NT - 25.05.1984, Síða 7

NT - 25.05.1984, Síða 7
Undir eldfjallinu er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu breska rithöfundarins Malcolm Lowry, sem kom út árið 1947, eftir langa baráttu höfundarins fyrir að fá hana birta. Alls liðu tíu ár frá því að Lowry hóf að rita bókina og þar til hún komst á prent. Skáldsagan er að miklu leyti sjálfsævisöguleg og þegar hún kom út voru gagnrýnendur ekki á einu máli um'ágæti hennar. Einn sagði, að Lowry hefði tekist að skrifa fremur góða eftir- líkingu af mikilli skáldsögu, á meðan annar sagði, að hún væri verk snillings. Kvikmyndun bókarinnar hefur staðið til frá því að hún kom út fyrir nær 40 árum og var Lowry fyrstur til að reyna það. Hann stakk upp á því við MGM kvikmyndafélagið, en ekkert varð úr þeim áformum. John Huston er því fyrstur manna til að gera mynd eftir sögunni. „Ég las bokina strax og hún kom út árið 1947 og hún hafði mikil áhrif á mig. En lengi vel gat ég ekki ímyndað mér að ég myndi gera kvikmynd eftir henni. Ég hugsaði meira að segja ékki út í það. Þó kom að því, að menn fóru að koma með handrit eftir bókinni til mín, ungir aðdáendur , skáldsögunnar, háskóla- kennarar og jafnvel rithöfundar. Hver hafði eigin hugmyndir um hvernig ætti að laga bókina að kvikmyndaforminu og ég las um 25 handrit. En ekki eitt einasta þeirra var nothæft. Á meðan á þessu stóð fór mig að langa til að gera kvikmynd eftir sögunni og þar sem ég hefði ekki getað gert gott handrit eftir henni sjálfur, beið ég bara eftir góðu handriti". Þetta segir Huston um áhuga sinn á að gera mynd eftir skáldsögu Lowry. Bið hans tók svo enda fyrir tveimur árum, þegar ungur maður, Guy Gallo, kom til hans með handrit. Huston leist vel á þáð og þeir unnu að því að betrumbæta það í heilt ár, áður en myndin var tekin. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta, en við, skipulögðum gerð myndar-i innar þannig, að við gætum náð hingað í tíma. Við lukum reyndar við myndinaásíðasta degi umsóknarfrestsins fyrir samkeppnina". - Hefurður einhver áform um nýja mynd? „Við erum að skrifa handrit að nýrri mynd, sem allt bendir til að verði dýr. Ég þarf þess vegna að finna peninga til að gera hána, en ég held ég geri það ekki í dag vegna rigningar- innar“. - Hvers konar mynd verður það? „Við Tomas og Tom Elling höfum unnið saman að kvik- myndagerð í þrjú ár og við erum að reyna að búa til sér- staka tegund kvikmyndar, og The Element of Crime er að- eins eitt skref á þeirri braut. Nýja myndin verður lík henni að einhverju leyti, en okkur langar til að þróa tæknina enn frekar". ■ Lars og félagi hans Tómas Gísla- son, klippari mynd- arinnar. NT-myndir: GB ■ Fisher leynilög- reglumaður í slags- málum við gleði- konuna Kim. Leik- ararnir heitaMicha- el Elphick og MeMe Lei. Ert þú að leita að hillum í stofuna, barnaherberqið, geymsluna, lagerinn eða verslunina? Þetta er lausnin. SRItlVlHHU SOLUBOÐ ...vöruverð í lágmarki Fóstudagur 25. maí 1984 7 ber hvað mesta virðingu fyrir. En frammistaða hans í myndinni fór langt fram úr mínum björtustu vonum. Finn- ey er leikari, sem ekki þarf að stjórna. Við ræddum atriðin saman, en ég lét hann síðan einan um að æfa. Og ég þurfti aldrei að setja út á túlkun hans á hlutverkinu“, segir John Huston. Hlutverk Bisset og Andrews eru mun veigaminni, en bæði skila þau þeim með mikilli prýði. UMFERÐARMENNING > Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. UMFERÐAR RÁÐ Ný plata Samhjálpar. Æurágóði rennur tiínjálparstarfsins. fómhjálp kvikmyndagerð sem mótvægi við myndir gerðar fyrir fjár- magn frá mörgum löndum, og amerískar myndir, sem flæða yfir Evrópu. Mig langar því til að spyrja þig hvort þú lítir á þig sem danskan leikstjóra, sem gerir danskar myndir, eða aðeins sem leikstjóra sem gerir kvikmyndir? „Ég lít ekki á mig sem danskan leikstjóra og ég er ekki sammála því, að kvik- myndir þurfi að vera þjóðlegar til að vera góðra gjalda verðar. Hinir sönnu meistarar áttu sér ekkert þjóðerni, en þeir komu úr mismunandi umhverfi. Ég lít svo á, að það sé ekkert til, sem heitir sérstök dönsk kvik- myndagerð, heldur miklu fremur evrópsk kvikmynda- gerð og ég lít á mig sem Evrópumann. Og maður eins og Carl Dreyer var alls ekki danskur kvikmyndagerðar- gerðarmaður, hann var ekki í neinum tengslum við danska kvikmyndahefð.“ - Þú dregur upp nokkuð dökka mynd af Evrópu í kvik- mynd þinni... „Já, en mér finnst hún líka falleg...“ - Aðalpersóna þín virðist alltaf fara til Kairó, til annars menningarsvæðis, þegar hún á í vandræðum í Evrópu. Hvers vegna? Finnst þér Evrópa vera að fara í hundana? „Nei, ég lít svo á, að Evrópa eigi ekki lengur við þankagang Fishers. Hann er menntamað- ur (intellectual) og húmanisti og þegar hann fer aftur til Evrópu, fer allt í handaskolum hjá honum“. - Evrópa er sem sé ekki á niðurleið? „Nei, en hún er kannski að komast aftur á fyrra þróunar- stig. Valdastrúktúrinn er meira eða minna hruninn og fólk lifir næstum því í litlum þjóðflokk- um, eins og hér áður fyrr. Eins og segir í myndinni, þá liggur fólkið í móki og ég held, að það sé vísbending um að fólk muni snúa sér í auknum mæli að trúnni og að því að lifa meira í snertingu við náttúr- una. Annars er ég ekkert of hrifinn af því að vera að greina myndina. Hún á að standa fyrir sínu“. - Það rignir nær stöðugt í myndini og vatnið er alls staðar, hvers vegna? „Mér fannst regnið vera við hæfi, ef náttúran væri að taka völdin. En auk þess er regnið auðvitað hluti klisjanna í „the film noir“. Mér finnst mikil- vægt að skírskota til gömlu myndanna". - Nú er þetta fyrsta kvik- myndin þín í fullri lengd og hún var í samkeppninni. Kom það þér á óvart að þú skyldir ná svona langt? Hillustærðir: 30x80 og 50x80 Uppistöður: 61, 112 og 176 cm. ÚtsölustaSlr: REYKJAVÍK: Liturinn, JL-Húsið, KÖPAVOGUR: BYKO, Nýbýla- i/egi 15, HAFNARFJÖRÐUR: Málmur, Reykjavíkurvegi, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: Kaupfélag Borgfiröinga, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson, ÍSA- FJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin Dröfn, REYÐARFJÖRÐUR: Verslunin Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Verslunin Pór, VlK I MYRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldurog Einar, SELFOSS: Vöruhús K.Á.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.