NT - 25.05.1984, Síða 25
_LL_____Útlönd_________
El Salvador fær
bandaríska aðstoð
eftir dóm yfir morðingjum bandarískra nunna
YVa.shington-Reuter.
■ Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að veita stjórnvöldum í
El Salvador 61,7 milljóna dollara aukafjárveitingu til
hermála. Hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna til El Salva-
dor mun því nema samtals 126,5 milljónum dollara nú í ár.
Hinn mikli stuðningur, sem
þessi aukafjárveiting fékk í
þinginu, sýnir þá breytingu sem
orðið hefur á afstöðu þing-
manna eftir heimsókn Jose
Napoleons Duartes, forseta El
Salvadors, til Bandaríkjanna.
Dómur yfir fimm hermönnum í
El Salvador fyrr í gær, vegna
morðs á fjórum bandarískum
nunnum árið 1980, hafði einnig
mikil áhrif á afstöðu þingsins.
Hernaðarstuðningurinn verð-
ur notaður í E1 Salvador til að
styrkja herinn í baráttu við
vinstri sinnaða skæruliða, sem
lengi hafa barist gegn stjórn-
völdum.
Pótt fulltrúadeildin hafi þann-
ig breytt afstöðu sinni til aukins
hernaðarstuðnings til El Salva-
dors neitaði hún í gær að sam-
þykkja tillögur Reagans um 21
milljóna dollara fjárveitingu til
hægrisinnaðra skæruliða sem
berjast gegn Sandinistastjórn-
inni íNicaragua. 241 þingmaður
greiddi atkvæði gegn fjárveit-
ingunni til skæruliðanna, en
aðeins 177 þingmenn studdu
hana. Bandarískir þingmenn
hafa þannig tekið skýra afstöðu
gegn því að Bandaríkin greiði
fé til stríðsreksturs sem banda-
menn Bandaríkjanna séu á móti
og „breytt hafi Mið-Ameríku í
hernaðarsvæði“ eins og banda-
ríski þingmaðurinn, Edwald
Boland, komst að orði í um-
ræðum um fjárveitinguna til
skæruliðanna í fulltrúadeild
þingsins í gær, en liann er frá
Massachusetts-fylki.
Ekki eru heldur allir ánægðir
í Bandaríkjunum yfir niður-
stöðum réttarhaldanna í E1 Sal-
vador, þar sem fimm hermenn
voru sagðir einir um skipulagn-,
ingu og framkvæmd morðsins á
bandarísku nunnunum fjórum
fyrir fimm árum. Talsmaður
utanríkisráðuneytisins, John
Hughes, sagði í gær, eftir að
niðurstöður dómsins voru
kunnar, að Bandaríkjamenn
myndu halda áfram að kanna
hvort hátt settir menn í E1 Salva-
dor hafi ekki verið blandaðir í
málið. Skýrsla sem utanríkis-
ráðuneytið hefur látið gera, er
sögð benda til þess að hátt settir
menn í hernum hafi gert tilraun
til að breiða yfir hlutdeild her-
manna í morðinu.
■ Alþjóðaolympíunefndin gerði í gær lokatilraun til að fá ellefu sósíalísk ríki undir forystu
Sovétríkjanna til að breyta þeirri ákvörðun sinni að senda ekki lið til Olympíuleikanna. Það tókst ekki
en eftir fundinn tilkynntu Rúmenar þó að þeir myndu ekki fylgja fordæmi vopnabræðra sinna heldur
myndu þeir senda lið til leikanna. Þessi mynd var tekin við upphaf fundarins sem var haldinn í Prag.
Símamynd-POLFOTO
Rúmenar taka þátt
í Olympíuleikunum
Genf-Reutcr.
■ Rúmenar tilkynntu í gær-
kvöldi að þeir myndu taka þátt
í Olympíuleikunum í Los Ange-
les í sumar þótt hvorki Sovét-
menn né flest önnur Austur-
Evrópulönd sendi lið til leik-
anna.
Varaformaður Olympíu-
nefndar Rúmena, Alexandru
Siperco, sagði við fréttamenn í
Genf í gær að Rúmenar hefðu
tekið þátt í öllum Olympíu-
leikum fram til þessa og þeir
myndu því einnig senda lið til
Olympíuleikanna nú í sumar.
Alexandru Siperco er jafnframt
einn af þremur varaformönnum
Alþjóðaolympíunefndarinnar.
Rúmenía er þannig eina fylgi-
ríki Sovétríkjanna sem hefur
ákveðið að taíca þátt í Olympíu-
leikunum. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir hefur Alþjóðaolym-
píunefndinni ekki tekist að fá
önnur sósíalísk ríki til að breyta
ákvörðun sinni um að senda
ekki lið til leikanna.
Fundur Alþjóðaolympíu-
nefndarinnar með fulltrúum
sósíalískra ríkja, sem var hald-
inn í gær í Prag, reyndist árang-
urslaus. Framkvæmdastjóri
nefndarinnar, frú Monique
Berlioux, sagði eftir fundinn að
eina góða fréttin af honum
væri ákvörðun Rúmena um að
taka þátt.
Kína og Júgóslavía eru einu
sósíalísku ríkin auk Rúmeníu
sem tilkynnt hafa að þau ætli að
taka þátt í Olympíuleikunum í
Bandaríkjunum. Nú bíða menn
spenntir eftir ákvörðun Norður-
Kóreu en það er eina sósíalíska
ríkið sem enn hefur ekki til-
kynnt hvort það muni taka þátt.
