NT - 25.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 25.05.1984, Blaðsíða 2
Föstudagur 25. mai 1984 2 Afurðalánin gufuðu upp hjá sumum: Bankarnir hækka ekki hlutfallið ■ Útflytjendur sjávarafurða eru nú mjög uggandi vegna lækkunar á hlutfalli afurðalána til þeirra, sem greint var frá í NT í gær. Athugasemdir vegna málsins hlaðast upp í sjávarút- vegsráðuneytinu og hagsmuna- aðilar hafa óskað fundar um málið með bæði sjávarútvegs- ráðherra og viðskiptaráðherra. „Þessi breyting hafði í för með sér að súmir verkendur fengu nákvæmlega ekkert út á afurðir sínar núna um miðjan mánuðinn. Það var nefnilega ekki látið duga að lækka láns- hlutfallið heldur var lækkunin afturvirk, sem þýðir að það var tekið af lánum, sem menn voru þegar búnir að fá, vegna afurða sem enn hafa ekki selst,“ sagði Dagbjartur Einarsson, útgerð- arntaður og fiskverkandi í Grindavík, í samtali við NT. Hann sagði að þessi ráðstöfun bitnaði misjafnlega á fyrirtækj- unum. Hún kæmi einna verst niður á þeim sem sætu uppi með miklar birgðir, en nú eru sem kunnugt er miklar birgðir af karfa í frystihúsum og einnig er útlit fyrir að rækjan fari að hlaðast upp vegna aukinna rækjuveiða. „Pau hanga mörg á horriminni fiskvinnslufyrirtæk- in og þetta getur gert útslagið hjá þeirn verst settu,“ sagði Dagbjartur. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði í gær að skilningur ríkisstjórnarinnar hefði alla tíð verið sá að við- skiptabankarnir hækkuðu sift lánshlutfall í kjölfar lækkunar á endurkaupum Seðlabankans. „Pað var forsenda samráðsins, sem um þetta var haft í ríkis- stjórninni," sagði Halldór. Hann sagði að málið yrði tekið upp í ríkisstjórninni strax á mánudag, en þá verða forsætis- ráðherra og viðskiptaráðherra komnir heim frá útlöndum. Gunnar Svanberg, forstöðu- maður sjávarafurðalánadeildar Útvegsbankans, sagði að vissu- lega hefði verið reiknað með að bankarnir kæmu þarna á móti. „En meðan bindiskyldan í Seðlabankanum er ekki lækkuð hafa bankarnir alls ekki peninga til að mæta þessari útgjalda- aukningu. Og á meðan bindi- skyldan er aukin eða óbreytt veit ég ekki til að ætlunin sé að okkar hlutur verði aukinn," sagði Gunnar. Landhelgisgæslan fær þyrlu: „Gleðitíðindi“ - segir Gunnar Bergsteins- son, forstjóri gæslunnar ■ „Þetta eru gleðitíð- indi. En ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvaða þyrla verður keypt fyrr en við höfum haft samráðvið dómsmálaráðherrann. En það vita allir að við höfum mestan áhuga á að fá franska þyrlu af gerðinni Dolphin,,, sagði Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við NT í gær- kvöldi. Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var, áð frunt- kvæði Jóns Helgasonar, dómsmálaráðherra, af- greidd heimild til handa Landhelgisgæslunni til þyrlukaupa. Gunnar Bergsteinsson sagði, að ef Dolphin þyrla yrði keypt rnætti búast við að hún kæmi til landsins sex til sjö mánuðum eftir pöntun. Þyrlan sem hér um ræðir kostar með öllu nálægt 70 milljónum króna. Enn lækka útsölubílar -en hvenær koma þeir? ■ Nú síðustu vikur hafa 163 kaupendur Fiat Panda bíla, ár- gerð 1983, sem staðfestu pant- anir sínar með 30.000 króna greiðslu í lok apríl, beðið eftir bílum sínum. Einn viðmælandi blaðsins sagði að fyrst hefði bílunum veirð lofað 18. maí en síðan hefðu veirð seinkanir. En bið þessa fólks hefur ekki verið til einskis, umboðið hefur boðið 11.000 króna afslátt á bílunum, sem í upphafi kostuðu aðeins 155.000 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá bílasölum í borginni er gang- verð á Panda-bílum af árgerð 1983 um 200.000 krónur. Nú er allt útlit fyrir að ekki takist að afhenda bílana fyrr en mánaðarmótin júní-júlí. Bíl- arnir eru í Phyrreus, hafnarbörg Aþenu, en þar mun flutninga- skipið Saga lesta í næstu viku. að sögn Guðmundar Karlsson- ar, útgerðarmanns, má reikna með að útskipun verði lokið í lok næstu viku. Að sögn Davíðs Guðmunds- sonar, sölustjóra hjá Fiat, er seinkun þessi vegna þess að verksmiðjurnar hafi ekki staðið við að afhenda bílana í Kaup- inn lög og 40% skerðingin lagabókstafur, segir einn helsti forystumaður lánþega í prívatsamtali við- dropa- mann að honum sé svo sem alveg sama, hann taki hvort sem er aldrei lán. Já, öðruvísi mér áður brá, eins og kerl- ingin sagði! Undantekningin sannar regluna ■ Það hefur lengst af verið hald manna að nokkuð mætti spara í heimilisinnkaupum, með því að kaupa meira magn í einu, þ.e. stærri pakkningar. Félagar í Neytendafélagi Akureyrar hugðust sann- prófa þessa kenningu um daginn og snöruðust því inn í matvöruverslun þar í bæn- um og keyptu nokkrar vöru- tegundir í mismunandi