NT - 29.05.1984, Blaðsíða 25
ÚMönd
Þriðjudagur 29. maí 1984 25
■ Mörg þusund Shitar toku a sunnudaginn þatt i motmælaaðgerðum i Beirut gegn Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og
Persaflóaríkjunum. Hér sjást þeir troða bandaríska fánann undir fótum sér. Símamvnd-POLFOTO
Líbanon:
Óttast að þingið
fái ekki starfsf rið
Frakkland:
Rændu mjólk-
urstjóranum
Létu hann lausan eftir 10 stundir
Rennes-Reuter
■ Mjólkurbændur létu í gær
lausan framkvæmdastjóra
mjólkurmálanefndar Frakka
eftir að itafa italdið honum í tíu
klukkustundir.
Bændur rændu mjólkurstjór-
anum, sem heitir Francis Ranc.
til að mótmæla því að hann
skyldi ekki bjóða þeint til unt-
ræðna um þá takmörkun mjólk-
urframleiðslunnar sem Frakkar
Itafa samþykkt að undirlagi
EBE. Francis Ranc kom í gær
til Rennes þar sent hann ætlaði
að útskýra mjólkurstefnuna fyr-
ir embættismönnum en hpnum
hafði láðst að bjóða fulltrúum
mjólkurbænda að taka þátt unt
umræðunum.
Bændur fluttu mjólkurstjór-
ann milli bæja allan daginn til
að koma í veg fyrir að lögregl-
unni tækist að hafa upp á
honum þar til þeir létu hann
lausan í gærkvöldi. Lögreglan
yfirheyrði 40 bændur vegna
þessa máls og handtók sjö.
Bændurnir sögðust einnig vilja
fá'að ræða við landbúnaðarráð-
herra Frakka, Michel Rocard,
en hann fordæmdi aðgerðir
þeirra og sagði þær meiningar-
snauþar.
Umsjón: Oddur Ólafsson og Ragnar Baldursson
Beirut-Reuter
■Enn dregst á langinn að þing
Libanon komi saman til að stað-
festa traustsyfirlýsingu á stjórn
Karamis, en 29 dagar eru nú
liðnir síðan hún var mynduð, en
fær ekki viðkennt stjórnfarslegt
vald fyrr en þingið hefur lýst yfir
trausti sínu. Forseti þingsins
sagði í gær að þingið muni koma
saman á föstudag.
Samkomudagur þingsins hef-
ur oft áður verið ákveðinn en
þingmenn hafa frestað þingsetn-
ingu vegna þess að þéir segja að
öryggis jteirra sé ekki nægilega
gætt. Avallt þegar ákveðinn
dagur hefur verið ákveðinn hafa
brotist út róstur og jafnvel harð-
ir bardagar. A þeim tíma sem
Karami hefur verið forsætis-
ráðherra án traustsyfirlýsingar
hafa 50 óbreyttir borgarar í
Beirut verið felldir og um 400
særst .
í gærmorgun, þegar tilkynnt
var um samkomudag þingsins,
hófust enn róstur á hlutlausa
beltinu í Beirut, sem skilur að
hverfi sem kristnir menn og
múhameðstrúarmenn ráða.
Hvorir um sig tóku gísla en
þeim var flestum skilað aftur að
tiimælum leiðtoga bæði krist-
inna manna og múhameðstrú-
armanna.
Asaad þingforseti krefst þess
að öryggisgæsla um þinghúsið,
sem er á mörkum umráðasvæða
deiluaðila, verði aukin að mun
og að öryggis 91 þingmanns
verði vel gætt.
Þegar stjórn Karamis hefur
hlotið traust mun hann flytja
stefnuræðu sína en fréttasícýr-
endur segja að hann muni krefj-
ast brottflutnings ísraelskra her-
sveita frá Suður-Líbanon, að
líbanski herinn verði efldur og
sameinaður og að meirihiuti
múhameðstrúarmanna fái meiri
völd í stjórn landsins en verið
hefur.
