NT - 25.05.1984, Qupperneq 12
Rás 2 föstudag kl. 16.
-17.
■ í „læknamyndunum“ -"g Sir James Robertson
svokölluðu háðu þeir inarga Justice, sem skemmti okkur
hildina Dirk Bogarde... sv0 á8*‘a vel 1 síðus‘u fös‘u'
dagsmynd, Viskíflóðinu.
Sjónvarp föstudag kl. 21.05:
Framabraut læknis-
ins er síður en
svo bein og breið
■ Læknir á lausum kili er
íslenska nafnið á föstudags-
myndinni að þessu sinni. Hún
er bresk gamanmvnd, gerð
árið 1957 eftir einni af lækna-
sögum Richards Gordons.
Breskar gamanmyndir hafa
löngum átt upp á pallborðið
hjá landanum og einmitt á
árunum í kringum 1960 nutu
mikilla vinsælda hér á landi
svonefndar „læknamyndir", en
þar var í nokkrum myndum
rakið fyrst áhyggj ulítiö stúd-
entalíf og síðar eilítið
áhyggjumeira líf, þegar þeir
eru að reyna að komast á
framabraut innan læknastétt-
arinnar. Höfuðóvinur lækna-
nemanna var Sir Lancelot
Spratt, yfirlæknir á St.
Swithin's sjúkrahúsinu, en
aðalhrakfallabálkurinn í liópi
læknanema var Simon
Sparrow. Sir James Robertson
Justice fór með hlutverk hins
fyrrnefnda, en Dirk Bogarde
lék læknanemann seinheppna.
Myndin í kvöld segir cinmitt
frá því, þegar Simon cr búinn
að ljúka kandídatsprófi og er
að reyna að fikra sig í hærri
stöðu á sjúkrahúsinu. Draum-
ur hans er að fá stöðu sem
skurðlæknir, og það alvöru
skurðlæknir, ekki bara ein-
hver, sem þarf að gera að
minni háttar meiðslum á slysa-
deildinni. En þar sem óheppn-
in eltir hann, verður honum
leiðin bæði löng og torsótt.
Það verður honunt ekki til
framdráttar t.d. að átta sig
ekki á því, hver í hlut á, þegar
formaður stjórnar spítalans
kemur á slysadeild til að láta
setja umbúðir á fingur að fyrir-
rnælum Sir Lancelots. Simon
ávarpar hann heldur óvirðu-
lega og skammar hann fyrir að
halda sig ekki á réttum stað í
biðröðinni og bíða eftir því að
röðin komi að honum. Þar
rauk næsta stöðuhækkun.
Simon gerist þá aðstoðar-
maður sveitalæknis eins, en
ávinnur sér meiri áhuga læknis-
frúarinnar en honum er hollt
og læknirinn getur fellt sig við.
Þá liggur leiðin í hverfi ríka
fólksins í Park Lane. Þar á
Simon enn fullt í fangi með að
verjast ásókn ímyndunar-
veikra kvenna, sem ekki vita
aura sinna tal, en líta svo á, að
peningar séu heldur dónaleg
nauðsyn.
Þó að óheppnin sé tryggur
fylgifiskur Simons, fer þó svo
að lokum að honum gefst tæki-
færi til að koma sér aftur í
mjúkinn hjá stjórnarformanni
St. Swithins sjúkrahússins með
þeim alleiðingum, að honurn
gefst aftur kostur á að hefja
störf á sjúkrahúsinu því. En,
því miður, í nákvæmlega sömu
sporum og fyrr!
Með aðalhlutverk í Læknir
á lausum kili fara Dirk Bogar-
de, Muriel Pavlow, Donald
Sinden og James Robertson
Justice. Leikstjóri er Ralph
Thomas. Þýðandi er Krist-
mann Eiðsson.
Útvarp kl. 21.35
3. þáttur fram-
haldsleikritsins
endurtekinn
■ Sl. laugardag var fluttur
þriðji þáttur framhaldsleikrits
útvarpsins eftir Graham
Greene, „Hinn mannlegi
þáttur." Var hann nefndur
Brúðkaup og dauði.
Sá þáttur verður endurtek-
inn í kvöld kl. 21.35.