pakkn- ingum. Þegar farið var að reikna út sykurverðið, brá mönnum heldur en ekki í brún því að sykurinn úr 25 kílóa pokan- um reyndist kosta um það bil 5 prósentum meira, hvert kt'ló, heldur en venjulegur „óhagstæður" sykur í tveggja kílóa pokum. Erfið fæðing ■ Menn hafa verið að mannahöfn fyrir 16. maí, en þá hafi skip Hafskipa verið að lesta í Kaupmannahöfn. Davíð sagði að hringt hefði verið í allflesta kaupendur og þeim boðið að ganga frá kaup- unum en aðeins einn hafi þegið það. Einnig hafi kaupendum verið boðinn 11.000 króna af- sláttur. En nú, sem sagt, eru bílarnir að fara að leggja af stað og það á aðeins krónur 144.000 - til- búnir á götuna, með ryðvörn og komnir á númer, að sögn Davíðs. velta því fyrir sér undanfar- ið af hverju lagasafnið kemur ekki út. Vitað er að nokkuð er um liðið síðan Friðrik Ólafsson, nývalinn skrif- stofustjóri Alþingis, skilaði verkinu frá sér en samt sem áður bólar ekki á því. Sam- kvæmt heimildum Dropa er það margt sem veldur drætt- inum. Svo mun hafa verið deilt um formála fyrir útgáf- unni. Þegar það mál virtist í höfn datt einhverjum í hug að ekki væri hægt að gefa safnið út öðru vísi en forseta íslands væri afhent eintak í skinnbandi. Þá var farið í að binda gripinn inn. Nú mun því verki vera lokið og sam- kvæmt síðustu fréttum er fátt því til fyrirstöðu, að menn geti sett safnið í sölu annað en tímaskortur þeirra sem eiga að sjá um að hrinda málinu í framkvæmd. Og námsmönn- um er sama ■ Þeir gömlu góðu dagar ’68 kynslóðarinnar, þegar stúdentar börðust með kjafti og klóm fyrir réttindum sínum, eru liðnir. í þá tíma létu menn sig ekki muna um að yfirtaka sendiráð í barátt- unni fyrir því að geta lært hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem er. En nú er öldin önnur. í nýgerðum bandormi, sem varð að lögum á síðustu dögum þing- haldsins við Austurvöll, var ákveðið að skerða lán námsmanna um 40%. Og námsmönum er sama. Frést hefur að einhverjir stjórnar- andstöðuþingmenn hafi ætl- að að mótmæla þessari skerðingu á kjörum náms- manna en hurfu frá því þegar engin vísbending barst um að slíkt væri í samræmi við vilja toppforystu náms- mannahreyfingarinnar. Að minnsta kosti sýndi enginn lit. Seint og um síðir kölluðu stúdentar þó til fundar við Alþingishúsið þar sem örfáir mættu og ræðumenn létu meðal annars þau orð falla að það gæti bara ekki verið að stjórnvöld væru svona vond! Þegar svo allt er um garð gengið, bandormurinn orð- I Reykvíkingar fengu í gær að vita að geimverur þurfa ekki endilega að vera óvinveittar. Þessi blés júfum tónum úr saxafóni í stað þess að beina geislabyssu að forviða mannskapnum fyrir neðan... Þýski eggjaþjófurinn kyrrsettur, skítblankur- Hver boraar brúsann? ■ Ekki hefur enn verið ákveðið hver muni bera kostnaðinn af veru þýska fálkaeggjaþjófsins, Mirosl- avs, sem nú er kyrrsettur í landinu með úrskurði Saka- dóms í morgun. Enginn vafi leikur á að íslenska ríkið borgar brúsann en velt er vöngum yfir hvaða stofnun innan þess tekur það á sig. Hliðstætt mál hefur aldrei komið upp áður á íslandi og og því er um að ræða for- dæmi, sem vafalaust verður látið gilda þegar lík mál koma upp í framtíðinni. í gær staðfesti Sakadómur Reykjavíkur kröfu ríkis- saksóknara um farbann á Miroslav uns dómur er geng- inn fyrir hæstarétti, en Öm Clausen, lögfræðingur hans, hefur kært úrskurðinn. Reiknað er með að hæstirétt- ur taki afstöðu til farbanns- ins innan tíðar og verði sá úrskurður samhljóma úr- skurði Sakadóms er líklegt að Þjóðverjinn þurfi að dvelja hér til hausts, því ekki eru taldar lfkur á því að hæstarétti takist að afgreiða mál hans fyrir sumarfrí. Þessa dagana dvelur Mir- oslav á Hjálpræðishernum og verður reikningur fyrir dvöl hans þar sendur hlutað- eigandi þegar yfirmenn í dómsmálaráðuneyti hafa tekið ákvörðun um það hver borgi brúsann. í Útlendinga- eftirlitinu fengust í dag þær upplýsingar að hver sem skikkaður yrði til að taka framfærsluna á sig væru eng- ar líkur á að þeim seka verði úthlutað meiru til framfærslu en nauðþurftafólki, sem í Reykjavík hefur sagt sig til sveitar. Ekki eru taldar líkur á að Miroslav geti fengið atvinnu né atvinnuleyfi þar eð hann hefur gerst brot- legur við íslensk lög. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er kona Mirosl- av, Gabrielle, farin af landi brott. Guðmundur Jónsson, verjandi hennar, gekkst í ábyrgð fyrir sekt hennar, sem nam 200 þúsund krónum. Að sögn Guð- mundar á Gabrielle fjöl- skyldu bak við sig, sem getur staðið straum af sektinni. Miroslav er aftur á móti eignalaus flóttamaður frá Tékkóslóvakíu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.