Heimilistíminn - 01.03.1981, Síða 5

Heimilistíminn - 01.03.1981, Síða 5
danir eiga SJÁLFS- MORÐSMETIÐ norðurlöndum Tíðni sjálfsmorða er hæst i Danmörku af öllum löndum i hinum vestræna heimi. Þar fremja næstum helmingi fleiri sjálfsmorð en þeir, sem farast i umferðarslysum. Skýrslur sýna að árið 1979 frömdu 1318 manns sjálfsmorð i Danmörku en ibúar landsins eru um fimm milljónir. Á sama tima létu ekki nema 730 manns lifið i umferðarslysum. Þessar tölur sýna skuggalega hliö á lífi manna i landi, sem er öörum löndum þröaöra félagslega og þar sem lifskjör manna eru betri en viöast annars staöar. Heilbrigöisstofnun Sameinuöu þjóö- anna heldur þvi fram, að árlega reyni nær 10 þiisund Danir aö svipta sig lifi. Heimsmet Af hverjum eitt hundrað þúsund Dönum fremja 26 sjálfsmorö. I Finnlandi er talan 25. Aöeins 19 Sviar af hverjum hundraö þúsund fremja sjálfsmorö. 1 Noregi eru það 12 af hverjum 100.000 sem binda endi á lif sitt á einn eöa annan hátt. Heimsmetiö i sjálfsmoröum eiga Ung- verjar. Af hverjum 100.000 Ungverjum fremja 43 sjálfsmorö. 1 Bandarikjunum gera þaö aöeins 13 manns og ekki nema átta í Bretlandi. Prófessor Niels Juel-Nielsen viö Odense-háskóla hefur rannsakaö orsakir þess aö fólk fremur sjálfsmorð á Noröur- löndunum, og segir hann aö til þess liggi margar ástæður. Fjárhagsvandræöi, mikið atvinnuleysi, vonleysistilfinning.eru þrjár meginorsak- ir þess, aö fólk fremur sjálfsmorö, segir prófessor Juél-Nielsen. Hann bendir á hinar lágu sjálfsmorös- tiöni i Noregi og segir aö ástæöan fyrir henni sé, aö þar hafi borgarmenningin ekki náö eins langt og i hinum löndunum. 1 Færeyjum segir hann sjálfsmorð næstum óþekkt, enda hafi Færeyingum tekizt aö halda i gamla lifnaöarhætti og siövenju umfram aöra. Skýringar prófessorsins Juel-Nielsen prófessor heldur þvi fram aö félagslega velferðarrikiö Danmörk sé sérlega vel til þess fallið aö eyðileggja allt persónulegt frumkvæöi fólksins sjálfs. Danir hafi einnig fjarlægzt þaö, sem kallaö hafa verið andleg verðmæti. Þess i staö eru þeir nú meiri efnishyggjumenn en áöur var. I Danir eru lika langt komnir meö aö brjóta niður hiö heföbundna fjölskyldulff og fjölskyldukerfi þar sem fjölskyldan er einheild. Frá þvi siöari heimsstyrjöldinni lauk hefur landiö breytzt úr landbúnaðar- landi i' iönriki- Aöur fyrr voru þaö fremur karlar en kon- ur sem frömdu sjálfsmorö. Nú hefur sjálfsmoröum kvenna fjölgaö mjög og er jafnréttisbaráttan talin eiga þar sök á. Sú staöreynd aö yfir 40% þeirra 7% landsmanna sem eru atvinnulausir eru ungt fólk er einnig mjög neikvætt. Heilbrigðisstofnun Sameinuöu þjóö- anna heldur þvi fram, aö ekki sé hægt aö skýra hina háu sjálfsmoröstiöni i Dan- mörku meö einni einfaldri ástæöu. Þá er taliö aö ástæöan fyrir þvi aö fleiri konur reyna nú aö svipta sig lifi en áöur var, sé baráttan fyrir jafnrétti kynjanna og vandamálin sem af þvi leiða. Danskir sérfræöingar vinna aö rann- sókn' og skýrslugerö um þetta mikla þjóöarvandamál og er áætlað aö niöur- stööur liggi fyrir áriö 1983. Sérfræöinga- hópurinn i Odense hefur þegar stungib upp á þvi aö komiö veröi á fót félagsmið- stöö sem vinni aö þvi aö reyna aö koma I veg fyrir aö sjálfsmoröum fjölgi enn I landinu. 1 þessari miöstöö vilja sér- fræöingarnir að tdtiö veröi á móti fólki og þvi veittaöstoö ef þaösér ekki aöra leið til þess aö leysa vandamál sin en meö að svipta sig lifinu. Þfb 5 r i

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.