Heimilistíminn - 15.11.1979, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 15.11.1979, Blaðsíða 20
— Hvað er þetta þarna? spurði ég forvitin og benti á ferhyrnt svæði, umkringt tigulsteina- múrvegg, nokkuð frá veginum. — Það er fjölskyldugrafreiturinn, svaraði Sid i Quentins stað. — Faðir Quentins var sá siðasti, sem þarna var grafinn. Þeir fluttu hann hingað frá New Orleans... Augu hans stækkuðu af hrifningunni, sem fylgdi þessari minningu. Ég hofði áhyggjufull á Quentin, sem hafði lyft upp öxlunum svo herðablöðin stóðu út eins og á fugli. Einhver undarleg tilfinning greip mig. Þetta hlaut að vera erfitt fyrir drenginn. Fyrst hefði hann heyrt um dauða Celiu Rougiers og siðan um aðild föðurins að honum. Mig langaði til þess að leggja handlegginn yfir axlir hans en þorði ekki að gera það. Fyrst yrðum við að verða vinir. Eftir þennan fyrsta morgun á Fernwood fóru dagarnir að fylgja föstu munstri. Á morgnana voru kennslustundirnar með Quentin og Sid, siðan löng hvild um miðjan daginn, og svo aft- ur kennsla fram að kvöldmat. A kvöldin var frú Barclay vön að sitja með handavinnu og Rowena sat og stoppaði i sokka, en John las blöðin, sem hann fékk send frá Richmond. Þar sem ég hafði aldrei haft áhuga á að sauma, var ég vön að fara og fá mér einhverja bók i bókasafninu og setjast einhvers staðar og lesa. Stundum las John hátt úr blöðunum, en oftast voru það tilkynningar eða fréttir um það, sem var að gerast i skemmtanalifinu eða þá ein- hverjar aðrar litilfjörlegar fréttir. Kvöld nokk- urt hafði ég komið auga á fyrirsögn á fyrstu siðu og spurði hann um efnahagsvandræðin sem sóttu að alls staðar i landinu. Hann leit til min, og reyndi að dylja brosið, og sagði, að ég skyldi ekki vera að hafa áhyggjur út af sliku. Hann útskýrði fyrir mér að ég hefði misskilið ástandið. Þá mótmælti ég reiðilega enda hafði mér sárnað hve niðrandi raddhreimurinn hafði verið. Þetta var upphafið að mörgum og hörðum kappræðum milli okkar hr. Barclays næstu vikurnar. Umræður okkar snerust gjarnan um efnahagsmál, utanrikismál eða rétt verkamannanna til þess að fara i verkfall i þeim tilgangi að knýja fram hærri laun. Rowena og Charlotte sátu alltaf þegjandi undir þessum samræðum, þar til að lokum frú Barclay kvöld eitt ræskti sig i mótmælaskyni, þegar ég hafði deilt hart á skoðanir Johns Bar- clays og mótmælt þvi, sem hann vildi halda fram. — Ungfrú Prentice, byrjaði hún ákveðin, — karlmaður skilur þessi mál áreiðanlega betur en nokkur kona. Ég held næstum að það sé hættulegt fyrir unga stúlku að vera að þreyta heilann með hugsunum á borð við þessar. John yppti öxlum og leit striðnislega til mág- konu sinnar. — Ég held ekki að við þurfum að hafa áhyggjur af ungfrú Prentice hvað þetta snert- ir, sagði hann hægt. Staðreyndin er sú, að hún er mjög skarpskyggn. Þegar ég fór að hátta um kvöldið velti ég þvi fyrir mér, hvort ég ætti að vera sár eða ánægð út af þessu. Siðan taldi ég sjálfri mér trú um, að bezt væri að láta sig þetta engu skipta. Við faðir minn höfðum notið þess að geta ræðzt við i mörg ár, og ég kunni vel að meta það, að geta nú aftur tekið upp álika liflegar samræður og ég hafði átt við hann. John Barclay og faðir minn voru auðvitað alls ekki likir. Faðir minn hafði verið nánast meinlætamaður, veikbyggð- ur og mikið menntaður, en John... Ég hugsaði um sterklegt andlitið, þreklegan likamann, stórar vinnulúnar hendurnar. Um leið minntist ég þess, hversu létt og varlega þessar hendur hefðu tekið mig og lyft mér upp i vagninn, og látið mér finnast ég svo óendanlega smá og dýrmæt... Þarna, sem ég lá i rúminu sá ég tunglskins- geislana teygja sig inn yfir gólfið, og ég fann til einhvers hættulegs varma i likamanum öllum, verkjandi þrár — eftir einhverju, sem ég vissi ekki hvað var. Að lokum rak undarlegt eirðar- leysi mig út á veröndina, en þar bærðist svalur andvarinn i mimósutrjánum fyrir neðan. Allt i einu tók ég eftir einhverju litlu rauðu ljósi úti i trjágarðinum og sá um leið John. Hann var að reykja kvöldvindilinn sinn á kvöldgöngunni, sem hann fór alltaf i einn sins liðs. Ég faldi mig i skyndingu bak við eina súluna, en var næstum viss um að hann hefði séð mig. Hvað skyldi hann vera að hugsa um? hugsaði ég með mér. Var hann of eirðarlaus til þess að geta sofnað? Hugsa sér, ef hann kæmi nú upp tröppurnar úr garðinum og næmi staðar hér við hlið mér, tæki utan um mig með stórum, grófum höndunum... Ég snerist á hæli og flýtti mér inn i herberg- ið, skreið upp i rúmið og dró ábreiðuna yfir titrandi likama minn. Hvað var að gerast innra með mér? hugsaði ég og var gripin einhvers konar ótta.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.