NT - 25.05.1984, Side 6

NT - 25.05.1984, Side 6
„Lít ekki á mig sem danskan kvikmyndagerðarmann“ - segir leikstjórinn Lars von Trier, sem fékk sérstök verðlaun fyrir tæknilegt framlag á Cannes hátíðinni Gengið umhverfis Helgafell GÖNGUDAGSGETRAUN. Hvað veist þú um Ferðafélag íslands? 1. Hvaða ár var Ferðafélag íslands stofnað? ... 2. Hvað hét fyrsti forseti Ferðafélags íslands? . 3. Fyrsta skemmtiferð Ferðafélags íslands var farin 21. apríl 1929. Hvert var þá farið? ............ 4. Hvar byggði Ferðafélag íslands fyrst sæluhús? 5. Hvað gengu margir með Ferðafélagi íslands á fyrsta. göngudegi þess 10. júní, 1979............... Auðvelt er að finna svör við spurningunum í Árbókum Ferðafélagsins. Lausnir sendist til Ferðafélags íslands, Öldugötu 3,121 Reykjavík pósthólf 545, fyrir 12. júní n.k. Dregið úr réttum lausnum og þrenn verðlaun veitt. 1. Vikudvöl í Þórsmörk fyrir tvo. 2. Helgarferð í Þórsmörk fyrir tvo. 3. Helgarferft í Þórsmörk fyrir tvo. Nánari tilhögun göngudags er auglýst í félagslífi í smáauglýsingum dagblaða. Ferðaféiag Islands ■ „Maður á alltaf að stefna á fyrsta sætið í öllu, sem maður tekur sér fyrir hendur í lífinu“. Þetta segir danski kvik- myndaleikstjórinn Lars von Trier, sem átti mynd í sam- keppninni á kvikmyndahátíð- inni í Cannes á dögunum. Myndin, The Element of. Crime er fyrsta kvikmynd Lars í fullri lengd og jafnframt fyrsta danska myndin í mörg ár, sem hefur náð því að kom- ast í þcssa eftirsóttustu sam- keppni kvikmyndanna. Lars von Trier fékk að vísu ekki fyrstu verðlaun fyrir mynd sína, sjálfan Gullpálmanna, en honum voru veitt sérStök verð- laun fyrir tæknilegt framlag. The Element of Crime vakti töluverða athygli, þegar hún var frumsýnd í upphafi hátíð- arinnar, þótti óvenju þroskað byrjendaverk. Litameðferðin var ekki eins og maður á að venjast, þar sem alls kyns blæ- brigði af gulu voru yfirgnæf- andi með einstaka rauðum og bláum lit. „Við höfum verið að vinna að því í þrjú ár að gera East- man-Kodak litina boðlega“, segir Lars, og á þar við sjálfan sig kvikmyndatökumanninn Tom Elling, fyrrverandi listmálara, og klipparann Tómas Gísla- son, fslending, sem hefur búið í Danmörku alla ævi. The Element of Crime er sakamálamynd, eða „film noir“ eins og þessi tegund kvikmynda er gjarnan kölluð á erlendum tungumálum. í upphafi myndarinnar er leyni- lögreglumaðurinn Fisher kom- inn til Kairó, örmagna eftir erfiða morðrannsókn í Evr- ópu. Með aðstoð sállæknis hverfur hann til baka og reynir að muna það, sem gerst hafði. Evrópa er öll meira eða minna undir vatni og stöðugt bætist á með úrhellisregni svo til allan tímann, þegar Fisher rannsakar svokölluð happ- drættismiðamorð. Hann ieitar aðstoðar Osbornes, fyrrum kennara síns á lögregluskólan- um, sem hefur skrifað lærða ritgerð um eðli gíæpsins, þar sem gengið er út frá því, að lögreglumaðurinn setji sig í spor glæpamannsins og skilji innviði glæpsins til að geta komið upp um hann. Osborne hafði áður rannsakað happ- drættismiðamorðin og í tengsl- um við þá rannsókn haft gætur á Harry nokkrum Grey. Fisher tekur upp þráðinn, þar sem Osborne hvarf frá og með aðstoð gleðikonunnar Kim heldur hann af stað gegnum forarpytti Evrópu í leit að sannleikanum. Lars von Trier er aðeins 28 ára gamall og þessi fyrsta mynd hans lofar góðu um framhald- ið. NT hitti Lars að máli nokkr- um dögum eftir frumsýn- ingu myndarinnar við morgun- verðarborðið á Carlton hótel- inu í Cannes, einu því fínasta þar um slóðir. Úti var steypi- regn. The Element of Crime er öll tekin á ensku og var Lars fyrst spurður á hvaða stigi það hafi verið ákveðið og hvers vegna. „Hugmyndin um það kom mjög snemma upp, en þar sem dönsku kvikmyndalögin eru ekki hrifin af slíku, þá ákváð- um við að gera myndina bæði á ensku og dönsku. Ástæðurn- ar fyrir því að við gerðum myndina á ensku eru fjölmarg- ar. Ein þeirra er sú, að ekki mátti líta svo út, að myndin gerðist í Danmörku, heldur einhvers staðar í Evrópu, vegna