NT - 29.05.1984, Blaðsíða 13
Þridjudagur 29. maí 1984 13
að mér að fyrrabragði og ræddi
nokkuð við mig. Fljótin og
fólkið þar barst í tal. Skömmu
áður hafði aldraður bóndi þar
andast, Jón Guðbrandsson í
Saurbæ. Auðvitað þekkti Ólaf-
ur hann. eins og aðra bændur
í Fljótum. Ég fann. hversu
vænt Ólafi þótti að geta rætt
við mig um æskubyggð sína,
sem hann unni svo mjög alla
sína ævi. Er okkur ekki öllum
æskubyggðin kær, byggðin þar
sem við slitum barnsskónum?
Um það má segja, eins og ég
orða það í ljóði unr mína
æskubyggð, Laxárdal í Austur-
Húnavatnssýslu:
I tímans fjarska lindur hver
sig teygir sólu mót.
Hve okkttr Ijómar
œskubyggð,
þótt œði lífsins rót.
Við sjáum aðeins sólarglans,
- ei sorta, liríð og snjó.
Sú minning ornar okkur best
um örlaganna sjó.
Þegar Ólafur varð sjötugur í
fyrra var gefið út myndarlegt
afmælisrit honum til heiðurs.
Rita margir samstarfsmenn
Ólafs í það. Ég var fljótur að
gerast áskrifandi að riti þessu,
eftir að vitað var að það yrði
gefið út. Tveimur dögum fyrir
lát Ólafs fór ég í gegnum rit
þetta. Undrast má af því sem
þarna er sagt, hversu mikill
afkastamaður Ólafur hefur
verið við störf og skilað góðu
dagsverki. Hann kom víða við
á sviði stjórnsýslu. mennta og
fræðimennsku. Mérþykirvænt
um þetta rit. Pað mun um alla
framtíð geyma minningarnar
um mætan mann. En best
muna vinir Ólafs hánn sem
hinn Ijúfa, kímna og góða
félaga.
Frá mínu heimili berast hug-
heilar samúðarkveðjur ástvin-
um Ólafs.
Blessuð veri minning hans.
Auðunn Bragi Sveinsson
t
Svo er það með vort jarðar-
ilf.
að endingu þaðan sálin flýr
allt sameinast aftur himnum á
en líkaminn eftir liggur nár.
Björg Árnadóttir,
frá Stóra-Hofi.
Mig setti hljóðan, er mér
barst sú sorgarfrétt á sunnu-
daginn 20. maí, að Ólafur
Jóhannesson alþingismaður,
og fyrrverandi forsætisráð-
herra hefði látist nóttina áður.
Ólafur var fæddur 1. mars
1913 í Stóra Holti í Fljótum,
og því sjötíu og eins árs að
aldri.
Þrátt fyrir það virtist hann
svo hress, að ekki var hægt að
merkja að hans löngu og far-
sælu starfsæfi Ivki svo skyndi-
lega.
Ég ætla mér ekki í þessum
fáu orðum að rekja starfsævi
hans, svo viðburðarrík, og fjöl-
breytileg, sem hún var. enda
efni í stóra bók, sem reyndar
hefur þegar komið út. sem
afmælisrit helgað honunr sjö-
tugum á síðastliðnu ári. þar
sem vinir hans og samstarfs-
menn sendu honum sína vinar
og virðingarkveðjur með þeim
hætti.
Ég minnist þess, er ein-
hverju sinni við ræddum um
útgáfu þeirrar bókar, eftir að
útgáfa hennar var ákveðin, að
hann sagði sem svo, að þrátt
fyrir útkomu þeirrar bókar,
ætti hann eflaust eftir að skrifa
endurminningar sínar, þegar
þar að komi, hann sestur í
helgan stein, og gæti því raup-
að eitthvað um sjálfan sig, eins
og hann komst að orði, og
brosti sínu sérstæða brosi.
Því miður gafst honum
aldrei sá tími er hann þarna
ræddi um, svo skjótt skipuðust
veður í lofti, þar sem hann var
enn í erilsömu umsvifamiklu
starfi, sem starf alþingismanns
óneitanlega er, en margur vin-
ur hans og samherji hefðu haft
gaman af að lesa þær endur-
minningar, því af mörgu var
að taka.
Þrátt fyrir það að við séum
báðir Fljótamenn hófust okkar
kynni ekki fyrr en árið 1959, er
hann var kosinn þingmaður
Norðurlandskjördæmis vestra,
en vegna aldursmunar var
hann fluttur úr Fljótum, er ég
elst þar upp.
Frá þeim tíma höfum við átt
mikil og náin samskipti, sem
aldrei bar skugga á.
