NT - 25.05.1984, Síða 16
Igin framundan
Fóstudagur 25. maí 1984 20
Iðnó
■
■
Gísl, Bros úr djúp-
inu og Fjöreggið
■ I kvöld verður Bros úr
djúpinu á fjölum Iðnó, en
aðeins fáar sýningar eru eftir á
þessu leikriti. Gísl verður sýnt
annað, en sýningar á því fara
að nálgast 50 og hefur verið
uppselt á þær allar.
Fjöreggið eftir Svein Einars-
son verður svo á fjölunum á
sunnudagskvöld og er það 9.
sýning. Fjöreggið gerist á
heimili vel efnaðrar fjölskyldu
í Reykjavík og lýsir mismun-
andi viðhorfum kynslóðanna
til lífsins og lífsverðmætanna.
Ný íslensk teikni-
mynd, Innsýn, frum-
sýnd í Regnboganum
■ Finnbjörn Finnbjörnsson
heitir maður sem setið hefur
undanfarin þrjú ár við að búa
til teiknimynd. Myndinni er
nú lokið, og verður hún frum-
sýnd á laugardaginn í E-sal
Regnbogans.
Finnbjörn lærði animation
eða teiknimyndagerð í San
Fransisco, og hafði áður lært
húsamálun hér. Mynd hans
heitir Innsýn og samanstendur
af 6000 teikningum sem Finn-
björn hefur setið við að teikna
eða mála með málningar-
sprautu, air brush. Myndin er
ekki fígúratív, heldur abstrakt,
nærri því abstrakt málverk á
hreyfingu. Að sögn Finnbjörns
er þetta alveg nýt.t listform hér
á landi, og ekki algengt erlend-
is. Tónlistin í myndinni er eftir
sænskan mann, Ingemar Fried-
el, og er það elektrónísk
tónlist.
Finnbjörn hefur fengið
samtals 175.000 kr. í styrk úr
kvikmyndasjóði, og einnig
hafa bankar verið honum lið-
legir. Alls mun myndin kosta
um eina milljón, og þurfa
10.000 manns að sjá hana til að
náist upp í kostnað. Myndin
verður sýnd á klukkutíma
fresti og er hún hálftíma löng.
Jafnframt verður sýning á mál-
verkum sem unnin eru út frá
myndinni, og munu um 70
málverk hanga uppi í Regn-
boganum á meðan á sýningum
myndarinnar stendur.
■ Finnbjörn Finnbjörnsson kvikmyndagerðarmaður við myndir úr kvikmyndinni Innsýn.
NT-mynd Arni Bjarnason
■ F.v. Guðrún Ásmundsdóttir, Lilja Þórisdóttir og Þorsteinn Gunnarsson í Fjöregginu eftir Svein Einarsson.
Þjóðleikhúsið:
Uppselt
■ Ekkert lát er á aðsókn að
söngleiknum Gæjar og píur,
sem nú gengur í Þjóðleikhús-
inu. 25. sýning verður annað
kvöld og er uppselt á hana sem
og einnig sýninguna í kvöld og
sunnudagskvöld.
Gæjar og píur er eftir þá
félaga Fran Loesser, Jo Svverl-
ing og Abe Burrows, en efni-
viðurinn eru sögur D. Run-
yons. Flosi Ólafsson þýddi
leikritið.
NT-mynd Arni Sæberg
■ FIosi Olafsson ásamt fleiri gxjum í Gæjum og píum.
Sunnudagur
27. maí
8.00 Morgunandakt Séra Kristinn
Hóseasson prófastur, Heydölum,
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög Tivoli-hljóm-
sveitin í Kaupmannahöfn leikur
lög eftir H.C. Lumbye; Svend
Christian Felumb stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar: Frá alþjóð-
legu orgelvlkunni í Nurnberg
s.l. sumar a. Pólski organleikarinn
Anna Vuczek leikur Prelúdíu, hug-
leiðingu, inngang og Passacagliu
af fingrum fram. b. Kammerkór St.
Lorenz-kirkjunnar í Nurnberg
syngur kórlög eftir Ludwig Senfl,
Conrad Rein og Hans Buchner;
Hermann Harrassovitsj stj. og Jos-
et Bucher leikur á orgel.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks
Páls Jónssonar.