þess að hún er um Evrópu. Auk þessermikilvægt að myndin fái nægilega marga áhorfendur til að standa undir kostnaði". - Lágu þá einungis fjárhags- legar ástæður að baki þessari ákvörðun? „Nei, aðalástæðan er sú, að þessi mynd er skyld hinum gömlu „films noirs“ og þeirra tungumál var enska“. - Að undanförnu hefur mik- ið verið talað um þjóðlega Med dauðann á hælunum Undir eld- fjallinu eftir John Huston: ■ John Huston var kampakátur, þegar hann mætti á fund með fréttamönnum eftir frumsýningu myndar sinnar. Langþráður draumur hans hafði ræst. NT-mynd GB. ■ Bandaríski kvikmvndaleikstjórinn ; John Huston var sérstaklega heiðraður af dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes við lokaathöfnina í fyrrakvöld. Kvikmynd Hustons Undir eldfjallinu var talin sigurstranglegust allt fram á síðustu stundu, en svo fór þó að Wim Wenders fékk Gullpálmann. Einnig áttu flestir von á, að Albert Finney, sem leikur aðalhlutverkið í Undir eldfjallinu fengi verðlaun fyrir bestan leik í karl- hlutverki. Svo varð þó ekki. Undir eldfjallinu er engu að síður framúrskar- andi mynd og hér á eftir er lítillega fjallað um hana. „Hvílík eymdarörlög". Hetjur kvikmyndanna hafa lagt það í vana sinn að segja nokkur fleyg orð á banabeði sínu. Geoffrey Firmin, aðal- persóna kvikmyndarinnar Undir eld- fjallinu eftir John Huston er engin undantekning, þar sem hann liggur í drullunni fyrir utan vesælt hóruhús ein- hvers staðar í Mexíkó með nokkrar kúlur í skrokknum. En þessi eymdarör- lög voru óumflýjanleg. Undir eldfjallinu segir frá síðasta sólarhringnum í lífi Geoffrey Firmin, fyrrverandi konsúls Bretaveldis í Mexí- kó. Firmin er kominn fram á ystu nöfn, aðframkominn af drykkjuskap, sokka- laus í fínum smókingnum. Myndin ger- ist þann 1. nóvember 1938 í Mexíkanska bænum Cuernavaca, á Degi hinna dauðu, degi þegar mexíkanar gleðjast með burtkölluðum úr þessum heimi. Örlög Firmins eru því ráðin þegar í upphafi og beinagrindurnar, sem gerðar hafa verið í tilefni dagsins speglast í dökkum gleraugum hans. ■ Albert Finney vann eitt mesta leik- afrek, sem sögur fara af í hlutverki konsúlsins í mynd Hustons Undir eld- fjallinu, þó svo að hann fengi ekki verðlaun. Hér er konsúllinn með sálu- félaga sínum, áfengisflöskunni. Þennan dag kemur hin fagra Yvonne, eiginkona konsúlsins, til þess að reyna að koma lagi á hjónabandið, eftir nokkra fjarveru. Sama dag kemur einn- ig á staðinn hálfbróðir konsúlsins, Hugh, blaðamaður'nýkominn frá Spáni, þar sem tekið var að halla undan fæti fyrir lýðveldissinnum. Og þá er vofa nasismans farin að teygja anga sína alla leið til Mexíkó. í þessu andrúmslofti vitfirringar reyna persónurnar að ná saman, einkum þó Firmin og kona hans, en á Degi hinna dauðu ná þau aðeins saman í dauðan- um. Firmin reynir að berjast á móti í því helvíti, sem heimurinn er orðinn og flaskan er hans eina lausn. En enginn fær flúið örlög sín. Undir eldfjallinu var fyrsta myndin á hátíðinni, sem vakti einhverja verulega athygli og ekki að ófyrirsynju. Hér hefur Huston gamla tekist einkar vel upp og hann sýnir að þrátt fyrir árin 77 setur Elli kerling engin mörk á verk hans. Myndin er full af krafti og lífi til mótvægis við dauðann, sem vofir yfir persónunum. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum Alberts Finney, sem leikur konsúlinn, Jacqueline Bisset, sem leikur eiginkonuna og Anthony Andrews, sem leikur hálfbróðurinn. Mest mæðir á Finney, sem er frammi fyrir myndavél- inni svo til allan tímann. Túlkun hans er í einu orði ógleymanleg. John Huston segir sjálfur, að persóna konsúlsins sé ein sú erfiðasta, sem hann hafi nokkurn tíma glímt við í kvikmynd og túlkun Finneys á hlutverkinu sé einn besti leikur, sem hann hafi séð um ævina. Og hann ætti að vita hvað hann syngur, búinn að gera kvikmyndir í meira en 40 ár. „Ég áleit Finney passa vel í hlutverk- ið. Hann er einn þeirra leikara, sem ég

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.