Heimilistíminn - 15.11.1979, Side 11
AUison i hópi
lögreglumanna.
ill dagur. Og vitimenn. 22. febríiar var til-
kynnt, að fundizt heföi lik af manni I
Passaic ánni. Annars vegar voru bruna-
rústir verksmiðju, en hinum megin var
Two Guys (tveir menn) —verzlun, með
merki sem sýndi tvo menn, og svo var
þarna heilmikið af hjólbörðum skammt
frá.
Feðgar höfðu fundið lilc mannsins, þeg-
ar þeir voru að leika sér niður við ána.
Lögreglan komst siðar að þeirri niður-
stöðu, að DeMars hefði sofnað i lestinni á
leiðinni heim til sin. Þegar s vo lestin nam
staðar úti á miðri brú, stökk DeMars á
fætur og hélt sig vera kominn á leiöar-
enda, en þegar hann stökk út úr lestinni
lenti hann i ánni og drukknaði.
Þegar Lubertazzi hafði tekizt að leysa
þessa gátu með aðstoð Dorothy bauðst
hann til þess að verða eins konar umboðs
maður hennar, og koma henni i samband
við lögreglulið viðs vegar um Bandarikin,
sem þurftu á aðstoð að halda, svipað og
hann hafði áður þurft. Aður en hann fær
Allison til þess að vinna að einhverju
ákveðnu máli, kannar hann það nákvæm-
lega, og útskýrir fyrir lögreglumönnun-
um, á hvern hátt Allison vinnur.
— Fjölmargir lögregiumenn halda, að
þeir þurfi ekki annað en koma hingað, og
siðan geti þeir farið og fundið hinn týnda.
Þannig er það ekki. Dorothy sér i einu
vetfangi nútið, fortið og framtið. Hún hef-
ur ekkert timaskyn. Stundum eru lika fyr-
irmæli hennar likust véfréttinni i Delphi.
Einu sinni sá Allison fyrir sér oröið sól-
myrkvi. Hvað skyldi gera? Atti að biöa
næsta sólmyrkva eða hvað? Siðar kom I
ljós, að orðið sólmyrkvi kom fyrir i nafni
staðar, sem ákveðinn atburður hafði átt
sér stað á, og hér um ræddi. Margt þessu
likt getur gert einfalt mál flókið 1 byrjun.
Allison er oft ósköp miður sin vegna
þeirra verkefna, sem henni eru fengin I
hendur, og ætlazt til að hún leysi. — Ég
verð mjög miður min, ef um ungbörn er
að ræöa, segir hún. — Einu sinni hætti ég
alveg aö vinna við þetta i þrjú ár, af þvi ég
þoldi það ekki lengur. Alagið varð of mik-
ið. En hvenær svo sem haft er samband
við mig út af barni, læt ég allt annað sitja
áhakanum og reyni að gera mitt bezta. —
Guð minn góöur, hugsa ég, kannski mér
takist að færa eitt aftur lifandi til foreldra
sinna.
Allison þiggur engar greiðslur fyrir
störf sin, en leggur sig hins vegar alla
fram um að leysa vanda fólks. Stundum
hefur húnunnið klukkustundum saman án
þess að hvilast eða neyta matar.
Og hvenær skyldi Allisonhafaorðið fyr-
ir mestum vonbrigöum i starfi sinu? —
Jú, það var varðandi Patty Hearst, segir
hún. — Ég vissi ekki hver hún var, þegar
fjölskylda hennar hringdi til mln, en ég
flaug þegar til Kaliforniu og ferðaðist um
með fulltrúum alrikislögreglunnar. Ég
sagði þeim, aö hún væri I fangelsi, eöa
einhvers staðar i litlum klefa, þar sem
væri ekkert ljós, en ég gat ekki fundið
hana. Þfb.
Eftir aö Allison gat bent á, hvar Michael
litla Kurcsics var aö finna, fór lögreglan
að leita til hennar oftar og oftar.
Vetur-
nátta-
Ijóð
1979
Nú er svalt um byggð og ból,
byljótt fjalls við rætur,
leggst að vetur, lækkar sól,
lengjast dimmar nætur.
Ljúfu horfin, lífs með þor,
lauguð daggarúða,
blómin, sem hér voru i vor,
vors- i töfraskrúða.
Hjörð, sem leið um loftin há
i leit að mat og hlýju,
hjörð, sem yfir höfin blá
hingað flyst að nýju.
Þó með klaka kotungsrann
kreisti Norðratetur,
algerlega alþítt hann
okkar vorsól getur.
Meðan röðull heillahlýr
hauðri svifur yfir,
fagna menn og fagna dýr,
fagnar allt sem lifir.
Um það biðji allra raust
aldrei valdi tjóni:
vetur-, sumar-, vor- né haust-
veðráttan á Fróni.
ólafur Björgvin ólafsson.
n