Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 01.11.1979, Qupperneq 19

Heimilistíminn - 01.11.1979, Qupperneq 19
I — Var Dulcy þá áfram hér hjá Barclay-fjöl- ‘skyldunni? Hvert hefði ég svo sem átt að fara? spurði hún alvarleg. — Ég kann ekki annað en að hugsa um frú Charlotte. Og hún hefur lika ver- ið mér góð. Hún leyfði mér að hafa hjá mér son elztu dóttur minnar, þegar hún sjálf stökk i burtu til borgarinnar. Frúin hefur leyft mér að hafa Sid hjá mér hérna i húsinu, og hann hefur ekki þurft að vinna úti á ökrunum.... Skarkali barst frá dyrunum og svo birtist Rowena. Hljóðið hafði verið i lyMunum, sem héngu við belti hennar. Hún fór nú með mér um húsið og umhverfið til þess að sýna mér það helzta, eins og John hafði sagt henni að gera, en hún var ekkert að draga dul á það, að henni fannst hún vera að eyða dýrmætum tima til einskis. Á þessari skoðunarferð tók ég eftir þvi, að það var ekki bara handriðið umhverfis sval- irnar hjá mér, sem þurftu á viðgerð að halda hér á Fernwood. Málningin flagnaði af glugg- unum, og þeir voru greinilega farnir að fúna. Sprungur og rifúr voru i loftunum á mörgum svefnherbergjanna og veggfóðrið var viða far- ið að verða upplitað. Þegar við gengum i gegn um garðinn bak við eldhúsið i átt að útihúsunum fórum við fram hjá jarðhúsi, sem var einfaldlega ekki annað en hola niður i jörðina. Þrjár steintröppur lágu þangað niður, og yfir opinu var tréhurð, sem stóð opin, og ég fann lykt af ofþroskuðum ávöxtum streyma á móti mér. Rowena lokaði dyrunum og sagði reiðilega: — Þessar kærulausu þjónustustúlkur. Ég hef mörgum sinnum sagt þeim, að loka á eftir sér. í eldhúsinu, sem var i sérbyggingu, rakst hún á „þjónustustúlkurnar” — gamla og bogna konu, sem var matreiðslukonan, og tvær miðaldra svertingjakonur sem hétu Bess og Lou. Þegar við vorum komnar út aftur sagði Rowena og andvarpaði: — Ég er búin að segja John það mörgum sinnum, að það sé ómögulegt að annast jafn- stórt og mikið hús og Fernwood með öðru eins þjónustufólki. Á meðan Guy frændi var lifandi var þetta allt öðru visi. Nú fara allir peningarnir i tóbaksræktina. Á meðan ég hlustaði þarna með nokkurri meðaumkun á kvartanir hennar, var eins og hún gleymdi um sinn andúðinni á mér. En þegar við vorum aftur komnar inn i húsið sagði hún snefsin: — Ef þér viljið ekki sjá annað, þá er bezt að ég snúi mér aftur að verkunum. Ég þakkaði henni fyrir og sagði að þetta væri mjög gott og nægði mér. Siðan dró ég mig i hlé og fór inn i bókasafnið, þar sem ég gat slappað af við að blaða i gegn um einhverjar bækur. Margar bókanna i bókasafninu voru þaktar ryki, og höfðu greinilega ekki verið hreyfðar i áraraðir. Þarna var að finna bækur eftir Walter Scott og Shakespeare og mér til undr- unar voru þær merktar John Barclay eins og reyndar ýmsar aðrar bækur, sem greinilega höfðu verið lesnar. Einhvern veginn átti ég ekki auðvelt með að sjá fyrir mér vinnulúnar hendur hans handfjalla þessar finu bækur, ljóðabækur né aðrar bækur. Að lokum rakst ég á nokkrar bækur, sem hlutu að hafa verið i eigu Barclay-drengjanna, þegar þeir voru ungir. Ég vonaðist til, að þær gæti ég notað við kennsluna núna. Ég stóð með bók i hendinni og hugsaði um Quentin. Þótt ég hefði aðeins séð hann stutta stund hafði mér orðið ljóst, að hann var skemmdur af eftirlæti Charlotte og hræddur við frænda sinn, John. Næstu vikur yrði ég að reyna að finna hinn gullna meðalveg og reyna að vera hvorki of ströng eða of eftirlátssöm sem kennslukona. Nú fór ég allt i einu að geispa, og fann hvað þreytt ég var ennþá. Ég fór upp i herbergið mitt og lagðist upp i rúmið. Ég vaknaði svo við að barið var. Rowena var komin til þess að segja mér, að matur yrði á borð borinn eftir stutta stund. Þegar ég var á leiðinni nið- ur stigann sá ég að dyrnar að bókasafninu stóðu opnar. Þar inni mátti heyra reiðilegar raddir, og ég þekkti aftur rödd Róberts, þegar hann sagði: — Þú getur ekki ætlazt til þess að ég geti lif- að á þeim peningum, sem þú sendir mér til Richmond. Ég verð að minnsta kosti að búa sæmilega, svo ég geti tekið á móti vinum min- um og skemmt mér svolítið! Siðan heyrðist kuldaleg rödd Johns: — Ég hélt að þú værir i Richmond til þess að læra lög. Ef þú hugsar ekki um annað en að skemmta þér, þá höfum við annað og betra fyrir þig að gera hér á plantekrunni. Ég flýtti mér fram hjá og fann til svolitillar sektartilfinningar af að hafa heyrt þessi orða- skipti. í matsalnum hitti ég Rowenu, en svo reis Charlotte Barcley upp úr stól með háu baki og leit á mig. ósjálfrátt rétti ég úr mér, en það var ekki að sjá neinn f jandskap i augnaráðinu i 19

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.