Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 8
Lundúnavagnarnir á ferð í 150 ár A hverjum morgni vakna um það bil sjö milljónir Lundúnabúa og vita að næstum 7000 strætisvagnar eru tilbiinir til þess að flytja þá um borgina, sem viðfræg er fyrir marga hluti, þar á meðal tveggja hæða strætis- vagnana, rauðu. Nálægt fjórar milljónir fbúanna not- færa sér þessa þjónustu vagnanna daglega, og þvi er augljóst, að London er ein fárra heimsborga, sem hefur ekki látið einkabflinn ná undirtökunum i mannflutning- um innan borgarmarkanna. Þa&, sem mörgum mun Hklega finnast merkilegast, er aö engin þróun hefur átt sér staö i þessum mannflutningum sfö- ustu árin og meira aö segja áratugina. Rau6i Lundúnavagninn er ekki nýtt fyrir- brigöi i borgarlifinu. í yfir 150 ár hafa Lundúnabúar haft þessa rauöu vagna sína fyrir augunum. Byrjaði árið 1829 Fyrsta fasta strætisvagnaleiöin í Lon- don var frá Paddington Green til Eng- landsbanka og tók hún til starfa 4. júli ári6 1829. Strætisvagninn, ef vi6 getum kallao hann þvi nafni, var vagn, sem þrir dug- miklir hestar drógu,i honum var rúm fyrir 22farþega. Ma&urinn, sem átti hugmynd- ina a6 þessari flutningaaðferö var enskur vagnasmi&ur, sem bjó I Paris og haföi rekiö áætlunarvagna þar I nokkur ár. Hugmyndin vakti þegar mikla athygli og fjölmargir fóru aö gera tilraunir með aö reka áætlunarvagna. Meöal annars sáu fyrstu gufuvagnarnir dagsins ljós áriö 1831. Af þessu leiddi þó, að nokkuB varö um alvarleg umferðarslys og áriö 1838 var ákveði6, a& taka upp notkun ökusklrteina, sem áttu a& tryggja, a& drægi úr slysa- hættunni. Gufuknúöu vagnarnir uröu ekki langlíf- ir og hestvagnarnir uröu þeim mun vin- sælli. Fleiri og fleiri hug&ust græ&a á þessum atvinnuvegi. Ekki var peninga- vitið jafnmikið hjá þeim öllum, og þá var gripið til þess ráðs, a& menn yr&u a& fá rekstrarleyfi á&ur en þeir hæfu rekstur mannflutningafyrirtækja þessara. Ari6 1856 fór svo, aö flest minni fyrirtækin voru sameinuö I eitt The London General 8 Omnibus Company, sem i daglegu tali var kallaö The GeneraL Fyrstu vagnarnir voru að sjálfsögðu opnir og a6eins einnar hæðar. Árið 1850 kom forveri tveggja hæ&a vagnanna fram á sjónarsviöiö. Ne&ri hæö þess vagns var lokuö, en svo gátu farþegar einnig setiö uppi á efri hæ&inni, og þá úti undir beru lofti. Þróunin hélt áfram, og þegar öldin var á enda runnin höf&u menn komiö me& margar og margbreytilegar hugmyndir aö nýrri ger& hestvagna. Tæknin haf&i einnig sin áhrif, og á&ur en langt leiö fundu menn upp benslnvélina, og hún var tekin I þjónustu mannflutning- anna. Ari& 1897 rann fyrsti vagn Thomas Tillings undir eigin vélarafli út á götu. Þetta ar fyrsti vagn sinnar tegundar og þa& li&u 13 ár, á&ur en tekizt haf&i að fjöldaframleiða strætisvagna, og var það áriö 1910, sem þeir voru teknir I notkun. Ariö 1916 hurfu hestvagnarnir svo af göt- unum og bensinvélin var or&in allsráð- andi. Óþægindi Það hefur tæpast verið sérlega skemmtilegt að feröast me& þessum fyrstu vélknúnu vögnum. Mikil mengun var frá vélinni og stálklædd tréhjólin hafa Garden Seat Bus var þessi vagn kallaour og fór um götur Lundúna um 1890. t mörg ár var efri hæ& óyfirbyggð, en árið 1925 v þak yfir hana líka.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.