Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 4
Dýrt að kaupa hús í Japan, ekki síður enhér á íslandi Það er viðar en á íslandi, sem fólki gengur erfiðlega að eignast þak yfir höfuðið. Eftir tiu ára nurl hefur Kuniyoshi Saito skrifstofumaður i Japan loks misst alla von um að geta nokkurn tima eignazt sitt eigið húsnæði. Laun hans hafa farið hækkandi, og þaö meira að segja mjög ört, undanfarin ár, en það nægir ekki til þess að hann geti fest kauþ á húsnæði. Húsaverðið hefur hækkað mun örar en kaupið. Lóðaverð og verð á landi almennt hefur hækkað að meðaltali um 20% á ári allt frá þvi árið 1960. Það er þrisvar sinnum meiri hækkun en hækkun á neysluvörum. Á siðustu 12 mánuðum hefur verð á húseignum hækkað um 30%, og þar með er útséð um það milljónir manna, sem höfðu hugsað sér að kaupa sér þak yfir höfuðið, geti gert það i náinni framtið. Þrátt fyrir þetta hafa Japanir fjárfest hærra hlutfall þjóðartekna i fasteignum en nokkur önnur iðnaðarþjóð. Þriðjungur ibúðarhúsa i landinu, sem eru um 34 milljónir talsins, voru byggð eftir 1970. Nú hafa vextir og afborganir hækkað svo mjög, að útlitið er sannarlega svart hjá húsbyggjendum og kaupendum sömu- leiöis. Könnun, sem nýlega var gerð, leiddi i ljós, að ibúð i Tokyo kostar að meðaltali um 130þúsunddollara.Þettaerþeim mun hærra verð, þegar á það er litið, að sé tal- að um glæsieinbýlishús, þá er venjulega átt við aðeins þriggja herberja hús, sem ekki er nema um 60 fermetrar að stærð. Þætti það vist ekki glæsieinbýlishús ann- ars staðar i heiminum. Sala ibúða dróst mjög saman á siðasta ári. Þá seldust ekki nema 70% þeirra ibúða, sem til sölu voru miðað við 83% ár- ið á undan. Flestir ibúðakaupendur mundu helzt vilja kaupa sér einbýlishús, en hafa ekki ráð á þvi, enda kostar það venjulega helmingi meira en ibúð að sama flatarmáli. Þess vegnaeraugljóst, að Japaninn fær færri fermetra fyrir sina peninga, en maðurinn á Vesturlöndum. Stjórnvöld hafa sett lög, sem kveða á um að húsnæði skuli stækka, og nú er til þess ætlazt, að ibúðir séu að minnsta kosti 110 fermetrar. Þrátt fyrir það er meðal-japanskt heimili enn aðeins 56 fer- metrar' að stærð. Leiguibúðir eru að jafnaði ekki nema 24 fermetrar að stærð, og enn eru til leigu hvorki meira né minna en 1.1 milljón svo- kölluðu kaninubúr, þar sem ekki eru nema 11 fermetrar fyrir fjölskylduna, og ekkert baðherbergi eða klósett fylgir. Astandið i húsnæðismálum er mun betra nyrzt og syðst i Japan heldur en það er i hinni allt of mannmörgu Tokyóborg. Þar er landlika dýrara en annars staðar, og meðalibúð er aðeins 37 fermetrar að stærð. Landfræðileglega landsins og félags- legar aðstæður bæta á engan hátt ástand- ið. Þrir fjórðu hlutar Jaþans eru fjöll og hálendi, þannig að 120 milljónir manna verða að láta sér nægja aðeins fjórðung landsins. Þess vegna verður ekki stórt landsvæði eftir fyrir hvern og einn. Að meðaltali eru ibúar á hvern ferkilómetra um 900 talsins. Til samanburðar má geta þess að i Bandarikjunum eru 250 manns á ferkilómetra byggilegs lands og 400 i Hol- landi. Mannflutningar frá sveitum til iðnaðar- borganna og iðnaðarsvæðanna umhverfis höfuðborgina fara stöðugt vaxandi. Ibú- um fjölgarþvi mjögá Stór-Tokýosvæðinu. Þar búa nú um 23 milljónir manna, og eru 15 þúsund manns á hvern ferkilómetra lands, þar sem flest er. Iðnfyrirtæki leggja undir sig bezta og aðgengilegasta landið. Þess vegna hafa ibúðarbyggjendur tekið upp á þvi, að reisa ibúðarhús á hinum furðulegustu stöðum, þar á meðal á sléttlendi gerðu af manna höndum og utan i fjallshliðum. Eins og fyrr segir hefur land hækkað mjög i verði. Auk þess eru byggingarvör- ur alltaf að hækka. Þar við bætist, að vextir og afborganir fara sihækkandi. Allt virkar þetta sem hemill á byggingar. Vextir af bankalánum til bygginga eru Málið nýja mynd Fáið ykkur lit eða tússpenna og málið alla reitina, sem merktir eru litlum punkti. Þeg- ar þið hafið lokið við það, kemur i ljós nafn á þekktri erlendri stórborg. 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.