NT - 25.05.1984, Side 28
—
Vonbrigði:
Aðeíns
óbeinar
send*
ingar
frá ÓL í
sumar
■ „Fyrst skal nefna
tímamismuninn, 7-8
tímar, þannig að.viö yrð-
um að senda út á nótt-
unni“, sagði Hörður Vil-
hjálmsson fjármálastjóri
Útvarpsins er NT spurði
hann hvort að beint
sjónvarp yröi frá Ólympíu-
leikunum í Los Angeles í
sumar.
„í öðru lagi yrði kostn-
aðurinn gífurlegur, þarna
yrði að hafa hafsjó af
tæknimönnum og leggja í
gífurlegan kostnað viö að
ná þessu efni upp og koma
því upp í fjarskiptahnött.
Þá er þeirra sjónvarpskerfi
annað en okkar og það
þyrfti að útvega sérstakt
tæki „converter" til þess
að koma útsendingunni
yfir á evrópska kerfið".
í stað þessa munum við
eins og síðast hafa mann
hjá danska sjónvarpinu
sem tekur efnið upp á
myndband og síðan verð-
ur flogið með það heim.
Þá ættu íslenskir áhorl'-
endur að geta séð atburöi
daginn eftir að þeir eiga
sér stað“.
HRINGDU ÞÁ í SÍMA 8-65-38
Vid tökum við ábendingum um ffréttir allan sólarhringinn.
Greiddar verða 1000 krónur ffyrir hverfa ábendingu sem leiðir
til fráttar í bladinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir
til bitastæðustu fráttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett
N "JP. .£?
■ Nei!!....hvert þó í logandi. NT-mynd Ari.
Landbúnaðarráðherra
er tilbúinn til samninga
- þrátt fyrir „hótunarbréf“ kaupmanna í gær
■ Landbúnaðarráðherra er
enn tibúinn til samninga við
matvörukaupmenn, þrátt fyrir
bréf þeirra í gær, sem ráðherr-
ann segir að nánast megi skoða
sem „hótun um að brjóta niður
gildandi skipulag".
„Við óskuðum eftir því“,
sagði Jón Helgason, við NT í
gærkvöldi, „að þeir létu okkur í
té upplýsingar um það, hvað
mikið þeir vildu flytja inn, til
þess að við gætum tekið tillit til
þeirra óska, en því höfnuðu
þeir“.
Kaupmenn segja meðal ann-
ars í bréfi sínu, að þeir muni
„halda áfram innflutningi svo
sem verið hefur“ og að þeir hafi
„þegar undirbúið samstarf við
íslenska kartöflubændur um
sölu á uppskeru þeirra á næsta
hausti“.
Landbúnaðarráðherra sagði
þetta hvort tveggja í andstöðu
við gildandi lög og ef kaupmenn
hygðust brjóta gegn gildandi
lögum, eins og virtist mega lesa
út úr bréfinu, lægju að sjálf-
sögðu viðurlög við slíku.
Ráðherrra kvað þó ekki
standa á ráðuneytinu að ræða
þessi mál við kaupmenn, það
hefði frá upphafi verið meining
ráðuneytisins að koma til móts
við þær óskir sem fram kæmu,
eftir því sem unnt væri, án þess
að skapa ringulreið.
Jón kvaðst aldrei hafa ætlað
sér „í neitt stríð“ við kaupmenn
og sagðist telja vænlegra til
árangurs að menn settust niður
og ræddu málin, heldur en þær
„bréfaskriftir í fjölmiðlum“,
sem kaupmenn hefðu valið.
Norræna húsið:
Öde-
gárd
for-
stöðu-
maður
■ Á fundi stjórnar Nor-
rænahússins, sem haldinn
var í Færeyjum í gær, var
ákveðið að mæla með því
að Knud Ödegárd,
ljóðskáld, verði næsti for-
stöðumaður Norræna
hússins í Reykjavík. Sjö-
tíu umsækjendur voru um
stöðuna. Formlega er það
Norræna ráðherranefnd-
in, sem ræður í stöðuna,
en talið er næsta víst að
hún staðfesti val stjórnar-
innar. Það verður gert á
fundi nefndarinnar 12.-13.
júní næst komandi. Knud
Ödegárd tekur við rekstri
hússins þann !. nóvember
næst komandi og mun hafa
stjórn þess með höndum
næstu fjögur árin. Guð-
laugur Þorvaldsson, form-
aður stjórnar hússins,
sagði í samtali við NT í
gærkvöldi að hagur húss-
ins væri nokkuð góður nú
þegar Ann Sandelin lætur
af störfum og bar hann
mikið lofsorð á störf henn-
ar undanfarin ár. Hann
sagði að erfitt hefði verið
að velja úr hópi hinna
mörgu umsækjenda en
sagði að niðurstaðan hefði
verið einróma. Annar um-
sækjandi, sem sterklega
kom til greina var Njörð-
ur P. Njarðvík. Knut
Ödegáard, næsti forstöðu-
maður Norræna hússins,
er kvæntur Þorgerði Ing-
ólfsdóttur, kórstjóra.
Neitar að aka 100 kílómetra krók með áburðinn
■ Núeftiraðbúiðeraðlétta
þungatakmörkunum af flest-
um vegum á Suðurlandi,
stöðva þeir ennþá umferð um
Grímsnesið þannig að vegal-
engdin sem fara þarf með
áburðinn verður allt að 100
kílómetrum lengri,“ sagði Jón
Ingileifsson, vöruflutningabíl-
stjóri úr Grímsnesinu, en í
vikunni var hann stöðvaður af
lögreglunni þegar hann ætlaði
á bíl sínum frá Selfossi upp
Grímsnes. Jón hefur nú í
mótmætaskyni kyrrsett bifreið
sína á plani vegagerðarinnar á
Selfossi. Þar hefur hún staðið
frá því um miðja vikuna. Að
sögn Jóns vantaði ekki nema
nokkur hlöss í veginn á einum
stað til þess að hægt væri að
opna hann á sama tíma og aðra
aðalvegi um Suðurlandsundir-
lendi. Að vonum kemur þessi
lokun sé illa þar eð áburðar-
flutningar til bænda erunú t
fullum gangi. Leiðin, sem Jón
þarf að fara frá Selfossi og t
Grímsnesið, er upp Skeið og
allar Tungur, niður hjá Múla,
út Hlíðar og niður hjá Laugar-
vatni. Sú leið ér eitthvað um
eða yfir 110 kílómetrar á með-
an ekki eru nema nokkrir
kílómetrar frá Selfossi að
hreppamörkum sveitarinnar.
Hjá Vegagerð ríkisins á
Selfossi fengust þær upplýs-
ingar að vegir í Grímsnesi
yrðu yfirleitt seinna færir en
aðrir vegir vegna rauðamalar-
innar, en frost fer seinna úr
slíkum vegum. Heimildarmað-
ur NT hjá vegagerðinni taldi
ekki að vörubifreið Jóns hefði
getað farið upp sveitina með
fullt hlass án þess að valda þar
verulegum spjöllum. Öxul-
þungatakmörkun á veginum
miðast við 7 tonn en þann
þunga ber hálfhlaðinn vörubíll
með áburði.
■ Jón Ingileifsson hefur kyrrsett bifreið sína fullhlaðna túnáburði, sem bændur bíða eftir, til þess
að mótmæla þungatakmörkun á Grímsnesveginum. NT mynd Sig. Sigurjúnsson.