Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.07.1979, Qupperneq 28

Heimilistíminn - 12.07.1979, Qupperneq 28
HNEFA- RÉTTUR þetta?” ,,Hann sagöi aöeins, aö Sig- mundur i Bakkabæ hafi veizt svona aö sér fyrir aö taka nokkra rabbarbaraleggi á litlum bletti, sem hann þdttist eiga og Hilmar vissi ekkert uin. Rabbarbarinn var nefni- lega allur I órækt”. Heimspekingurinn skaut inn í: ,,Svo vel þekki ég Hilmar, aö ég veit aö hann hefur ekki gert þetta viljandi. Karlinn hann Sigmundur, þykist eiga hverja þdfu I þorpinu sem er utan giröinga og er í útsýni frá bænum hans. Hann er kol- vitlaus á geösmunum og þolir ekki krakka nálægt sér”. „Ég er sammála Heimspekingnum”, mælti Nonni. „Þaö er alveg ófyrir- gefanlegt hvaö Sigmundur kemur yfirleitt illa fram viö okkur krakkana, meö hroka og yfirgangi. Hann imyndar sér alltaf, aö allir séu uppi á móti honum”. Nonni sleit upp litla brenni- sóley i fáti og var oröinn æstur. Hinn mikl* hlaupasigur óla virtist ætla aö falla i skuggann fyrir þessum nýju fréttum. óli horföi alvörugef- inn á strákana og Heimspekingurinn fór aö gapa aö nýju. „Mér segir svo hugur”, sagöi hann „aö nú fái klikan ærinn starfa. Nú, einmitt þegar fariö er aö rökkva og haustmyrkriö er samvinnu- þýtt”. Nonna kitlaöi af spenningi og hann spuröi ofurlágt: 28 „Einhver hugmynd aö fæöast?” Óli hló meö tilgeröarhlátri. ,,Viö látum okkur sjá. Ég biö ykkur aö koma heim til min eftir kvöldmat og þá út- skýri ég hugmyndir minar”. Athygli strákanna varö beint aö sveitarstjóranum, sem kallaöi yfir iþróttasvæö- iö: „ólafur Sigurösson, er beö- inn aö koma hingaö upp á verölaunapallinn og taka á móti fyrstu verölaunum. óli tók á rás aö pallinum, þar sem sveitarstjórinn beiö meö gull, silfur og bronspen- inga I höndunum. Aöur en hann afhenti þá, hélt hann stutta ræöu um hina miklu keppni, sem var nýafstaöin. Hann sagöi, aö I fámennri 500 manna byggö cins og Eiriks- strönd væri nauösynlegt aö ungmennin ræktuöu mikiö iþróttir, þvi þaö geröi þau hæf- ari til forystuhlutverka I byggöarlaginu siðar meir. Þó var ekki aö sjá, aö sveitar- stjórinn sjálfur væri iþrótta- mannlega vaxinn, litill vexti og meöstóra bumbu framan á sér. Hann afhenti siöan verö- launin, og var sigurveg- urunuin fagnaö innilega. Heimspekingurinn, sem heföi getaö haft úrslit hlaupsins I höndum sér, klappaöi eins og hann ætti lifiö aö ieysa, og Nonni blfstraöi af öllum mætti. — Síöan var öllum keppendum boöiö I miödegis- kaffi heim tii sveitastjórans. Hilm ar var einu ári yngri en bróöir hans, 11 ára gamall, og var talsvert Hkur honum I út- Bti. Þaö kom oft fyrir, aö fúll- orWö fólk villtist á þeim. Hann var dökkur yfirlitum og svip- hreinn og haföi skærblá augu. Margar stelpur voru ákaflega skotnar I honum, en hann kæröi sig ekkert um þær. Þær töluöu aldrei um annaö en dúkkur og barnavagna alla daga, og þaö var fjarri hans áhugamálum. ...Hilmar haföi svo sannar- lega fengiö aö kenna á hnefum Sigmundar. Fyrir algjöra óheppni haföi hann ruöst inn I konungsrlki hans og tekiö nokkra rabbarbara góöum tökum. Hann haföi ekki hug- mynd um, aö Sigmundur ætti þessar gersemar, enda var svæöiö ógirt nálægt rófugarði ,sem hann átti. Karlinn kom aö honum meö fullt fangiö af rabbarbara og var auösýnilega mikiö niöri fyrir. Hann var meö lang- dregiö yfirvararskegg, langt og hvasst nef, gisnar og skemmdar tennur og köld grá augu. Hann var grannleitur og litill vexti, haföi svarta der- húfu til aö hylja skallann meö og var á milli sextugs og sjötugs. Hann veifaði öllum skönkum út I loftiö og veinaöi: „Hvaö ert þú aö gera á mlnu landi, skömmin þln. Viltu bara gjöra svo vel og hypja þig heim til þin, áöur en ég næ I hreppstjórann”. Hilmari brá aö vonum illa viö og sleppti rabbarbaranum. „Ég haföi þvi miöur ekki hugmynd....’ „Haföiröu ékki hvaö? Þú ættir nú bara aö skammast þln, bölvaöur þrjóturinn, og láta þetta ekki fréttast”. Sigmundur var svo óöa- mála, aö hann froöufelldi um leiöog hann talaöi. Hilmar var ekki á þvi aö gefast upp. „Ég hélt aö enginn hirti rabbarbarann, mér sýndist hann allur vera I órækt. Þú gast I það minnsta girt svæöiö af, eöa þá sett hér upp skilti meö eiginhandaráritun þinni og ljósmynd”. Sigmundur ógnaöi honum meö staf, sem hann var meö viö höndina. „Þú afsakar þig eins og allir hinir”, galaöi hann. „Þú ættir bara aö þegja og leggja annað I vana þinn.en aö brúka kjaft viö þér gáfaöra og eldra fólk. Læriröu enga mannasiöi lieima hjá þér”. Hilmari blöskraöi og blá augu hans skutu gneistum. „Þú hlýtur aö vera meö liland I hausnum”, hrökk aUt I einu út úr honum. Það varö til þess aö Sig- mundur missti algjörlega stjórn á skapi sinu. Hann sleppti stafnum og þreif til Hilmars og náöi aö taka háls- taki á honum meö vinstri hendi. Slöan löörungaöi hann með þcirri hægri. „Láttu þér þetta aö kenn- ingu veröa”, skrækti hann eins og móöursjúk kerling. „Þaö er aldrei stundlegur friöur fyrir ykkur pottorm- unum. Hann Sigmundur Stcfánsson er nú oröinn þreyttur á þessum þjófnaöi.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.