Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 11.01.1981, Blaðsíða 13
horfði upp til borgarinnar, eins og hann byggist við að sjá Kola-Pésa þar upp frá. ,,Er hann þá góður við þig, þessi Kola-Pési?” „Góður? Hann Kola-Pési?” sagði ^Tommi. ,,Ég ek íyrir hann kolum, og svo gefur hann mér svolitið að borða af mat sinum. Já, þá er hann vafalaust góður”. ,,Já, vissulega”, sagði pabbi og kinkaði kolli. „Hefurðu fengið eitthvað að borða i morgun?” ,,Já, tvær kartöflur og sporð af fiski”, sagði l'ommi og klappaði á magann. ,,Og fékkstu þá nægju þina af þvi?” spurði pabbi. ,,Ég hefði nú vist áreiðanlega getað borðað tvo til þrjá sporða i viðbót”, sagði Tommi og leit upp til pabba. ,,Á ég kannski að bera fyrir þig böggul?” Pabbi rétti úr sér. „Þú skalt koma hérna upp landgöngubrúna, drengur minn, og drepa á dyr hjá matsveinin- um”, mælti pabbi, „hann finnur kannski eitt- hvað handa þér til að bita i”. „Ég held ég þori það ekki”, sagði Tommi hikandi. „Jú, komdu bara, góði minn, ég skal hringja til hans og segja honum frá þér”. Pabbi gekk inn i salinn og hringdi til Óla matsveins. „Ég ætla að biðja þig að taka til góðan matarbita”, sagði hann. „Það kemur núna til þinlitill drengur, sem hefur þörf fyrir það”. „Skal gera það tafarlaust, skipstjóri”, sagði Óli matsveinn. Hann spurði einskis frekar. Hann vissi, að skipstjórinn hafði alltaf samúð með svöngum börnum, og sjálfur hafði hann heldur aldrei á mót.i þvi að seðja svangan maga. Börn voru alltaf börn, hvar sem þau bjuggu á hnettinum. Stundarkorni seinna var drepið á eldhús- dyrnar. „Kom inn!” kallaði Óli matsveinn. Dyrnar opnuðust, og kolsvartur kollur Tomma gægðist inn. „Sæll,” hvislaði hann hikandi, þegar hann sá Óla. „Sæll,” sagði Óli matsveinn og virti Tomma fyrir sér. „Til hvers kemur þú hingað, drengur minn?” „Ég kem... ég kem hingað til að fá eitthvað að borða, istrubelgur”, sagði Tommi rólega. „Hvað sagðirðu, drengur?” spurði Óli ákveðinn. „Að ég kæmi til að fá mér eitthvað að borða,” sagði Tommi litið eitt hærra. Óli matsveinn hallaði undir flatt og gaut aug- unum til Tomma. „Heyrðu, drengur minn, — kallarðu mig istrubelg, eða hvað?” spurði hann. „Ó-Ó andvarpaði Tommi. Nú hafði hann vist alveg glata þessu góða tækifæriæ,,Ja-a, þú ert nú eiginlega dálitið feitur, — eða finnst þér það ekki?” spurði hann. „Hm!” sagði Óli matsveinn og sneri sér við, — áttu við það?” „Já, og það er heldur ekkert undarlegt,” sagði Tommi og bar ótt á. „Þú hefur afar mikið af mat hér i kringum þig. Eru þetta góð brauð?” spurði hann og benti á stóran haug af nýbökuðum brauðum, sem lágu á bekknum. Það var svo yndisleg angan, sem barst frá þeim, að Tommi gat ekki stillt sig um að reka nefið i áttina til þeirra og lykta að þeim. „Nei, heyrðu nú, þefarinn þinn, — þetta vil ég hreint ekki hafa,” saði Óli matsveinn og var harla valdsmannslegur. „Ég, — ég,— éghef ekkihugsað mér að stela neinu frá þér, istrubelgur,” sagði Tommi og leizt augsýnilega ekki á blikuna. „Það var skipstjórinn, sem sagði, að ég mundi fá eitt- hvað að borða hjá þér”. „Já, alvegrétt,” sagði Óli matsveinn. „En ef þú kallar mig istrubelg einu sinni enn, þá færðu ekki einu sinni brauðskorpu hjá mér, hvað þá meira”. „Já, ég skil það vel-istrubelgur,” svaraði Tommi strax og settist rólega á stól, sem var rétt hjá honum. Óli matsveinn sneri sér við og brosti. „Þú virðist alveg óbetranlegur, barnið gott,” sagði hann. „En .ef þú vilt sýna mér þann sóma að kalla mig óla matsvein, þát þætti mér vænt um, þvi að það er nafnið mitt. „Alveg sjálfsagt, istrubelg.. ó, ... nei... óli matsveinn,” sagði Tommi... „Ég heiti Tommi.” Það varð hljótt i eldhúsinu um stund. Óli setti steikarpönnuna á vélina, náði i smjör og egg og greip eitt af nýju brauðunum. Dyrnar voru opnar og morgunsólin skein inn i eldhúsið á nakta fætur drengsins. „Ég er svangur, Óli matsveinn,” var sagt lágri röddu, að baki Óla. „Já, ég þykist vita það, en biddu aðeins, hrokkinkollur litli,” svaraði Óli matsveinn og flýtti sér af fremsta megni. Og það liðu ekki margar minútur, þangað til hann hafði borið á borð fyrir Tomma tvö steikt egg, margar girni- legar brauðsneiðar og stórt mjólkurglas. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.