Heimilistíminn - 15.11.1979, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 15.11.1979, Blaðsíða 19
Um morguninn var ég þó ótrúlega vel út hvild, þegar ég vaknaði, og ég raulaði fyrir munni mér, á meðan ég var að klæða mig. Þegar ég kom niður i matsalinn var Rowena þar ein við morgunverðarborðið og ég reyndi að láta ekki bera á þvi, hvað ég varð fyrir mikl- um vonbrigðum. Lagt hefði verið á borð fyrir fjóra og Rowena sagði: — Robert frændi er farinn aftur til Rich- mond og John frændi borðar alltaf miklu fyrr á morgnana. Charlotte frænka og Quentin eru úti i reiðtúr enn sem komið er. Hún var svolitið óþolinmóð og ég furðaði mig á þvi, hvort hún væri farin að sjá eftir þvi, sem hún hafði sagt kvöldið áður. Með lágum rómi baðst hún afsök- unar reis á fætur og fór til þess að sinna skyldu- störfum sinum. Þegar ég var búin að borða fór ég inn i her- bergið við hliðina á matsalnum og beið eftir nemanda minum. Klukkan niu birtist svo Quentin og jafnaldri hans, svertingjadrengur, sem settist úti i einu horninu, á þess að segja aukatekið orð. — Þetta er Sid, sagði Quentin gjallandi röddu. — Hann er alltaf með mér, og hinir kennararnir létu hann sitja hér i kennslustund- unum. Ég minntist þess, að Sid var barnabarn Dulcyar, og þar sem ég vildi hefja kennsluna eins fljótt og hægt var, gerði ég engar athuga- semdir við þetta. — Ég vona, að við eigum eftir að verða góðir vinir, Quentin, sagði ég, og brosti til hans. Hann yppti öxlum fullur mótþróa og leit ekki á mig. — Charlotte frænka sagði að ég yrði að fara hingað, annars yrði John frændi reiður, muldr- aði hann. — John frændi þinn vill að þú lærir eitthvað, svo að þú getir hugsað vel um plantekruna i framtiðinni, sagði ég. — Og svo eru lika svo margar bækur, sem hægt er að lesa I bókasafn- inu. Finnst þér ekki gaman að lesa? Aftur yppti hann kæruleysislega öxlum. — Ég get ekki lesið. Og svo bætti hann við svolltið þrákelknislega: — Annars vil ég það heldur ekki. Ég fór nú með varkárni að reyna að komast að þvi, hversu mikið hann kunni. Mér brá illi- lega þegar ég sá, hve litið hann hafði lært. Þar að auki var erfitt að komast i samband við drenginn. Hann átti mjög erfitt með að einbeita sér að nokkrum hlut, og ef ég hafði ekki augun á honum hvert einasta augnablik, hagaði hann sér eins og litill ótaminn, fjörugur hvolpur. Þegar morgunninn var liðinn var ég örmagna af þreytu og ákvað að nú væri komið nóg af kennslunni þennan daginn. Þess I stað spurði ég Quentin, hvort hann vildi sýna mér plant- ekruna. Hann varð greinilega hrifinn af hug- myndinni, og við lögðum af stað eins og leið lá frá húsinu og með Sid á eftir okkur eins og skugga. Quentin hafði bráðnað þegar hér var komið og spjallaði við mig, þangað til við komum að mjórri trébrú yfir tjörn. Sólin náði ekki þangað i gegnum greinar trjánna, sem stóðu um- hverfis, og vatnið var dökkt og kyrrt. Quentin þagnaði og gekk hraðar, en við héldum áfram _ eftir veginum sem lá niður i dal handan við vatnið. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.