Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 12
Ben H j$r&nne 9te*TÖI|t" öt\ — Þakka þér fyrir, sagði Tamar og neri snjó og nokkur tár úr augum sér. Og Þrándur brosti og hristi snjó af baki hans. — Hvað er að sjá til þin, Þrándur, kallaði einhver, — ertu orðinn barnfóstra? — Þú mátt kalla mig hvað sem þú vilt, kján- inn þinn, mér er nákvæmlega sama, sagði Þrándur og hélt áfram að verka snjóinn af Tamari. Tamar leit hrifinn til hans. Þetta var vissu- lega strákur, sem lét sér á bama standa þó honum væri stritt. Annar drengur byrjaði I sama dúr. — Hættið þið tafarlaust þessum kjánagangi, sagði Þrándur — Tamar þarf ekki á neinni barnfostru að halda. Hann hefur reynt meira en nokkur ykkar hinna. Hefði kannski nokkur ykkar getað séð um sjálfan sig að öllu leyti, þegar þið voruð f jögurra ára gamlir? — Það hefur hann nú ekki heldur gert, kall- aði Daddi. — Jú, það er nú einmitt það, sem hann gerði, svaraði Þrándur. — Tamar sá um sig sjálfur í heilt ár, án þess að eiga nokkurt heimili eða fatnað, og enginn gaf honum einn einasta mat- arbita. Hann varð að sjá fyrir sér að öllu leyti. Tamar var alveg orðlaus og góndi á Þránd. Hann hefur enga hugmynd um, hvernig Þrándur hafði komizt að þessu. Tamar hafði sjálfur aldrei minnzt á það einu orði við nokk- urn mann, honum fannst það ekki umtalsvert. En strákarnir stóru höfðu vist aðra skoðun á málinu. Þeir færðu sig hægt nær, og gláptu á Támar eins og þeir hefðu ekki séð hann fyrr. Og svo leið að hádegi, og strákarnir stóru, sem höfðu verið að stökkva uppi i brekkunni, tóku að tin- ast heim. Þannig vildi til, að einmitt þegar strákarnir gengu fram hjá hafði Tamar hlotið töluverða byltu og átti erfitt með að hafa sig á fætur. Hann leit út al- veg eins og stór snjókúla með rauða húfu. En hversu mjög sem hann braust um, til þess að geta komizt á fætur, tókst honum það ekki. Skíðin höfðu stungizt svo djúpt i skaflinn, að hann sat alveg fast- ur. En rétt i þessu tók hann eftir Dadda, sem var að þvælast þarna hjá strákunum stóru. Hann reyndi að gera eins litið úr sér og hann gat, til þess að Daddi sæi hann ekki. En það var um seinan. — Nú, ert þetta þú, kaffibaunin litla, kallaði Daddi hæðnislega. — Hefurðu nú fest þig i kaffi- kvörninni? Sumir stóru strákanna hlógu, og Tamar horfði reiðilega til Dadda. En fyrst strákarnir hlógu, varð Daddi afar upp með sér og reyndi að vera ennþá fyndnari. Og nú hlógu strákarnir miklu meira en fyrr. Vesalings Tamar varð reiðari og reiðari, en Daddi hins vegar hugrakkari og hugrakkari, þegar hann fann, að háðsglósur hans féllu i góðan jarðveg hjá strákunum. Og nú spurði hann t.d. um það, hvort Tamar hefði makað sig i framan með skósvertu, eða hvort hann hefði kannski skriðið inn i ofninn? En nú var Tamari nóg boðið. Hann brauzt um af fremsta megni, til að komast á fætur, svo að snjórinn þyrlaðist i kringum hann. Hann var ákveðinn i að ráðast á Dadda og berja hann, eins og kraftar hans leyfðu. O, bara að Tóta, Elsa og Ragnar hefðu verið hér nærri. En þau voru óii að spjalla saman uppi á brekkubrúninni, og fylgdust ekkert með honum lengur. Þetta var allt svo óttalega vonlaust. — En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, seg- ir gamall talsháttur. Rétt i þessu gekk stór drengur skyndilega út úr hópnum og kom til Tamars. Þetta var hann Þrándur, einmitt sá drengur, sem Tamari geðjaðist bezt að í hópi hinna eldri, þvi að hann hló aldrei, þegar Daddi var að hæðast að hon- um. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.