I Tripoii, sem er nærststærsta
borg landsins, rændu
múhamcðstrúarmenn 20 ungum
kristnum mönnum og héldu í
gíslinguFeir kröfðust að kristnir
menn skiluðu þrem gíslum sent
þeir höfðu áður tekið. Síðar í
gær- voru gíslarnir látnir lausir.
Fimm klukkustunda útgöngu-
bann var sett á í borginni á
meðan á samningaumleitunum
stóð.
Snýr Dalai Lama
heim til Tíbet?
■ Tíbetar óska þess nú heitt
og innilega að trúarleiðtogi
þeirra, Dalai Lama, snúi heim
tii Tíbet úr útlegð sinni sem
hófst eftir ntisheppnaða upp-
reisnartilraun aðalsmanna og
klerka í Tíbet árið 1959.
Dalai Lama segist sjálfur hafa
mikinn áhuga á því að fara til
Tíbet og hann hefur gefið í skyn
að hann kunni að fallst á að
Tíbet verði áfram hluti af Kína
svo fremi sem Tíbetar séu ham-
ingjusamir og lifi góðu lífi.
Hann sagði nýlega að hann
vonaðist til að geta farið í
heimsókn til Tíbet strax á næsta
ári. Nú hafa kínversk yfirvöld
svarað þessu með því að ítreka
þá ósk sína að Dalai Lama láti
af kröfum sínum um sjálfstæði
Tíbets. Geri hann það sé ekkert
því til fyrirstöðu að hann ferðist
á heimaslóðir sínar.
(Byggt á Reuter og fleirí heimildum)
■ Hófuösmaöur í spænska þjóðvarðliðinu, Luis Hoyos Ochoa, lésf samstundis þegar öflug
sprengja sprakk í bíl hans um leið og hann reyndi að gangsetja bílinn. Eiginkona hans særðist einnig
alvarlega. Spænska lögreglan telur að sprengiefninu hafi verið komið fyrir undir bílnum. BOIinn
tættist í sundur og lík höfuðsmannsins skorðaðist fast. Símamynd-POLOFOTO
Noregur:
Mótmæla
síldarkvóta
og iáta þar við sitja
Osió-Reuter
■ Norömenn munu mótmæla
þcirri ákvörðun ráðherrafundar
Efnahagsbandalagsins að veita
skipum aðildarríkjanna 155 þús-
und tonna síldarkvóta í Norður-
sjó, en láta þar við sitja að sinni.
Fyrir helgina mótmælti sjávarút-
vegsráðherra Noregs harðlega og
sagði að Norðmenn mundu.hætta
allri samvinnu við Efnahagsbanda-
iagsríkin á sviði fiskveiðimála ef
staðið yrði við kvótann.
í gær héldu embættismenn,
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi og
fiskifræðingar fund í Osló um
málið. Niðurstaðan varð sú að
ekki verði gripið til neinna harka-
lcgra aðgerða að svo stöddu, en
síldveiðikvótanum var mótmæit.
Niðurstaða fundarins varð sú að
dyrum yrði áfram haldið opnum til
frekari viðræðna við Efnahags-
bandalagið og var fulltrúum þess
boðið til fundar í Osló um málið.
Sjávarútvegsráðherrar ákváðu
einhliða hvernig skipta skyldi 230
tonna síldveiðikvóta í Norðursjó
á þessu ári án þess að hafa samráð
við Norðmenn.
Eldflaugum mótmælt
Yokusuka-Rcutcr .
■ Þúsundir Japana í borginni
Yokosuka mótmæltu um helgina
að eldflaugum af gerðinni Tom-
ahowk væri komið fyrir í banda-
rískum skipum, sem þar hafa hafn-
araðstöðu. I borginni er aðalflota-
stöð sjöunda flotans.
Eldflaugar þessar geta borið
kjarnorkuvopn.