Heimilistíminn - 15.11.1979, Side 26
Bernhard Stokke 35
STROKUDRENGIRNIR
Þýðing:
SIGURÐUR GUNNARSSON
hann meðan Halli sá til, eins og fluga á vegg,
með hnappalausan jakkann flaksandi frá sér,
likt og vængi.
Eftir nokkra stund tókst Villa með lagni að
komast inn i vagninn, og varð þá brátt ljóst, að
þetta var gripavagn, sem nokkur svin voru i,
að þessu sinni. Svo vel vildi til, að svinunum
hafði nýlega verið færður matur, og þá, meðal
annars, soðnar kartöflur. Þetta notaði Villi sér
strax og gat auðveldlega satt sárasta hungrið,
með þvi að borða kartöflurnar.
Siðan kom hann sér fyrir i vagninum, þar
sem litið bar á, lagðist út af, breiddi vel yfir sig
striga, sem þarna var, og sofnaði vært.
15. kafli.
Gamall kunningi.
Halli gekk spölkorn á eftir lestinni. Hann gat
ekki að þvi gert, að hann var töluvert smeykur
um Villa. Hver veit, nema hann hefði misst
takið og dottið niður. Og þá gat illa farið, nema
heppnin væri með.
En þegar Halli hugsaði málið nánar, sá
hann, að i rauninni gat hann ekkert gert annað
en vonað hið hezta. Villi hafði lika verið mjög
öruggur og beðið hann að hafa engar áhyggjur.
Halli beindi þvi huganum brátt að eigin
vandamálum. Nú þurfti hann að ráða fram úr
þeim, — og var þá efst i huga hans að komast
sem fyrst i samband við eitthvert gott fólk.
Nú var komið miðnætti og þvi ekki hægt að
hafa samband við neina i sveitinni, fyrr en að
morgni. Hann gekk upp á veginn og rölti eftir
honum i þungum þönkum. Það voru mikil við-
brigði fyrir hann að vera einn, — að hafa ekki
Villa, simalandi, á eftir sér. Villi var i rauninni
bezti strákur, en það var eins og hann gæti alls
ekki unað úti i sveit, — eins og hann tapaði þar
26
öllum áttum. Halli vonaði, að hann mundi
spjara sig eins vel, eða betur, upp á eigin spýt-
ur.
Að nokkrum tima liðnum nam Halli staðar
við hlið hjá bóndabæ einum. Uppi i hliðinni
heyrði hann bjölluhljóm i sumarf jósinu. Hann
gekk þangað, opnaði dyrnar og lagðist til hvild-
ar, á auðum bási, með kýr i kringum sig.
Þarna var hlýtt og notalegt. Og þó að hann væri
sársvangur og hvilan hörð, sofnaði hann fljótt.
En ekki svaf hann lengi, kýrnar sáu um það,
með brölti sinu og bramli. Engu að siður hvild-
ist hann töluvert og var mun hressari, þegar
hann lagði af stað á ný, eldsnemma um morg-
uninn.
Ekki leizt Halla þannig á þennan bæ, að hann
vildi gera þar vart við sig. Hann hélt þvi hik-
laust áfram, þangað til hann kom að næsta
býli, litlu en snyrtilegu. Bæjardyrnar voru opn-
ar og þegar enginn svaraði, er hann drap á
dyrakarminn, gekk hann hljóðlega inn i stofu.
Þar var gömul og gæðaleg kona að búa út
morgunhressingu. Þau skiptust á kveðjum og
Halli sagði til nafns. Gamla konan sem var
greind i bezta lagi, gerði sér strax grein fyrir,
að hér var efnilegur piltur á ferð, þó að hún
hefði aldrei séð hann fyrr.
,,Ungi maðurinn er snemma á ferli”, mælti
hún.
,,Já, ég er að leita mér að atvinnu”, sagði
Halli.
Konan náði i kaffibolla og hellti i, handa
þeim báðum. Svo náði hún i ljósmynd, sem var
á kommóðunni, þurrkaði af henni rykið með
svuntuhorninu og sýndi Halla.
,,Hérna sérðu son minn”, sagði hún. „Hann
hét Haraldur, eins og þú. Það eru nú rétt tiu ár
siðan hann fór til Ameriku”. Svo sagði hún
honum sitt af hverju frá drengnum sinum, og
þau töluðu margt saman, eins og þau hefðu