Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 12
hlýtur að gera þér grein fyrir þvi, að dr. McCullers hleypir mér ekki inn á sjúkrahúsið, né heldur nokkurs staðar þar sem hann ræður rikjum, sagði Andrea. Frú Judson brosti dauflega. — 0, ég held hann geri það, sagði hún alvar- leg i bragði — Ég krafðist þess, og hann varð að láta undan. —Ég gæti það ekki, frú — ég á við Elizabeth. — Ég gæti það bara alls ekki, sagði Andrea, og vissi ekki hvernig hún átti að bregðast við. — Þetta yrði algjörlega ómögulegt fyrir okkur. Læknir og hjúkrunarkona verða að vinna saman skilja hvort annað og virða sömuleiðis. Það gætum við dr. McCullers ekki gert. Frú Judson horfði á hana um stund. Ég veit, að þetta yrði ekki þægilegt fyrir þig, Andrea, sagði hún bliðlega. — En þetta er sér- stakur greiði, sem ég ætla að biðja þig að gera mér. — Þú veizt mæta vel Elizabeth, að það er ekkert, sem ég vildi ekki gera fyrir þig. Andrea var farin að ná sér svolítið eftir áfallið, sem hún varð fyrir, þegar frúin bað hana um að verða einkahjúkrunarkona sin. — En hann myndi ekki leyfa það. Læknirinn kemur hingað innan stundar. —■ Þá ætlar hann að biðja þig um þetta persónu- lega, og fullvissa þig einnig um, að hann sé ánægður með að fá þig inn á sjúkrahúsið sem hjúkrunarkonu mina, sagði frú Judson af sann- færingarkrafti. — Er hann að koma hingað? spurði Andrea, og lagði frá sér tebollann . — Láttu nú ekki eins og þú sért að hugsa um að stinga þér út um gluggann barnið mitt. Það vottaði fyrir striðni i rödd frú Judson. — Við höfum rætt þetta vandlega, og ég get fullvissað þig um, að þú munt ekki lenda i neinum vand- ræðum hans vegna. — Hvernig gæti það lika átt sér stað, ég sem er bara sjúkraskýlishjúkrunarkona. Það yrði aldrei leyft, að mér lenti saman við dr. McCullers. — Ég veit, að ég fer fram á mikið við þig, Andrea, sagði frú Judson. Hún var bæði alvar- leg og um leið biðjandi, — en ég er svo hrædd. Mig langar til þess að hafa einhvern vin minn hjá mér. Ég veitsvo sem vel, að hjúkrunarkon- urnar hjá dr. McCullers eru mjög duglegar, og llt það. Ég veit lika, að þær eru svo gjörsam- lega ofurseldar stjórnsemi hans, að þær myndu 12 aldrei þora að gera hið minnsta, sem honum væri á móti skapi. En ég treysti þér, Andrea. Þú hefur sýnt, hvað i þér býr. Ég þarf á stuðn- ingi þinum og vináttu að halda. Þú hefur ein- lægan áhuga á mér og minum málum, og hugsar ekki aðeins um mig eins og sjúklinginn i stofu 403. Þú hugsar um mig eins og manneskj- una Elizabeth Judson. Viltu gera þetta fyrir mig Andrea? — Að sjálfsögðu, ef hann leyfir það, svaraði Andrea á augabragði. Það brá fyrir ofurlitlum glampa i dapur- legum augum frú Judson. — Hann leyfir það, vertu viss. Hafðu ekki neinar áhyggjur, svaraði hún. Litla þjónustustúlkan birtist i dyrunum, og visaði dr. McCullers inn til þeirra. Hann gekk inn i herbergið, hár, myndarlegur og um leið virðulegur með þykka gráa hárið og athugul augun, sem nú virtu Andreu fyrir sér og hvörfl- uðu siðan frá henni svo við sjálft lá, að henni féllust gjörsamlega hendur. — Jæja, Elizabeth, sagði hann við frú Judson, og hann kom eins fram við hana og hann var vanur að gera við alla aðrá sjúklinga sina. — Þú litur betur út i dag. — Þakka þér fyrir Jason. Það er fallega gert af þér að skrökva að mér. Frú Judson brosti til hans. — Ég lit hörmulega út, og við vitum það bæði. Þetta er Andrea Drake, dr. McCullers. Dr. McCullers hvessti augun á Andreu, sem stóð þarna eins og illa gerður hlutur i návist hins virðulega læknis. —Ég held við höfum hitzt áður. Hann hreytti orðunum út úr sér, næstum milli samanbitinna tannanna. Það var engu likara, en hann væri að kasta i hana smásteinum. — Já, læknir, sagði Andrea auðmjúk á svip- inn. — Andrea er búin að samþykkja að koma á sjúkrahúsið og hjúkra mér, Jason. — Þetta er meiri endemis vitleysan Eliza- beth, svaraði dr. McCullers að bragði. — Hjúkrunarkonurnar á sjúkrahúsinu eru full- komlega færar um að hugsa um þig. Það þarf ekki að koma með utanaðkomandi aðila til þess. — Andrea er ekki aðeins hjúkrunarkona, Jason. Hún er sömuleiðis vinkona min, sagði frú Judson ákveðin en varfærnisleg um leið. — Og ég á ekkert allt of marga vini. — Það er ekki öðrum um að kenna en sjálfri þér, Elizabeth. i v

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.