Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 11
— Smáboð? Það ætti að verða skemmtilegt. Andrea sneri sér snöggt við, kaffið var byrj- að að siga niður. Hún hallaði sér upp að vaskin- um og virti hann fyrir sér, og aftur brá fyrir þessum undarlega svip i augum hans. — Kunningjar minir, sem vinna með mér i sjúkraskýlinu, ætla að koma. Þeir eru svo spenntir að sjá húsið mitt, og frú Judson og frú Wesley koma lika, sagði hún. — Ef þú hefur áhuga.... Hún varð undrandi, þegar hún sá brosið, sem kom á andlit hans, og hvernig grannleitt, drengjalegt andiitið breyttist. Allt i einu varð henni ljóst, að hún hafði aldrei áður séð hann brosa svona. Hann yngdist um mörg ár, og magurt, stórbeinótt andlitið, sem bar sterkan Indiánasvip breyttist algjörlega. — Ég var að velta þvi fyrir mér, hvort ég ætti að þora að koma óboðinn i veizluna, og ef ekki, hvernig ég gæti orðið mér úti um boð, viðurkenndi hann drengjalegur á svipinn. — Þakka þér kærlega fyrir frú min góð. Ég þigg boð þitt með þökkum. — Þú ættir að koma, en meðal annarra orða, sagði Andrea, — ég er svolitið hissa, að þú skulir vilja koma i boð til min, eins og þér er nú illa við mig. Hann virti hana fyrir sér svolitla stund, og svo kinkaði hann alvarlegur kolli. — Veiztu nokkuð hvað ég hugsa um þig, eða hvað? Andrea greip andann á lofti og augun þönd- ust út. — Ég veit, að þú telur mig skömm hjúkrun- arstéttarinnar. — Aldrei hef ég nú sagt það, né heldur er ég þeirrar skoðunar! Ég held bara, að þú hafir farið mjög skakkt að, þegar þú eyðilagðir framtiðarmöguleika þina með þvi að brjóta i bága við skipanir læknis varðandi meðferð á sjúklingi, þegar þú gazt alls ekki vitað, nema þú dræpir sjúklinginn með þvi. — Hún lifði! — Hvernig gaztu vitað, að hún myndi lifa, þegar þú fórst ekki eftir fyrirmælum dr. Mc- Cullers varðandi meðferðina? sagði hann i mótmælaskyni. Svo lyfti hann hendinni til þess að stöðva hana, þegar hún ætlaði að svara. — Biddu við! Við höfum rætt þetta allt áður. Ég dáist að þvi, hve trú þú varst sjúklingi þinum, en mér þykir fyrir þvi, að þú skyldir neita að fara eftir skipunum. Og við skulum láta þar við sitja, finnst þér það ekki rétt? En þar fyrir utan skaltu ekki láta þér detta i hug eitt augnablik, að mér finnist þú ekki bæði góð og trygg hjúkr- unarkona, og miklum hæfileikum búin, jafnvel þótt mér finnist þú hafa farið svolitið út af réttribraut.Þaðskiptir heldur engu máli, þeg- ar um er að ræða, að mig langar til þess að koma i boðið til þin, og ég kem svo sannarlega blaðskellandi. Kannski get ég lika hjálpað þér við hitt og þetta. Og er kaffið svo ekki að verða tilbúið? Andrea beit á jaxlinn en sneri sér svo að kaffikönnunni, náði i nýju bollana sina og undirskálarnar og setti það á borðið og hellti i bollana. Sjöundi kafli — Það mætti imynda sér að þú hefðir verið að vinna i happdrætti milljón dollara skatt- frjálsa, sagði hann siðdegis daginn eftir þegar þau voru að leggja af stað i innkaupaferðina. Andrea hló og strauk ósjálfrátt yfir ljósbláa bómullarkjólinn, sem hún var i. — 0, þú segir þetta bara vegna þess, að þú hefur aldrei séð mig nema i hjúkrunarbúningn- um, sagði hún svolitið feimnislega. — Ég á ekki við kjólinn, þótt hann fari þér vel, sagði Steve með sannfæringarkrafti. — Ég á við þig sjálfa. Það eru stjörnur i augunum á þér, og kinnarnar eru eplarauðar. Hún hló að honum, og lyfti augnabrúnunum. — Mikil ósköp, dr. Jordan! sagði hún striðnislega. — Heyrðu Andrea, ég hef verið að hugsa um þig- — Er það satt? Þakka þér fyrir það! — Vertu ekkert að reyna að vera merkileg með þig stúlka min, sagði hann ákveðinn, og var strax orðinn alvarlegur. Greinilegt var, að hann var að reyna að finna réttu orðin til þess ^að tjá hugsanir sinar. — Ég hef verið að velta þvi fyrir mér, hvort þú gætir ekki beðið dr. Mac afsökunar, og lofað þvi, að þú ynnir ekki gegn skipunum nokkurs læknis i framtiðinni. Þá myndi hann kannski taka þig i sátt á ný. — Það gæti ég ekki gert. — Beðizt afsökunar? — Nei, lofað þvi aö gera þetta aldrei aftur. — Hvað áttu við? Hann stóð á öndinni af undrun. Hún hristi höfuðið og var ákveðin á svip. — Undir sömu kringumstæðum myndi ég gera þetta aftur, sagði hún þrákelknislega. n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.