Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 01.11.1979, Qupperneq 20

Heimilistíminn - 01.11.1979, Qupperneq 20
þetta skipti. Það var öllu heldur eins og hún horfði beint i gegnum mig, eins og ég væri ekki til. Hún kallaði á þjóninn, sem komið hafði inn i salinn. Það var sami gamli maðurinn, sem hafði tekið á móti okkur úti við vagninn kvöldið áður. — Jonas vertu svo vænn að segja hr. Robert og hr. John að við biðum eftir þeim. Eftir fáeinar minútur komu karlmennirnir inn i matsalinn og við settumst til jborðs. Það var aðallega John sem hélt uppi samræðunum, og brátt fóru þær að beinast að tóbaksræktinni. Ég vissi ekkert um tóbaksrækt og gat þess vegna setið róleg og hlustað á hitt fólkið. John minntist á, að hann yrði að öllum likindum að fá lánaða vinnumenn frá Sam Watkins næsta dag, og Robert var fljótur að láta i Ijós óánægju sina. — Það er gerómögulegt, sagði hann með fyrirlitningu. — Guy hefði aldrei viljað fá slika fjölskyldu á Fernwood. Við hefðum átt að kaupa upp landið fyrir mörgum árum. Það hefði Brian að minnsta kosti gert. Andlit John Barclays var sviplaust eins og steinn og það var næstum þvi verra heldur en hefði hann orðið reiður. Röddin var ógnvekj- andi og isköld, þegar hann sagði: — Það vill nú svo undarlega til, að Brian er hér ekki lengur. Nú er það ég, sem hugsa um Fernwood. Ég tók fastar utan um gaffalinn, sem ég hélt á. Það var óskiljanleg spenna i loftinu, og undarleg átök milli bræðranna. Þetta var spenna, sem mér var ljóst, að stafaði ekki að- eins af skoðanamun vegna búrekstrarins. Ro- bert horfði á bróður sinn með þviliku hatri i augunum, að ég næstum hörfaði undan i skelf- ingu. Hann reis snögglega á fætur, starði heiftugur á bróður sinn og sagði hásri röddu, sem hann gat tæpast stjórnað af reiði: — En ég er enn hér, John. Það verður erfið- ara fyrir þig að losna við mig. Það gengur ekki eins auðveldlega og að losna við Brian. Hann hneigði sig fyrir mágkonu sinni. — Afsakaðu Charlotte. Ég er búinn að missa matarlystina. Hann yfirgaf herbergið i skyndingi. John tók vinkaröfluna, sem stóð við hliðina á diski hans og hellti i glasið sitt. Það sem eftir var mál- tiðarinnar var óendanleg, óþægileg þögn, en John fyllti glasið sitt hvað eftir annað. Mér létti, þegar við vorum að lokum búin, og ég af- sakaði mig með þreytunni og hvarf aftur til herbergis mins. Ég var rétt búin að hátta mig, þegar barið var að dyrum. Það var Rowena, sem spurði, hvort ég þarfnaðist nokkurs. Ég fullvissaði hana um, að ég hefði allt sem ég óskaði eftir.. — Ég kom með svolitla sherrý-lögg, sagði hún. — Maður sefur betur á eftir. Gulbleik húð hennar var búin að fá svolitinn lit, og ég velti þvi fyrir mér, hvort hún væri bú- in að smakka svolitið á sherrýinu sjálf. — Þakka yður fyrir. Viljið þér ekki fá yður glas með mér? Mér til undrunar tók hún boðinu og settist niður i stólinn fyrir framan eldstæðið. Hún virtist svolitið óþolinmóð, þegar hún byrjaði að tala. —Þér vitið ekki hvað það er, að vera grafinn hér lifandi úti i sveit og sjá aldrei nokkurn mann. Það er öðru visi fyrir þau hin en mig. Charlotte frænka er svo upptekin af Quentin að hún hugsar ekki um neitt annað. Það eina, sem John hugsar um er tóbakið. Rob — já, ungur og ógiftur maður getur gert það sem hann sjálfur vill. — En þér hljótið að gifta yður áður en langt um liður, og þá eignizt þér yðar eigin fjölskyldu og eigið heimili. Hún brosti kaldhæðnislega. — Hverjum ætti ég að geta gifzt? Ég á engan heimamundinn? John hefur með peningamálin að gera og hann heldur vel utan að þeim. Þar við bætist svo, að ekki er mikið úrval af karl- mönnum hér um slóðir. Að minnsta kosti ekki, ef maður vill fá einhvern af góðu fólki. — Er það svo nauðsynlegt? spurði ég var- færnislega. — Já, það er það auðvitað, sagði hún ósjálf- rátt. —Það skiptir kannski ekki svo miklu máli fyrir karlmann. Rob getur hlaupið á eftir hvaða stúlku sem er, og fólk hlær bara og segir að hann sé rétt eins og Brian. Og John...Hún hikaði og leit vandræðalega til min. — John kvænist auðvitað aldrei. Ég ákvað að bezt væri að ganga hreint til verks. — Ég veit um óhappið, sem gerðist, og um dauða Ceciliu Rougier.... Ég hrökk við þegar Rowena kastaði til höfð- inu og hló hátt og gjallandi, illgirnislegum hlátri. — Óhappið, sagði hún. — Þér hafið þá fengið að heyra um dauða Ceciliu, að það hafi verið óhapp? Á þvi augnabliki vissi ég, hvers vegna Ro- wena hafði komið upp i herbergið til min. Það 20

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.