Heimilistíminn - 15.11.1979, Page 29
Harrisburgslys ©
1 byrjun var stungiö upp á Jack Nichol-
son ihlutver JackGodel, en hann var upp-
tekinn viö gerö myndarinnar The Shining.
Þessu næst var leitaö til Roberts Red-
fords, en hann haföi ekki áhuga, eftir aö
hafa lesiö handritiö. Þriöji i rööinni var
þvi Jack Lemmon.
Douglas vildi fá Richard Dreyfuss i
hlutverk sjónvarpsfréttamannsins, og
hann tók þvi, en svo var fariö aö tala um
launin. — Ég haföi mikiö velt fyrir mér,
hvort ekki mætti breyta hlutverkinu, svo
þaö hæföi konu, og þess vegna fór ég og
bauö Jane Fonda hlutverkiö, þótt enn
væri ekki búiö aö umsemja þaö svo þaö
hæföi henni. Henni fannst hugmyndin
stórkostleg og tók hlutverkiö þegar i staö
aö sér.
Heimildarmynd
1 raun má segja, aö Chyna Syndrome sé
eins konar heimildarmynd aö hluta til-Til
dæmis eru upplýsingar um gallann I
kjarnorkuverinu byggöar á slysi, sem
vildi til i Dlinois áriö 1970. Stjórnherbergiö
i myndinni, þar sem hiin f er aö miklu leyti
fram, er gert eftir myndum af stjórnklefa
kjarnorkuvers. 1 Oregon. Hver einasti
hnappur er þvi til i raunveruleikanum i
venjulegu stjórnherbergi kjarnorkuvers.
Ýmsir erfiöleikar uröu á vegi framleiö-
endanna. Til dæmis vildu bandarisk yfir-
völd enga aöstoö veita, og neituöu allri
samvinnu.
Þegar svo kvikmyndin var frumsýnd i
Bandarikjunum aöeins 12 dögum fyrir
slysiö i Harrisburg voru margir andvigir
myndinni og boöskap hennar. Eftir aö
slysiö haföi átt sér staö þögnuöu allar
ádeiluraddir þegar i staö.
Kvikmyndagagnrýnandi New York
Postsagöi 16. marz: Þetta er kvikmynd,
sem vekur menn til umhugsunar, fær fólk
tilþessaö finna til ogtakaafstööu. Fonda,
Lemmon, Douglas og Bridges, nöfn, sem
viöhöfum á undanförnum árum tengt ein-
ungis hinu bezta i kvikmyndaheiminum,
hafa enn einu sinni sannaö, aö þau eiga
þaö skiliö.
—Þfb
29