■ ...Magnús Bjarnfreðsson
eru kvöldgestirnir að þessu
sinni.
Útvarp kl. 23.15:
Síðustu
kvöld-
gestirnir
að sinni
■ í kvöld, föstudagskvöld,
fáum við síðustu kvöldgestina
í fylgd Jónasar Jónassonar, að
sinni í heimsókn. Gestirnir í
þetta sinn eru þjóðkunnir, þau
Kristjana Milla Thorsteinsson
og Magnús Bjarnfreðsson og
er ekki að efa að þau hafa frá
mörgu forvitnilegu að segja.
Þátturinn hefst kl. 23.15.
Föstudagur 25. maí 1984 1 2
Franskur jazzpíanisti og kvenna-
jazz í þætti Vernharðs Linnet
leikari, það var píanistinn
Mary Loue Williams.
En þetta er að breytast á
síðustu árum. Konur hafa í
auknum mæli komið fram og
þá fyrst og fremst sem píanist-
ar, hljómsveitarstjórar og út-
setjarar. Sérstaklega segir
Vernharður tvær konur bera
þar af. japönsku konuna Tok-
iosi Hakiosi, sem stjórnar
ásamt eiginmanni sínum þeirri
stórhljómsveit, sem talin er
best í jazzheiminum í dag og
stúlku af sænskum ættum,
Carla Bley, en hún kont einmitt
hingað til lands í hitteðfyrra
ásamt Charlie Haeden og
hljómsveitinni, Liberation
Music Orchestra.
Þá kom hingað til lands
sænsk kvenna-jazzhljómsveit-
in Salamöndrurnar fyrir ári.
Vinsælda-
listi Rásar 2
■ Að undanförnu hefur fólki þessum óskum hefur nú í
gefist kostur á að hringja til fyrsta sinn verið unninn vin-
Rásar 2 á fimmtudögum kl. sældalisti og birtist hann hér
12-14 og láta í Ijós, hvaða tvö með fyrir vikuna 18.-24. maí.
lög það kysi helst að heyra. Úr
1. (1) I WANTTO BREAK FREE . . Queen
2. (6) DIGGY LO DIGGY LEY ..Herrey’s
3. (3) STRÁKARNIR Á BORGINNI . . Bubbi Morthens
4. (10) REFLEX...........Duran Duran
5. (4) FOOTLOOSE ........Kenny Loggins
6. (2) HELLO.............Lionel Ritchie
7. (-) HOLDING OUT FOR A HERO . . . Bonnie Tyler
8. (7) AGAINST ALL ODDS...Phil Collins
9. (5) THE KID’S AMERICAN.Matthew Wilder
10. (9) SEASONS IN THE SUN .Terry Jacks
■ í dag, föstudag, verður
Vernharður Linnet með jazz-
þátt sinn á Rás 2. Aðspurður
um efni þáttarins að þessu
sinni, gaf hann okkur þær
upplýsingar að hann tæki þar
mið af Listahátíð og ætlaði að
kynna franska jazzpíanistann
Martial Solal, sem heldur tón-
leika í Norrná húsinu 2. júní
nk. Þá ætlar hann einnig að
kynna sænsk-íslenska kvenna-
hljómsveit Quin-tetten, sem
einnig sækir okkur heim á
Listahátíð.
Vernharður segir okkur að
franski píanósnillingurinn
Martial Solal sé eitthvert
stærsta nafnið í evrópska jazz-
píanistaheiminum. í þættinum
rekur Vernharður ofurlítið fer-
il lians, allt frá því hann byrjaði
sem ungur að spila meö
gömlum köppum, eins og
Kenny Clark, sem var
trommuleikari Modern Jazz
kvartettsins. Kegar Kenny
hætti í Modern Jazz kvartettin-
um, fluttist hann til Parísar, og
þar fór Solal að spila með
honum.
í tengslum við kynninguna
á kvenna-jazzhljómsveitinni
ætlar Vernharður síðan að
ræða ofurlítið um kvennajazz.
Hann segir ekki mikið af stór-
kostlegum kvenhljóðfæraleik-
urum í jazzsögunni. Þó að í
jazzheiminum sé að finna stór-
stjörnurnar Billie Holliday,
Ellu Fitzgerald og Sarah
Vaughan, séu þær allar söng-
konur. Aðeins ein kona hefur
verið talin til þeirra stærstu í
jazzheiminum sem hljóðfæra-
■ Kristjana Milla Thor-
steinsson og...
