Heimilistíminn - 15.11.1979, Page 14

Heimilistíminn - 15.11.1979, Page 14
EPLAKAKA FRÁ SKÁNI Þetta er kölluð skánsk epla- kaka og engu öðru lik. Upp- j skriftin minnir ef til vill dálítið á bóndadóttur með blæju, en þetta er eitthvað allt annað og miklu betra. Bezt er að nota gróft, rifið brauð en einnig má mylja tví- bökur og baka þær í sykrinum á pönnunni. 4 dl af rifnu brauöi eöa tvfbökum, 1 dl sykur, 3-4 dl af litiö sykraöri epla- stöppu, 2-3 dl þykkur rjómi, rifiö suöu- súkkulaöi. Blandiö rifna brauðinu og sykrinum saman og bakiö um stund á pönnu helzt meö svolitlu smjöri. Hræriö i annaö slagiö svo blandan brenni ekki viö. Látiö kólna. Setjiö svo til skiptis i skál eöa glas: brauöiö, eplastöppuna og þeyttan rjómann. Efst er látinn svolltill rjómi og rifiö súkkulaöiö yfir allt saman. Látiö kólna vel áöur en boriö er fram en uppskriftin á aö nægja 4-6. KRYDDAÐIR TÓMATAR MEÐ KJÖTI Grænir tómatar geta verið mjög góðir sem kryddmeti með steik og öðru álíka. Sumir hafa líka notað þá til þess að sjóða niður í sykurlegi og borið þá svo fram með rjóma eins og um væri að ræða niðursoðna ávexti. Slíkter mjög gott. Hér er uppskrift að grænum tómöt- um, sem er Ijúffeng. Þetta er nokkuð sterkt meðlæti með sunnudagssteikinni, en mjög hressandi! 1 Iltri af grænum tómötum, 2 litrar af epium, tvö pund af rúsinum, 1/2 pund af biönduöu ávaxtahýöi, 4 bollar púðursykur, 1 tesk. sait, 1/2 tesk. neg- ull, 1/3 tesk allra handa, 1/4 tesk. engi- fer, 2 sitrónur, hýöi og safi, 2 appeisfn- ur, hýöi og safi. Saxiö saman tómata, epli og rúsín- ur. Bætiö út I öllum öörum efnum. Sjóöiö þetta þar til þaö er fariö aö þykkna og hafiö hitann ekki of mikinn á meöan. Setjiö I krúsir og lokiö vand- lega.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.