Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 5
8.88% (þætti vist ekki mikið hér á landi), og er þetta það hæsta, sem verið hefur i Japan fram til þessa og þykir óheyrilega hátt. Vextir, sem fylgja lánum á húsnæði, sem rikið hefur látið reisa eru lægri, eða 5.5%, en i hinu verðbólguhrjáða Japan þykir þetta meira að segja mikið. Ef maður hyggst sækja um lán til húsa- kaupa eða bygginga, verður hann fyrst að geta sýnt fram á að hann eigi sjálfur að minnsta kosti 20% væntanlegs húsverðs i fórum sinum i reiðufé. Siðan mega af- borganir og greiðslur ekki fara fram úr 30% heildarárstekna hans. Þar af leiðir, að ætli maður að kaupa áér ibúð, sem kostar 22 milljónir yena, verður hann að eiga 4.4 milljónir i peningum, þegar hann fer af stað.Svo verður hann að hafa 5.5 milljónir yena i árstekjur. Meðaltekjur japansks starfsmanns milli þritugs og fertugs.sem vinnúrá skrifstofu á borð við þaðsemáðurnefndur Saito gerir,fær ekki nema 3 milljónir yena i árslaun. Margir þeir, sem lögðu út i húsakaup, en voru rétt á mörkunum, hvað varðaði þau skilyrði, sem sett voru um lán og ann- að, hafa nú komist að raun um, að þeir hafa ekki lengur bolmagn til þess að standa i skilum. Þeir hafa orðið að draga greiðslur m .a. vegna þess að tekjur þeirra sjálfra hafa heldur lækkað en hitt. Reiknað hefur verið út, að þeir, sem verst eru staddir, noti nú þriðjung mánað- arlauna sinna i afborganir af lánum. Þess ber aö geta, að vextir og afborganir eru ekki frádráttarbær til skatts. Til þess að lækka húsnæðiskostnaðinn hafa húsbyggjendur leitað að byggingar- svæðum utan borganna, þar sem hefur verið hægt að fá landið á lægra verði en inni i borgunum. Þarna hafa svo risið nokkurs konar svefnbæir, tómir stein- kassar, allir eins, litlausir og óaðlaðandi. i úthverfum Tokyo má sjá ný hús spretta upp eins og gorkúlur, en hver hefur ráð á að kaupa þessi hús? Fyrir 100 islenskar krónur færðu 3 jen og meöalárstekjur japansks skrifstofumanns eru 3 milljónir jena. íbúar verða að ferðast langar leiðir til og frá vinnu. Þessi ibúðarsvæði eru siður en svo eftirsótt. Þó eru það um 35% allra Japana.sem búai svona svefnborgum, og eru þeir mjög óánægðir með húsnæði sitt og langar til þess að flytja. Margir telja, að eina lausnin á þessum húsnæðisvanda sé að rikið byggi og leigi húsnæði á viðráðanlegu verði þeim Jap- önum, sem ráða alls ekki við það lengur að kaupa eigið húsnæði. Þfb — Mamma, hvers vegna segir fólk, að storkurinn hafi farið húsavillt, þcgar hann flaug heim til fröken Jónu? Bezta leiðin til þess að svitna ekki er að vinna eins litið og hægt er. Ég hef hvað eftir annað sagt, aö I minum huga kemst ekki nema ein einasta kona að. Já, en þú hcfur aldrei sagt mér, hver hún er. 5 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.