■ Lag þeirra Herrey bræðra, Diggy Lo Diggy Ley, sem tryggði þeim sigur í nýafstaðinni
söngvakcppni evrópskra sjónvarpsstöðva, er í öðru sæti vinsældalista Rásar 2 þessa vikuna.
■ Vernharður Linnet kynnir
okkur jazzista, sem koma á
Listahátíð, í þætti sínum í dag.
Föstudagur
25. maí
7.06 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leiktimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Marðar
Árnasonar frá kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Gyða Jónsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Afastrakur" eftir Ármann Kr.
Einarsson. Höfundur les (5).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Það er svo margt að minnast
á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.15Tónleikar
11.35 Heimaslóð. Ábendingar um
ferðaleiðir. Umsjón: Ari Trausti
Guðmundsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn-
ar Egilssonar; seinni hluti Þor-
steinn Hannesson les (32).
14.30 Miðdegistónleikar St. Martin-
in-the-Fields hljómsveitin leikur
þrjá þætti úr Svítu oþ. 40 eftir
Edvard Grieg; Neville Marriner stj.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Ei-
riksdóttir kynnir nýútkomnar
hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Pierre Fo-
urnierog Filharmoníusveitin í Vín-
arborg leikar Sellókonsert í h-moll
op. 104 eftir Antonin Dvorák; Raf-
ael Kubelik sti.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisvakan.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnendur:
Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig-
urðardóttir.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. „Tíbrá“ Úlfar K.
Þorsteinsson les úr Ijóðmælum
Einars Benediktssonar. b.Dala-
mannarabb Ragnar Ingi Aðal-
steinsson ræðir við Pétur Olafsson
í Stórutungu á Fellsströnd, um
trúarskoðanir hans og trúar-
reynslu.
21.10 Hljómskálamúsik Guðmund-
ur Gilsson kynnir.
21.35 Framhaldsleikrit: „Hinn
mannlegi þattur " eftir Graham
Greene Endurtekinn III. þáttur:
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Djassþáttur Umsjónarmaður:
Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn
Tómasdóttir.
23.15 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar
Jónassonar
00.05 Fréttur. Dagskrárlok
Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með
veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl.
03.00.
Föstudagur
25. maí
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir
Tómasson og Jón Ólafsson.
14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi:
Valdis Gunnarsdóttir og Arnþrúður
Karlsdóttir.
16.00-17.00 Jazzþáttur Stjórnandi:
Vernharður Linnet.
17.00-18.00 I föstudagsskapi
Stjórnandi: Helgi Már Barðason.
23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2
Stjórnandi: Ólafur Þórðarson.
(Rásir 1 og 2 samtengdar með
veðurfregnum kl. 01.00 og heyrist
þá i Rás 2 um allt land.)
Föstudagur
25. maí
19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu
dögum Þriðji þáttur. Þýskur brúðu-
myndaflokkur. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna
Gunnlaugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
21.05 Læknir á lausum kili (Doctor
at Large) Bresk gamanmynd frá
1957, gerð eftir einni af lækna-
sögum Richards Gordons. Leik-
stjóri Ralph Thomas. Aðalhlutverk:
Dirk Bogarde, Muriel Pavlow, Don-
ald Sinden og James Robertsson
Justice. Simon Sparrow læknir er
kominn til starfa á St. Swithins
sjúkrahúsinu þar sem hann var
áður léttúðugur kandídat.
22.40 Setið fyrir svörum í Washing-
ton f tilefni af 35 ára afmæli
Atlantshafsbandalagsins svarar
George Shultz, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna spurningum frétta-
manna frá aðildarríkjum Atlants-
hafsbandalagsins, e.t.v. ásamt
einhverjum ráðherra Evrópurikis.
Af hálfu islenska
sjónvarpsins tekur Ögmundur Jón-
asson þátt í fyrirspurnum. Auk
þess munu nokkrir kunnir stjórn-
málamenn og stjórnmálaritstjórar
ræða málefni bandalagsins i þætti-
num.