Heimilistíminn - 25.01.1981, Page 9

Heimilistíminn - 25.01.1981, Page 9
A rannsóknarstofunni i Walnut Creek. Ramcharan heldur hér á pilluböxi og fyrir aftan hana eru starfsmenn rannsóknar- stöövarinnar við störf. < ■ ■ -m. t Kensington i Kaliforniu situr Ram- charan á gólfinu heima hjá sér i djúpri huglciðslu. Við hlið hennar liggur Max, hundurinn hennar, vafinn inn i teppi. Permanente læknamiðstöðinni um nokk- urn tima. Ekki er að undra, þótt rannsókn Ram- charan hafi þegar orðið fyrir töluverðu aðkasti og sé umdeild. Barbara Seaman, sem ritaði bókina The Doctors’ Case against The Pill, sem kom út árið 1969 heldur þvi fram, að rannsóknin sé mjög gölluð. Seaman dregur einnig i efa töl- fræðilegt gildi hennar. Þá átelur hún Ramcharan fyrir ab hafa notað fjárstyrk frá framleiðendum pillunnar til þess að standa straum af kostnaðinum við pillu- rannsólknina. Til þessa ráðs hafi hún gripið, þegar styrkir frá bandariskum heilbrigðisyfirvöldum hafi gengið til þurrðar snemma á síðasta ári. Ramcharan neitar þvi algjörlega að tekið hafi verið við einkaframlögum frá þvi i marz, og segir, að aðeins hafi komið 150 þúsund dollarar frá lyfjaframleiðend- um og það hafi verið árið 1975-1976. — Við verðum þó að leita að fjármagni meðal einstaklinga og einkaaðila i fram- tiðinni, segir Ramcharan, vegna þess að hún óttast að bandarisk stjórnvöld muni i náinni framtið draga mjög úr rannsókn- arstyrkjum á borð við þá, sem hér þarf að fá. — Fólk heldur þvi fram, að með þvi eigum við á hættu, að fyrirtækin, sem veiti styrkina, segi okkur fyrir verkum. Þvi mótmæli ég algjörlega. Ég þekki sjálfa mig, og enginn getur haft áhrif á störf min. Forsvarsmenn heilbrigðisyfirvalda segja, að meðan ekki liggi fyrir nákvæm- ari eða meiri niðurstöður úr Walnut Creek-athuguninni verði ekki sagt að hún sé endanleg. Heilbrigðisyfirvöid draga ekki i efa niðurstöður Ramcharan, að- ferðir né tilganginn með rannsókninni. Savitri Ramcharan er dóttir indversks kaupmanns, og er fædd á Trinidad. Hún fékk rikisstyrk til náms i Kanada, og sýndi þakklæti sitt með þvi að verða fyrst til að útskrifast úr sinum bekk i lækna- skólanum i Toronto. Siðan hefur hún stundaðrannsóknir við Harvard, Stanford og Berkeley-háskóla og er með meistara- gráðu i heimilislækningum, en doktors- gráðu i faraldsfræði. Hún hefur starfað bæði i Bandarikjunum og á Indlandi, og á árunum 1957-59 var hún aðstoðarmaður dr. Gregory Pinchus.eins þess er tók þátt i að framleiða fyrsta getnaðarvarnalyfið, Enovid. Savitri er ekkja, en maður hennar, sem einnig var læknir, lést árið 1972. Hún á 24ra ára gamlan son, Andrew, og segist sjálf aldrei hafa tekiö pilluna. — Fram- leiðsla pillunnar hófst of seint fyrir mig sagði hún. öðrum konum ráðleggur hún, að taka ekki neinar skyndiákvarðanir vegna pillutökunnar. — Ef þú ert hrædd við að taka pilluna, skaltu ekki gera það. — Það er tii þess eins að eyðileggja það góða, sem pillan á að gera, sem sé að stjórna frjóseminni og bæta þar með lif þitt. Þá segir læknirinn ennfremur, að konur, sem reykja mikið, og konur sem hætt er vib hjartasjúkdómum ættu ekki að taka pilluna. — Annars verður sérhver kona að gera það upp viö sig, með hjálp iæknis, segir Ramcharan. Siðasta orðið um pilluna hefur enn ekki verið sagt. Umfangsmiklar rannsóknir á pillunni og áhrifum hennar fara fram í Kaliforníu 9

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.