í samfelld 20 ár var hann
þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis vestra, og síðari híuta
þess tímabils ýmist forsætis-
ráðherra, eða gegndi öðrum
ráðherrastörfum.
Myndum ríkisstjórnar hans
í júlí 1971, og störf hans á þeim
örlagatímum landsbyggðar-
fólks verða honum seint full-
þökkuð, þar sem hann lagði
grunninn að þeirri stórsókn í
byggðamálum, sem raun bar
vitni.
Þau eru mörg málefni Siglu-
fjarðarkaupstaðar, sem Ólafur
hefur barist fyrir og lagt lið, og
ég vil nú að leiðarlokum færa
honum bestu þakkir fyrir öll
hans störf að málefnum Siglu-
fjarðar.
Allir sem þekkja til stjórn-
mála, og þeirrar vinnu sem
stjórnmálamenn verða að
leggja af mörkunr. vita að
starfsdagurinn er oft langur.
og þótt heim sé komið að
kveldi. heldur vinna stjórn-
málamannsins áfram.
Þessu hefur heimilisfólkið
að Aragötu 13 ekki farið var-
hluta af, og oft hefur áreiðan-
lega verið ónæðissamt þar.
bæði um kvöld og helgar og
jafnvel í matartímum.
Líklega vita fáir. nerna senr
reyna. hvérsu umfangsmikið
starf þingmanns dreifbýlis-
kjördæmis er, og það álag senr
því fylgir, en alltaf var sama
hlýja viðmótið sem mætti
manni hjá húsráðendununr á
Aragötunni. hvort senr það
var húsmóðirin ogeiginkonan.
eða húsbóndinn og alþingis-
maðurinn, og eitt er víst, að
ógjörningur hefði verið fyrir
Ólaf að sinna öllum þeim unr-
fangsmiklu störfum. sem á
hann hlóðust, nema þar kæmi
til sérstakur skilningur hans
góðu konu.
Nú er Ólafur allur. en í
vitund landsmanna mun geym-
ast mynd af mikilhæfum farsæl-
um stjórmálaleiðtoga, sem bar
heiðarleika og festu í fari sínu.
Manni sem var sívinnandi fyrir
land og þjóð, sókndjarfur,
harður og áræðinn, er þess
þurfti með. en ætíð sanngjarn
og sáttfús.
Ég vil að lokum enda þessi
fáu orð með því að þakka
Ólafi samferðarárin, um leið
og ég sendi Dóru og fjölskyld-
unni að Aragötu 13 innilegar
samúðarkveðjur mínar, vina
og samherja að norðan.
Bogi Sigurbjörnsson
Fæddur 1. mars 1913
Dáinn 20. maí 1984
Höfðingi er hniginn.
Hljóðnar dœgurysinn.
Blœr eilífðar andar
yfir grænkandi foldu.
Kær mörgum er kvaddur.
Kallið barst að handan.
Lokið litríkum degi.
Leiðin hérna á enda.
Farsæll foringi látinn.
Fallin eikin trausta.
Mikill er sjónarsviptir.
Sorgin ríkir víða.
Ættlandi sínu unni
og íslenskri þjóð af hjarta.
Stýrði og stjórnarfleyi,
styrkur úr Fljótum norður.
Mannkostum mestu gæddur.
Margháttuð voru störfin.
Aðgætinn alltaf reyndist.
Öruggur í vanda.
Geiglaus gegndi skyldu,
þótt gæfi stundum á bátinn.
Sigldi seglum þöndum
að síðasta kveldi.
Grandvar og góður drengur.
Glöggur, Itógvær, lærður.
Vitur, vammi firður
og vinum trvggur.
Sagan á sínum blöðttm
sannlega frá mun greina
manni 'mikillar gerðar
og mvnd hans skíra geyma.
Allra lýkur lífi.
Ljósin hverfa og deyja.
Önnttr eftir hætti
okkur veginn lýsa.
Minningarnar merla.
Margt er nú að þakka.
Það væri gott ef gæfi,
guð okkur fleiri slíka.
Þakka kynnin. Þakka sam-
starfið. Þakka þína óbrigðulu
vináttu. Vera má að aftur liggi
leiðir saman á ókunnum svið-
um í annarri og jafnvel betri
veröld.
Friður guðs, sem æðri er
öllum skilningi, umvefji þig,
blessi og varðveiti.
Hinni einstöku eiginkonu
Ólafs, Dóru Guðbjartsdóttur,
dætrum hans, dóttursonum og
öðrum ástvinum, votta ég inni-
legustu samúð mína og minna.
