Heimilistíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 12.07.1979, Blaðsíða 32
Bernhard Stokke 21 STROKUDRENGIRNIR Þúðing: SIGURÐUR GUNNARSSON nú var farið að rigna töluvert féllu þeir fyrir freistingunni. Það var vissulega mikils virði að hafa þak yfir höfuðið ef eitthvað rigndi að ráði. Halli varð mjög undrandi eins og nærri má geta þegar Villi tók margs konar matvörur upp úr pokanum: brauð, smjör, stóra spegilpylsu, niðursuðudós og súkkulaðipakka. ,,Þú ert nú meiri karlinn Villi, — þú ert bara orðinn forhertur innbrotsþjófur”. ,,Já, sagði Villi hreykinn, „það var nú ein- mitt vegna þess að mér var komið fyrir á uppeldisheimilinu, — vegna skrópa i skólanum og innbrots. Ég skrópaði þann daginn sem við áttum að hafa áttunda boðorðið”. „Attunda?... Þú átt við það sjöunda”. „Já segjum þá sjöunda... Þú ert nú alltaf svo nákvæmur... En heyrðu Halli, — af hvaða ástæðum var þér komið þar fyrir? Braut ekki einhver strákahópur glugga i járnbrautar- vagni þegar lestin ók fram hjá? Þú hafðir vist verið þar með — eða var það ekki? Halli roðnaði. „Og svo áttirðu vist erfitt með að rat'a i skól- ann eins og ég, — eða var það ekki? ’ ’ „Við höfðum svo leiðinlegan kennara”, sagði Haiu. . afcke „Já einmitt,var það ástæðan”, sagði Villi og ræskti sig. f,^ ^ ^ „Nú verður annar okkar að halda vörð”, sagði Halli — það er bezt að þú sófnir fyrst Villi”. En svo bætti hann allt í einú við: „Ég sá að það brá fyrir ljósi þegar þú varst inni i búðinni. Hvað var það eiginlega?” „Já, það er hérna,” svaraði Villi, tók upp vasaljós, kveikti á þvi og lét ljósgeislann falla á vegginn. „Gáðu að þér, drengur, þetta gæti komið upp um okkur”, sagði Halli og varð undrandi og smeykur i senn. Og ekki brá honum minna þegar hann sá að Villi tók upp sigarettupakka og eldspýtur og kveikti i. „Þú ert kjáni að vilja ekki reykja”, sagði hann borginmannlega. Halli þagði. Hann minntist leiðindanna vegna tóbaksneyzlu Villa á uppeldisheimilinu. Villi henti sigarettustubbnum út um glugg- ann hreiðraði um sig i gömlu heyi og sofnaði samstundis. Halli settist hins vegar i eitt horn hlöðunnar og hélt vörð, með þvi að horfa út um rifurnar á veggnum. Það var vel hugsanlegt, að einhver eða einhverjir kæmu út úr skógin- um, og héldu til hlöðunnar. Hugur hans var bundinn við lögregluþjóna og sýslumenn, yfir- heyrslur og fangelsun. Hann hafði aldrei heyrt, að sporhundar væru notaðir til að leita að drengjum, sem strykju. En nú höfðu þeir gert sig seka um innbrot. Og það var alls ekki óhugsandi að lögreglan beitti sporhundi á slóð þeirra frá verzluninni. Enginn gat vitað hvers konar afbrotamenn höfðu verið þar að verki. Annars... hannleit á skóna þeirra... annars gat þá vafalaust grunað það ef þeir veittu þvi at- hygli að tvennir skór væru horfnir... En án skónna hefði verið algjörlega vonlaust að þeir kæmust nokkuð áfram. Þeir yrðu að ganga margar milur áður en þeir þyrðu að gefa sig . fram og spyrjast fyrir um vinnu. Blöð og simi múndu nú hafa tilkynnt það um allt nágrennið, að þeir hefðu strokið, og þeir yrðu strax grunaði um græsku ef þeir gæfu sig fram. Regnið fór vaxandi, og þoka byrgði sýn til skógarins öðru hverju. Svalur og rakur vindur næddi inn um rifurnar i hlöðuveggjunum. Halli var i þungum þönkum, þreyttur, illa til reika, og engan veginn of bjartsýnn á, að þeim mundi takast að flýja úr nágrenninu. „Farðu að sofa drengur”, kallaði Villi til hans eitt sinn, er hann vaknaði skyndilega og leit upp. En svo sofnaði hann strax aftur. 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.