Heimilistíminn - 12.07.1979, Qupperneq 33
Halli fór úr skónum og tók að gera nokkrar
leikfimiæfingar til að halda á sér hita. Varð
honum þá brátt ljóst, að hann var orðinn harla
þreyttur.
Villi vaknaði nú að fullu, áður en langur timi
leið, hristi af sér heyið, kveikti sér i sigarettu
og leysti Halla af verðinum. Hann horfði ein-
beittur út um rifurnar.
,,Ef einhverjir ráðast á virkið, verjum við
það til siðasta manns”, sagði hann borgin-
mannlega. ,,Annars hef ég enga trú á þvi, að
nokkrir séu úti i svona ógeðslegu veðri”. Og
eitthvað þusaði Villi meira. En þegar
hann loksins hætti, heyrðist bara regnið, sem
glumdi á þakinu og streymdi niður og svo
gnauðið i vindinum.
En þegar Halli vaknaði, var „virkið” þvi
miður gæzlulaust. Varðmaðurinn svaf vært i
einu horninu, löðrandi i súkkulaði kringum
munninn. Halli horfði kviðafullur út, áður en
hann vakti hann.
,,t>að kom ekki nokkur lifandi maður”, sagði
Villi sér til afsökunar. ,,Annars er ég orðinn
hræðilega þyrstur”.
Þeir hættu á að fara út og drukku úr pollun-
um, sem myndast höfðu af regninu, sem rann
niður af þakinu, og jafnframt skullu stórir
dropar á hnökkum þeirra. Siðan skemmtu þeir
sér nokkra stund við þð að kasta hnifum sinum
i fúna fjöl, sem þeir fundu á gólfinu. Þeir voru
svo gagntenir af leik sinum, að þeir hirtu
minna og minna um að horfa út og fylgjast með
mannaferðum.
ooo 00 ooo
Þrir menn i regnkápum námu staðar undir
stóru grenitré, skammt utan við girðinguna og
horfðu yfir til hlöðunnar gömlu. Var nokkur
ástæða til að þeir athuguðu hana? Jú, eiginlega
höfðu þeir nú farið hingað upp i hliðina, til þess
að athuga hana, þó að það væri alls ekki liklegt,
að drengirnir hefðu gerzt svo djarfir að hafa
þar dvalarstað. En það var hugsanlegur mögu-
leiki, og þvi rétt að koma þar við. Þeir höguðu
þannig verkum, að einn þeirra var kyrr um
stund, en hinir tóku á sig töluverðan krók. Að
tiu minútum liðnum ætluðu þeir svo að koma
samtimis að hlöðunni úr þremur áttum, til
þess að hindra, að drengirnir kæmust undan, ef
hugsazt gæti, að þeir væru þar.
Að þessum tima liðnum hittust þeir allir við
hlöðuna, án þess að hafa orðið nokkurs varir.
En nú litu þeir nánar i kringum sig. Einn
þeirra fór upp á hlöðubrúna og opnaði dyrnar
þar. Annar opnaði vindaugað niðri og sá þriðji
gekk meðfram hlöðunni.
,,Hér er allt tómt og áreiðanlega ekkert lif-
andi kvikindi”, sagði sá, sem leit inn um vind-
augað niðri.
,,Ég finn hér tóbakslykt”, sagði sá, sem var
upp á hlöðubrúnni.
,,Hér hafa vissulega einhverjir verið ný-
lega”, sagði sá þriðji”, það eru hér greinileg'
spor”.
,,Já, þeir hljóta að hafa verið hér”, sögðu
hinir báðir samtimis, þegar þeir fundu súkku-
laðipappir i heyinu.
Þeir tóku að leita ákaft i hlöðunni, en horfðu
jafnframt öðru hverju til skógarins.
Nú hlutu þeir að finna strokufuglana innan
skamms. Fyrst þeir voru ekki i hlöðunni, voru
þeir áreiðanlega hér rétt hjá þar sem sporin
voru ný og reykjarlyktin enn ekki rokin burt.
Það hlaut að vera hægt að rekja spor þeirra ut-
an við girðinguna... En nú ætluðu þeir fyrst að
fá sér nestisbita, þar sem enn rigndi mikið, og
þeir voru hér undir sæmilegu þaki.
ooo 00 ooo
Þegar hnifaleikur drengjanna stóð sem hæst,
mundi Halli allt i einu eftir þvi, að hann hafði
gleymt um stund að horfa út. Á meðan Villi hélt
áhyggjulaus áfram að leika sér, þrýsti hann
sér að veggnum og horfði athugull til skógar-
ins, gegnum eina rifuna.
Jú, það fór ekki á milli mála, — þarna var
eitthvað dularfullt að gerast. Að visu var
skyggni engan veginn gott, eins og fyrr segir.
En þarna var eitthvað grátt á hreyfingu milli
trjánna, — eitthvað, sem minnti á menn. Það
gátu e.t.v. verið dýr, en það heyrðist ekkert i
bjöllum.
Halli var jafnan fljótur að átta sig. ,,Það eru
einhverjir að koma”, hvislaði hann ákveðinn.
Og nú voru snáðar ekki seinir i svifum. Þeir
söfnuðu i flýti saman pappirssneplum og öðru,
sem gat minnt á þá, lyftu svo upp lausum fjöl-
um, sem voru undir stórri heyhrúgu, og skriðu
þar niður i töluverða holu, sem þeir höfðu áður
búið út til öryggis, ef á þyrfti að halda. En
leynihólf þetta var ekki stærra en svo að þeir
gátu með naumindum komið sér þar fyrir báð-
ir, ásamt dóti sinu.. Villi hafði i fyrstu verið á
móti þessum öryggisframkvæmdum, en sá nú,
að það gat komið sér vel að vera dálitið fram-
sýnn.
Þegar þeir höfðu skriðið þarna niður, undir
heyhrúguna, röðuðu þeir fjölunum yfir, — og
nú var þá bara að lifa i von um, að þeir fyndust