Föstudagur 25. maí 1984
29
■ Þessir firnm hermenn voru í gær fundnir sekir um morðið á fjórum bandarískum nunnum í El
Salvador árið 1980. Réttarhöldin fóru fram í smábænum Zacatecouca skammt frá þeim stað sem lík
nunnanna fundust. Simamynd-i'oi.roro
Nígería:
Vill auka olíu-
framleiðsluna
Lagos-Reuter.
■ Sendinefnd frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum yfirgaf Níge-
ríu án þess að samið væri um 2
milljarða dollara lán, sem ríkis-
stjórnin hefur farið fram á að fá
hjá sjóðnum. Ein aðalástæðan
til þess að ekki var samið er sú,
að daginn áður en sendinefndin
kom, yfirgaf fjármálaráðherra
Nígeríu landið svo og ráðuneyt-
isstjóri fjármálaráðuneytisins.
Sendinefndin dvaldi í viku-
tíma í Lagos og ráðherrann og
ráðuneytisstjórinn komu aðeins
nokkrum klukkustundum áður
en fulltrúar Alþjóðagjaldeyris-.
sjóðsins fóru heim.
Talið er að Nígeríumenn liafi
viljað draga samningsviðræður
um lánið, en vilja ekki afasala
sér möguleika á að fá það. í júlí
verður ráðherrafundur OPEC
ríkja í Vín og þar munu Níge-
ríumenn fara fram á að fá að
auka olíuframleiðslukvóta sinn
um 100 þúsund tunnur á dag, en
nú er framleiðslan 1.3 milljónir
tunna. Ef þeir fá að auka olíu-
framleiðsluna uhi þetta magn
mun það þýða eins milljarðs
dollara hagnað á ári umfram
það sem nú er og þýðir það að
ef leyfið fæst þurfa Nígeríu-
mennékki á láninu frá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum að halda.
Rússar
njósna
um Dani
Kaupmannahöfn-Reuter.
■ Utanríkisráðuneytið í
Danmörku sagði frá því í
gær að tveir starfsmenn
sovéska sendiráðsins
hefðu verið reknir úr landi
vegna ólöglegrar njósna-
starísemi.
Þeim var gefinn tveggja
vikna frestur til að yfirgefa
Danmörku. Utanríkis-
ráðuneytið vildi ekki birta
nöfn mannanna, en sagði
að þeir hefðu starfað við
verslunardeild sendiráðs-
ins. Þeir eru ásakaðir um
að hafa stundað iðnaðar-
njósnir í Danmörku.
Norðursjór:
Deilt
um
síldar-
kvóta
Biussel-Reuter.
■ Sjávarútvegsráðherrar
flestra Efnahagsbandalags-
landanna hafa samþykkt að
leyfa veiðar á 155 þúsund
tonnum af Norðursjávarsíld
á sumarvertíðinni í ár.
Norðmenn hafa mótmælt
þessu harðlega og segja að
Efnahagsbandalagsríkin
hafi ofveitt sem nemur 174
þúsund tonna magni af
smásíld í fyrra. Bretaróttast
að ef Norðmenn halda fast
við mótmæli sín muni þeir
takmarka mjög veiðar á
þorski og ýsu á þeim svæð-
um í Norðursjó sem heyra
undir norska lögsögu. Því
vilja Bretar fallast á að dreg-
ið verði úr síldarkvótanum.
ítalski fulltrúinn fylgir
Norðmönnum.
Norðmenn og Efnahags-
bandalagið hafa haldið tvo
fundi á þessu ári um síld-
veiðikvóta í Norðursjó og
telja Norðmenn hann alltof
háan og mikil ofveiði eigi
sér stað. í ár er lagt til að
veidd verði 230 þúsund tonn
af Norðursjávarsíld.
Umsjón: Oddur Ólafsson og Ragnar Baldursson
Chile:
Stjórnarandstæðing-
ur leitar verndar
Santiago-Reuler.
■ Leiðtogi sósíaldemókrata-
flokksins í Chile hefur leitað
verndar í sendiráði Venezuela,
að því er utanríkisráðherra
landsins hefur upplýst. Hann
segir að engin ákæra hafi verið
gefin út á flóttamanninn og
engin ástæða hafi verið fyrir
hann að leita verndar.
Starfsmaður í sendiráði
Venesuela segir að Jorge Quin-
zio, en svo heitir leiðtogi sósíal-
demókrata, dvelji sem gestur í
sendiráðinu.
Talsmaður sósíaldemókrata-
flokksins segir að lögreglan hafi
um skeið fylgst með Quinzio og
að leynilögreglumenn séu sífellt
á hælum hans. Tvisvar hefur
verið brotist inn á heimili Qu-
inzio og öllu umturnað þar.
Sósíaldemókrataflokkurinn í
Chile hefur myndað bandalag
með fjórum öðrum stjórnmála-
flokkum, sem berst fyrir því að
lýðræði verði endurreist í Chile,
en herforingjastjórnin hefur
stjórnað með harðri hendi þar í
áratug. Samband stjórnarand-
stöðuflokkanna viðurkennir
ekki stjórnarskrána frá 1980, en
þar er gert ráð fyrir að einhvers
konar lýðræði verði komið á í
Chile 1989 og gefur forsetanum
möguleika á að sitja í valdastóli
allt til 1997.