Heimilistíminn - 01.11.1979, Side 29

Heimilistíminn - 01.11.1979, Side 29
Flöskuskevtið Framhald á bls. 17 — Ég hef oft hugsaB um það siðan, hvernig ég eiginlega þoröi að gera þetta. Og ég óttaðist ekkert. Pauliná varð fyrir töluverðu áfalli, þegar hún svo kom til Istrum i haustregni og roki. Þar var allt svo hljótt og kyrrt og ■einmanalegt, að minnsta kosti i saman- burði við allt lifið og gleöina i Syrakusu. Eftir þriggja vikna dvöl á heimili for- eldra Ake fékk unga frú Wiking alvarleg- ar fréttir. Akevarkallaöuríherinn og átti að halda til Karlskrona og Stokkhólms. Hann átti að vera i burtu I eitt og hálft ár, þótt hann fengi aö koma heim i leyfum. — Ég var skelfingu lostin, segir hún nú og brosir. Einangrunin þarna mitt úti i skóginum skelfdi mig. Ég var meira að segja svo hrædd, að ég varð að fá aö sofa inni i svefnherbergi tengdaforeldra minna. Ég þoröi ekki að sofa ein i her- bergi. Ég kraföist þess llka, að „pabbi”, minn dásamlegi tengdafaöir, hefði hagla- byssuna við rúmstokkinn, til vonar og vara, ef eitthvaö gerðist. 1 dag segir Paulina, aö það hafi veriö vegna hjálpar tengdaforeldranna, að hún hafi ekki gefizt upp. Tengdaforeldrarnir hugsuðu einstaklega vel um sikileysku tengdadótturina si'na. — Þetta var allt mjög erfitt i upphafi. Ég skildi ekki málið.... Við Ake höfðum talaösaman á itölsku og sænski maturinn fannst mér undarlegur. Ég fylltist ör- væntingu og vildi helzt halda heim á leið aftur. Ég var að hugsa um að flýja. Ég hugsaöi oft meö mér, aö ég gæti aldrei haldið þetta út. Mikið þráöi ég Ake, þann eina sem ég átti. Svo var það dag éihn, dð ljós rann upp fyrir Paulinu, Tengdaforeldrarnir vildu allt fyrir hana gera. — Þeim þótti vænt um mig, og þá var eins og ég fengi löngun til þess aö standast þessa þolraun. — Ég varðaö halda þetta út. Einn góö- an veðurdagmyndi Ake koma heim aftur. Hann yröi hjá mér eftir þaö. Þar sem hann var nú ekkihjá mér þessa stundina, varð ég að fara að læra sænsku, og ég haföi gott af þvi. — Mér var það sjálfum ljóst, segir Ake, að þvi sjaldnar sem ég kæmi heim, þeim mun betra væri það i raun fyrir Paulinu. Hún varö alltaf svo æst þegar ég kom og grét og grét, þegar ég þurfti að fara aftur I herinn. — Ég verð aö viðurkenna, að ég grét ekki vegna þessað éghefði þaðsvo slæmt, segir Paulina, — heldur vegna þess að mér fannst ég svo einmana. Ég hefði aldrei haldiö þetta út, ef ekki heföu verið tengdaforeldrar minir. Annars hefði ég gefizt upp. Svo geröist það, aðPaulina varö ófrisk. Hún varð óskaplega hamingjusöm og um leið komu fréttir frá Sikiley um aö móöir hennar sem sjálf haföi gifzt aðeins 15 ára gömul, ætti von á sinu þrettánda barni. Fæöingin gekk vel og litla stúlkan var skirð Britta I höfuðið á ömmu sinni. Svo lauk herþjónustu Ake. Hjónin keyptu sér eigiö hús og allt fór að verða léttara og skemmtilegra. Þremur árum siðar fædd- ist hin dóttirin. Nú vinnur Paulina utan heimilis, enda dæturnar orðnar fullorðn- ar. — Ég fer næstum á hverjum einasta degi heim til tengdamóöur minnar, segir Paulina hlýlega. Paulina hefur f ariö til Sikiley jar til fjöl- skyldu sinnar oft og mörgum sinnum, sfð- an hún kom til Sviþjóðar. Fyrstu árin fór hún annaðhvertár, ennúfer hún á hverju ári. Sabina, yngri dóttirin, kann vel aö meta italska lífið hjá fjölskyldu móður- innar. Þótt timarnir hafi mikið breytzt kemur enn fyrir aö mdðurafi hennar seg- ir: — Þú mátt ekki leika þér við stráka, þaö gerði mamma þin aldrei. Paulina hlær og segir: — Þaö hæfir ekki. Þfb. 29

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.