Eiríkur Pálsson
frá Olduhrygg
t
Þessi minningarorð um Ólaf
Jóhannesson eru hugsuð sem
fátækleg vinarkveðja þegar
leiðir hafa nú skilið.
Fregnin um andlát Ólafs
kom óvænt og er margs að
minnast við fráfall hans. Strax
við fyrstu kynni fann ég fyrir
hlýjunni og traustinu sem voru
svo ríkir þættir í fari hans.
Síðar varð ég um skeið náinn
samstarfsmaður hans. Var það
ómetanleg lífsreynsla fyrir mig
sem ungan mann, nýkominn
frá námi, að fá að starfa með
svo lífsreyndum manni.
Ólafur átti til að bera þá
eðliskosti sem góður stjórn-
málamaður þarf á að halda.
Hann átti til dæmis auðvelt
með að taka ákvarðanir. Þó
minnist ég þess aldrei að hann
hafi tekið ákvörðun í fljót-
færni. heldur gerði hann það
ætíð að yfirlögðu ráði. Hann
hafði hinsvegar þor til þess að
taka ákvarðanir sem ekki féllu
öllum í geð. Og hann stóð við
þær. Ólafur var ekki í hópi
þeirra stjórnmálamanna senr
eiga fylgi sitt undir fyrir-
greiðslu eða lýðskrunri. í störf-
um sínum hugsaði hannfyrstog
fremst um hag þjóðarinnar
allrar. Hann var ekki orðmarg-
ur, en gæfi hann fyrirheit um
eitthvað stóð það eins og stafur
á bók.
Ólafur var ekki aðeins
stjórnmálamaður, heldur einn-
ig virtur fræðimaður á sviði
lögfræði. Tel ég mig geta full-
yrt að ritvcrk hans um stjórn-
skipun og stjórnarfar muni,
ein sér, halda nafni hans á loíti
um ókomin ár. Sérstaklega
brautryðjandaverk hans um
stjórnarfarsrétt sem ber vott
um ótrúlega mikla framsýni.
Þótt það sé samið fyrir þrjátíu
árum er enn þann dag í dag
stuðst við það í kennslu við
Háskóla lslands.
Nafn Ólafs mun verða skráð
á spjöld sögunnar. Það er þó
ekki fyrst og fremst minningin
um stjórnmálaleiðtogann og
lögvísindamanninn, sem
geymist í huga mér, heldur
minningin um manninn
sjálfan.
Mikill mannkostamaður er
genginn og er nú skarð fyrir
skildi.
Við Þórhildur sendum Dóru
og öðrum ástvinum Ólafs okk-
ar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Megi góður guð styrkja
þau í sorg þeirra.
Eiríkur Tómasson.
Einn af leiðtogum lands-
manna er fallinn frá. Ólafur
Jóhannesson er látinn fyrir
aldur fram. Leiðir okkar lágu
lengi saman í pólitísku starfi
og hefi ég löngun til að koma
frá mér örfáum minningar- og
þakkarorðum.
Ólafur byrjaði ungur að
starfa í Framsóknarflokknum
og þegar í upphafi með því
móti að nriklar vonir vakti um
mikilsverðan árangur.
Ekki leiðá löngu unstrúnað-
arstörf tóku að hlaöast á hann.
og öll rækti hann þau á þann
hátt að menn vildu látlaust
sýna honum vaxandi tiltrú.
Lengi hafði Ólafur þýðing-
armikla forustu um innan-
flokks- og útbreiðslustarf
Framsóknarflokksins. Tók að
sér í því skyni formennsku í
þeirri fastanefnd, sem um skeið
liafði einkum þau mál með
höndum.
Annars skal hér mikil saga
gerð stutt og þess getið vafn-
ingalaust. að störf Ólafs í
tlokknum og á Alþingi, og
kynni manna af honum að
öðru leyti, leiddu til þess að
þegar formannsskipti í flokkn-
um komu til 1968 var í rnuninni
taliö sjálfsagt að fela honum
forustuna.
Um þessar mundir reyndist
fremur skammt aö bíða mikilla
tíðinda í stjórnmálalífi
landsins, svo að samstjórn
Sjálístæðis- og Alþýðuflokks-
manna tapaði meirihluta sín-
um 1971. Kom þaö þá að
sjálfsögöu í hlut Ólafs að sam-
eina um nýja stjórn og stefnu
þá flokka, sem mcirihluta
hrepptu á Alþingi. og tókst
honum þaö farsællega.
Hófst með þeirri stjórnar-
myndun stórbrotið framfara-
■ 1 heimsókn í Hampiðjunni haustið 1979.
■ Þessi mynd birtist með viðtali sem ritstjóri Tímans tók
1983.