Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 10
Þegar flutningamennirnir voru farnir sveif hún um ibúðina og virti allt fyrir sér með ánægjusvip. Eldhúsið var svo fallegt með skin- andi litlum isskápnum, eldavélinni og gólf- dúknum, sem var i glaðlegum litum. Gardin- urnar voru rauðar með hvitum doppum, og hún hafði saumað þær sjálf og hengt þær upp dag- inn áður. í svefnherberginu voru hnotuhúsgögn ogfalleggluggatjöld, og teppið, sem var á gólf- inu var i haustgrænum litum. Þegar hún kom aftur fram i dagstofuna brá henni við að sjá Steve Jordan standa i dyrunum og virða fyrir sér breytingarnar, sem orðið höfðu á ibúð hennar. Andrea var svo stolt af ibúðinni, að hún gleymdi i augnablikinu óvild sinni i garð Steve og sagði áköf: — Finnst þér þetta ekki fallegt? — Jú, svo sannarlega, mjög fallegt, svaraði hann, að helzt leit út fyrir, að hann hefði lika gleymt fjandskap þeirra. — Þú ert dugleg að skreyta og laga til. Ég hefði átt að leita ráða hjá þér varðandi mina ibúð. Andrea sveigði aftur höfuðið og nokkuð af hlýjunni var horfið úr augum hennar og eínnig úr röddinni. — Hrædd er ég um, að þú getir tæplega treyst mér fyrir svo miklu, svaraði hún honum. — Nei, kannski ekki, sagði hann með sem- ingi, og kuldinn var aftur kominn i röddina. Hann virti fyrir sér svolitið krumpaðan ein- kennisbúninginn. — Þú ert svo góð hjúkrunar- kona, að leiðbeiningar þinar varðandi húsa- kynni lækna ættu að vera hinar ágætustu. — En fallega sagt af þér, undir þessum kringumstæðum, sagði Andrea, og reiðin sauð i henni, þótt hún reyndi að dylja það. 10 NiXsagði Steve lágum rómi. — Hvernig væri að við hættum að rifast smástund og fengjum okkur þess i stað kaffibolla. Ég er alveg upp- gefinn, en býst ekki við að hægt sé að kaupa hér almennilegt kaffi i nágrenninu, svo ég skal leggja til kaffið og mjólkina, ef þú sérð um að oúa það til. É g er viss um, að þú býrð til gott kaffi. — Jæja, þakka þér fyrir hólið. Andrea var stutt i spuna, þegar hún hélt áfram og sagði: Ég myndi leggja til kaffið, ef ég væri búin að kaupa inn. Það ætla ég hins vegar að gera i sið- degisfriinu minu á morgun. Hann kom aftur með kaffikrús og rjóma- könnu, og Andrea bjó til kaffið. Hann settist niður á annan af tveimur stólum við borðið og fylgdist með henni af forvitninni, sem Andreu féll svo illa. — Hvers vegna leyfirðu mér ekki að aka þér út i einhverja af þessum fínu verzlunarmið- stöðvum, ef þú ætlar að fara að kaupa i mat- inn? Ég er viss um, að þú hefðir gaman af að verzla þar. Þar að auki hefur mér verið sagt, að allt sé miklu ódýrara þar heldur en i verzlununum hér i kring. Það er lika allt svo fint i þessum nýju verzlunum. Hann bætti við i flýti: — En kannski hefur einhver annar þegar boðizt til þess að aka þér. — Nei, það hefur enginn gert, og þetta er mjög vinsamlegt af þér. Ég er svo sannarlega þakklát, sagði hún hressilega. — Ég ætla að hafa smáboð hérna á laugardagskvöldið i til- efni af þvi að ég er að flytja inn, svo ég þarf að kaupa nokkuð mikið.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.