Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 01.11.1979, Qupperneq 10

Heimilistíminn - 01.11.1979, Qupperneq 10
Hvað er heitt í 20 stiga hita á celcius? hugsar Kanadamaðurinn, sem er neyddur til að hætta að mæla hitann á Farenheit-skala Akir þú eftir Eikarstræti i Vancouver i Kanada myndir þú reka augun i það, að á öðr- um enda strætisins kostar bensinið 93.9 cent en á hinum endanum aðeins 20.7 cent. Ferðamaður frá Bandarikjun- um, sem ætti þarna leið um, héldi áreiðanlega, að þarna hefði hann dottið i lukkupott- inn og ákvæði samstundis að fylla biltankinn af þessu ódýra bensíni. En hvað er þarna á seyði? Bensínið er ekki svona mis dýrt heldur eraðeins veriöað verðleggja mismunandi mælieiningar. Þar sem bensiniö kostar tæpan dollar er verið að selja gallon af bensini, en á hinum staðnum aðeins einn litra. Hvernig stendur á þessu misræmi? JUmálið er það, að ákveðið hefur verið að innleiða metrakerfið ogallt sem þvi fylgir i Kanada, og hér er önnur bensinstöðin komin lengra en hin i þessari þróun. Undanfarin fjögur eða fimm ár hafa Kanadamenn orðið að hlusta á það, að hitastig sé mælt i Celsiusgráðum en ekki Farenheit, eins og þeir áttu að venjast til skamms tima. Vegaskilti gefa til kynna ökuhraða i kilómetrum og sömuleiðis vegalengdir, og veriö er að breyta öllum bilmælum þannig.aðnýirbilar verða með mæla, sem aðeins sýna kllómetra en ekki milur. I jiili áttu svo verzlanir að byrja að skipta um vogir, þannig, að framvegis verða vörur vegnar i kQóum, en ekki pundum, og únsum, sem eru mun flóknari mælieiningar heldur en hitt, sem allt byggist á tugum. Ekki þurfa allar þessar breytingar að gerast á einni nóttu, og þannig hafa bensinstöðvarnar til dæmis tvö ár til þess aö aölaga sig nýja kerfinu. Fólki gengur misvelaðlaga sig að nýjum 10 Enn gengur þetta verkfæri undir nafninu tommustokkur meira að segja hér á ts- landi, þar sem allt er að verða mæit i metrum, centimetrum og millimetrum. Til skainms tima notuðu þó iðnaðarmenn tommurnar og fetin, rétt eins og gert er i Kanada og Bandarikjunum og reyndar viða annars staöar I heiminum. Nú er þetta að breytast hér, og senn hvað liður verða ekki til treitommu naglar, eða trei- kvartommu skrúfur. (Timamynd Robert) háttum. Ungir Kanadabtlar, sem læra nú ekki annað en metra og li'tra og Celsius I skólunum fellur það mætavel og telja þaö meira að segja auðvelt. öðru visi er farið foreldrum þeirra og eldrisystkinum, sem vanizthafa oglært annað. Þetta fólk verð- ur annað hvort að reyna að breyta i hug- anum tölunum yfir I gamla mælikerfið, eða þá að láta sig hafa það, að vera ekki alveg visst i sinni sök um hvað snýr upp og hvað niður. Þetta fólk verður bara að sætta sig við að trúa þvi, að ef úti er 20 stigahiti ácelsius.þá þurfi maðurekki að vera i peysu, eða þá, að sé ekið með 90 kllómetra hraða, þá sé það nokkuð góður ökuhraði. — Mörgokkar vita ekki hversu heitt er i raun og veru þegar við heyrum þessar tölur né heldur hversu hratt er ekið, segir amma I Vancouver brosandi. — En við eigum ekki margra kosta völ, við sættum okkur bara við breytinguna. Skoðanakannanir I Kanada siðustu fimm árin sýna að fólk styður I auknum mæli þessa breytingu, eftir þvl sem það kynnist betur þvi, sem um er að vera. Einnig sýnir sig, að fólki finnst ekki eins erfittnúogibyrjun, að gerasér grein fyr- ir þvi, I hverju breytingin liggur. Sunnan við landamærin, i Bandarlkjun- um, eru menn farnir að ræða um sams konar breytingar, oggleðjast yfir þvl, hve vel breytingin virðast ætla að takast. Margt er svipað með þessum tveimur þjóðum, og einnig hafa farið svipað að varðandi undirbúning breytinganna. Sér- fræðingar i báðum löndunum hafa verið fengnir til skipulagningar og til þess að hvetja stórfyrirtæki og borgir til þess að hefjast handa um skipulegan undirbún- ing. Sé undirbúningur Bandarikjamanna og framkvæmdir bornar saman við það, sem er aðgerast i Kanada, er eins og sniglar séu á ferð inni. Bandarikjamenn hafa far- ið sér næsta hægt. Bandari'skir borgarar hafa látið bréf dynja á þingi og stjórn- völdum og mótmælt breytingum yfir i metrakerfið. Ein megin ástæðanfyrir þvi, að Kanadamenn eru komnir lengra en Bandarikjamenn er, að þeir byrjuðu fyrr og fóru betur a stað. Þfb

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.