfðu þau Göran trúlofazt, en það var nú dálitið ann- að. Þar að auki var Katarina að velta þvi fyrir sér, hversu mikil áhrif foreldrar hennar og skoðanir þeirra hefðu á hana. Þau Göran höfðu einfaldlega trúlofað sig. Þau höfðu dag nokk- urn gengið fram hjá gullsmiðabúð, og fóru þar inn og mátuðu hringa, og þar með var þvi lokið. Þetta hafði engu breytt fyrir henni. Eða hvað. Vist hafði það gert það. En svo var lika til önn- ur hlið á málinu. í gær hafði Roland stungið upp á þvi, að þau giftu sig eins fljótt og hægt væri. Þau skyldu ganga i borgaralegt hjóna- band, t.d. i Sænsku kirkjunni i Kaupmanna- höfn, og fara svo i stutta brúðkaupsferð t.d. til London. Þau gætu lika farið til Parisar, og þá gætu þau látið gifta sig i sendiráðinu þar. Kata- rina hristi höfuðið. Eitt vissi hún fyrir vist. Hún vissi að mamma og pabbi myndu aldrei fyrir- gefa henni, ef einkadóttir þeirra færi og léti gifta sig einhvers staðar i útlöndum. Enda þótt trúlofun þeirra Görans hefði verið svona ein- föld — og leynileg, þá hafði aldrei komið til greina annað en þau héldu mikla brúðkaups- veizlu, þegar hann kæmi til baka. Nú vildi Katarina ekki lengur hafa svo stóra veizlu og allar gjafirnar og gestina. Hún hafði svo sem ekkert á móti borgaralegri hjónavigslu i friði og ró, en hún vildi að foreldrar hennar væru nærstaddir. Hún ræddi málið við Elsu, vegna þess að hún hélt, að Elsa myndi skilja hana og sjónarmið hennar eins og venjulega, en henni til mikillar undrunar dökknaði svipurinn á andliti Elsu og hún svaraði um hæl: — En hvers vegna i ósköpunum ættuð þið að vera að biða? Það eruð þið, sem ætlið að gifta ykkur en ekki foreldrar þinir. — En Elsa...? byrjaði Katarina, og rödd hennar var svolitið hás af vonbrigðunum. Elsa greip þegar um höfuðið með báðum höndum og muldraði: — ó, fyrirgefðu elskan min. Kannski hef ég verið leiðinleg. Höfuðið á mér....Hvers vegna ættuð þið að biða? endurtók hún, en nú var röddin mun bliðlegri en áður. Þið Roland eruð eins og sköpuð hvort fyrir annað, og það er heldur ekki rétt af ykkur að búa svona sam- an...já, éger að velta þvi fyrir mér, hvað móðir þin muni segja um þetta....

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.