11.00 Messa í Háteigskirkju
Prestur: Séra Arngrímur Jónsson.
Organleikari: Ortulf Prunner. Há-
degistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.45 Nýjustu fréttir af Njálu
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
14.25 Aristoteles norðursins. Þátt-
ur um Emanuel Swedenborg, tek-
inn saman af Ævari R. Kvaran.
Lesari meö honum: Rúrik Haralds-
son.
15.151 dægurlandi Svavar Gests
kynnir tónlist fyrri ára. í þessum
þætti: Vinsælustu lögin fyrir fimm-
tíu árum.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt-
ir. Umsjónarmenn: ÖrnólfurThors-
son og Árni Sigurjónsson.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegistónleikar Fílharmon-
iusveitin í Berlin leikur „Eldfugl-
inn", balletttónlist eftir Igor Stravin-
sky; Christoph von Dohnanyi stj.
(Hljóðritun frá Berlínarútvarpinu).
18.00 Við stýrið Umsjónarmaður:
Arnaldur Árnason.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðl-
un.'tækni og vinnubrögð. Umsjón:
Helgi Pétursson.
19.50 „I leit að lífsfytlingu“, Ijóð
eftir séra Sigurð Helga Guð-
mundsson Höfundur les.
20.00 Þúst. Umræðuþáttur unga
fólksins. Umsjónarmenn: Þórodd-
ur Bjarnason og Matthías Matt-
hiasson.
21.00 Skúli Halldórson sjötugur
Sigurður Einarsson ræðir við tón-
skáldið og leikin verða verk eftir
Skúla.
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safninu í
þýðingu Steingrims Thorsteins-
sonar (17).
22.15 Veðuriregnir. Frétlir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Kotra Stjórnandi: Signý Páls-
dóttir (RÚVAK). (Þátturinn endur-
tekinn i fyrramálið kl. 11.30.)
23.05 Blágrasadjass Ólafur Þóröar-
son kynnir Tony Rice, mark
O'Conner, David Grisman o.fl.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Sunnudagur
27. maí
18.00 Sunnudagshugvekja Séra
Pjetur Þ. Maack flytur.
18.10 Afi og billinn hans Lokaþátt-
ur. Teiknimyndaflokkur frá Tékkó-
slóvakíu.
18.15 Tveir litlir froskar Lokaþáttur.
Teiknimyndaflokkur frá Tékkó-
slóvakíu. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Sögumaður Sigrún Edda
Björnsdóttir.
18.25 Nasarnir 4. þáttur. Sænsk
teiknimyndasaga. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision
- Sænska sjónvarpið)
18.35 Börnln á Senju 1. Vor. Norsk-
ur myndaflokkur um leiki og störf á
bóndabýli á eyju úti fyrir Norður-
Noregi. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir. (Nordvision - Norska
sjónvarpið).
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu viku
20.55 Á efri árum Sænskir sjón-
varpsmenn litast um á Eyrarbakka
og hitta að máli tvo aldraða Eyr-
bekkinga, þá Guðlaug Pálsson og
Vigfús Jónsson. (Nordvision -
Sænska sjónvarpið)
21.25 Collin - fyrri hluti Vestur þýsk
sjónvarpsmynd í tveimur hlutum,
gerð eftir sögu Stefans Heyms
sem búsettur er í Austur-Þýska-
landi en hefur gagnrýnt þær villi-
götur sem kommúnisminn hefur
lent á að hans mati. Leikstjóri
Peter Schulze-Rohr. Aðalhlutverk:
Curd Jurgens, Hans-Christian
Blech og Thekla Carola Wied.
Kunnur rithöfundur, Hans Collin,
sem verið hefur fylgispakur flokki
og valdhöfum, ákveður að reyna
að skrifa ævisögu sína og daga
ekkert undan. Þetta áform hans
veldur ýmsum áhyggjum eins og
best kemur í Ijós þegar rithöfundur-
inn er lagður á sjúkrahús þar sem
einn forkólfa öryggisþjónustunnar
er fyrir en þeir Collin þekkjast frá
fornu fari. Þýðandi Jóhanna Þrá-
insdóttir.
23.03 Dagskrárlok