Heimilistíminn - 15.11.1979, Side 15

Heimilistíminn - 15.11.1979, Side 15
Heima- til- búinn ávaxta- safi Þaö ku ekki vera mikill vandi aö búa til sinn eigin ávaxta- eða grænmetissafa, ef dæma má af uppskriftunum, sem þið fáið hér á eftir. Ekki veit ég hvort það borgar sig að búa til safann sjálfur, en það gæti verið gaman að reyna þetta svona einu sinni, og saf- inn er sagður að minnsta kosti jafngóður og sá, sem keyptur er í búðum, ef ekki miklu betri. Kryddaður aprikósudrykkur Fimm pund af nýjum þroskuöum aprikósum, 5 bollar af vatni, 2 bollar af sykri, 1/3 bolli sítrónusafi, 1/4 tesk. kanell. Takiö utan af aprikósunum og skeriö þær I helminga, takiö steinana úr. Leggiö þær i blöndu af 2 tesk. af sitrónusafa, 2 tesk. salt og 1 litra af vatnisvo þær dökkni ekki. Helliö síðan af þeim, og setjiö þær i grænmetis- eöa ávaxtakvörn, þar sem þær eru maröar sundur. Takiö og setjið i stóran pott með öörum þeim efnum, sem eiga aö fara I drykk þennan. Hitið upp I 74 gráður. Ausiö síöan upp i niöursuöuglös en látiö vera svolítiö borö á glösunum. Lokiö og gangið vandlega frá hverri krukku fyrir sig. Látiö krukkurnar vera i 20 minútur .niöri I sjóðandi vatnsbaði. Grænmetis-tómatsafi Um 25 pund af tómötum, salt og nýj- ar jurtir, dill, basil parsiey, oregano. Fariö eins að og I fyrri uppskriftinni. Hreinsiö tómatana og skeriö þá I sund- ur og takiö innan úr þeim. Látiö malla þar til tómatarnir eru orönir mjúkir. Pressiö tómatana I gegn um græn- metispressu og saltiö siöan hæfilega. Hitiö aftur þar til suöa er næstum komin upp. Helliö heitum safanum I heitar krúsir og stráið siöan krydd- metinu út I. Lokiö en hafiö borö á krús- unum. Látiö í heitt vatnsbaö I ca 15 minútur. Ananas-greipsafi 12 greipaldin, 1 46 únsu dós af ósæt- um ananassafa, 1/4 bolli hunang. Farið eins aö og i fyrri uppskriftum. Skeriö greipávextina i tvennt og pressiö safann úr þeim. Þetta ættu aö verða um þaö bil 7 bollar af safa. Setjiö I stóran pott meö ananassafanum og hitiö í 74 stig. Hunangiö á aö vera meö. Hræriö I annaö slagiö. Takiö af plöt- unni og veiöiö ofan af froöu ef einhver er. Helliö i krukkur og fariö eins aö og áöur hefur veriö lýst. Látiö vera I heitu vatnsbaöi aö lokum I 30 minútur. 15 *

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.