NT - 25.05.1984, Page 14

NT - 25.05.1984, Page 14
líl’ Föstudagur 25. maí 1984 1 4 Átti George Washing ton í ástasambandi fram hjá konu sinni? ■ Þá hafa Ameríkanar tekið fyrir í kvikmynd elstu kjaftasöguna frá stofnun Bandaríkjanna - en hún er um fyrsta forsetann, George Washington og æskuvinkonu hans Sally Fair- fax og hvort samband þeirra var meira en venjulegur vinskapur. Miklar sögur gengu á sínum tíma um ástasamband Washingtons og Sally, - en hún var gift besta vini forsetans - og hann giftur Mörtu sinni forsetafrú. ekki að spyrja hann út í þetta fyrr en við hefðum fengið okk- ur nokkur glös saman, því hann var mikill skapmaður.“ Patty Duke Astin (Molly lögfræðingur í þáttunum í blíðu og stríðu) leikur forseta- frúna. Hún segist álíta, eftir því sem hún hafi lesið um George Washington og líf hans, að þarna hafi verið um vináttusamband að ræða, en ekki ástasamband - eins og kvikmyndahöfundar viiji vera láta „Washington tel ég að hafi verið svo heiðarlegan í öllu tilliti að framhjáhald hafi ekki komið til greina“, segir Patty Duke Astin vera skoðun sína. Hún segist halda frekar að forsetinn hafi ekki viljað láta bréf Mörtu, eiginkonu sinnar, koma fyrir almenningssjónir, því hún hafði litla menntun og bréfritun hennar var eftir því. „Auðvitað er ekki hægt að líta fram hjá því, að hann bar alla tíð ást í brjósti til Sally - en mér finnst erfitt að trúa því að þau hafi verið elskendur. Leikkonan Patty Duke Ast- in segist reyna í leik sínum að halda vissu jafnvægi á milli sögulegra heimilda um forseta- frúna og gæða persónuna meira lífi og fjöri en fram kemur um Mörtu í heimildum. Það kemur fram að hún var róleg og skapgóð kona en það hefur samt verið mikill dugur og kraftur í henni, sem Patty vill að komi fram. Pessi spurning um ástasam- band forsetans verður aðalefni í átta klukkutíma kvikmynd, sem sýnd verður sem fram- haldsmynd í CBS sjónvarps- stöðinni í Bandaríkjunum. Barry Bostwick leikur Washington á aldrinum 19 til 51 árs. Hann segist vera búinn að lesa sér til það sem hann hafi fundið um þetta efni, en sé litlu nær, en þó finnist sér á öllu að þarna hafi verið um ástasamband að ræða. Mér finnst einkennilegt og nærri grunsamlegt að forsetinn skip- aði að öll einkabréf sín yrðu eyðilögð er hann lá banaleg- una. Ef ég hitti George í dag“, sagði Bostwick „yrði fyrsta spurningin sem ég legði fyrir liann - Hvað var í þessum bréfum? En kannski þyrði ég ■ Patty Duke Astin, sem leikur forsetafrúna, þekkja íslenskir sjónvarpsáhorfendur betur sem Molly lögfræðing í þáttunum í blíðu og stríðu. Hér sjáum við hana með eiginmanni sínum í þáttunum. ■ Barry Bostwick, sem leikur George Washington, og Patty Duke Astin, sem leikur Mörtu eiginkonu ■ Carmela sveiflar nautabanaklæðinu yfir hausinn á tuddanum. ■ Carmela (t.v.) og Carmen Murcia hafa komið sér upp hinum fegurstu nautabanabúningum og þær eru ásjálegar í hinum marglitu ísaumuðu jökkum. SPÆNSKAR FEGURÐARDÍS■ IR GERAST NAUTABANAR ■ Carmen Murcia bregður sér flmlega undan er nautið vill ráðast á hana. ■ Nautabanar á Spáni hafa alla tíð vérið taldir miklar hetjur og almenn- ingur hefur dáð þá sem hin mestu karlmenni. Nú hafa konur meira frjálsræði á Spáni en áður þekktist þar í landi, og þar af leiðir, að þeim þykir sem sér séu allar leiðir færar, hvort heldur við störf eða íþróttir. Því hafa margar af hinum nýfrjálsu spænsku konum t.d. tekið tuddunum tak og standa sig sumar hverjar með mestu prýði. Tvær eru mjög vel þekktar í nautahringum Spánar, og þær koma fram á hátíðum víðs vegar í landinu, ýmist báðar sam- an eða ein sér. Þær heita Carmela og Carmen Murcia. Þær koma oft fram sem aukanúmer á undan nautaati þar sem frægir nautabanar ráða niðurlögum tuddanna við mikil fagnaðarlæti áhorf- enda, en sagt er að stúlk- urnar veki miklu meiri at- hygli en hinir þekktustu spænsku nautabanar. Þær fá þó ekki nándar nærri svipuð laun og karl-nauta- banar. Má tii dæmis nefna það, að Carmela og Carm- en fá um það bi! 2.000 krónur og upp í 4.200 kr. fyrir bardaga í hringnum þegar aðalnautabaninn fær allt upp í 420.000 krónur! - Þetta á eftir að breyt- ast segja þær hinar hress- ustu, og margar stúlkur á Spáni hafa hug á að fylgja í fótspor þeirra.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.