NT - 29.05.1984, Blaðsíða 24

NT - 29.05.1984, Blaðsíða 24
 Þriðjudagur 29. maí 1984 24 Utlönd -Niðurstaða réttarrann- sóknari lsrael: Hermenn börðu fanga til dauða Tel Aviv-Reuter ■ Opinber réttarrannsókn í Tel Aviv hefur leitt í Ijós að tveir palestínskir skæruliðar voru drepnir án dóms og laga eftir það þeir höfdu verið hand- teknir þann 12. apríl síðastlíð- inn. Skæruliðarnir tveir höfðu ásamt tveimur félögum sínum tekið 35 farþega í gíslingu í strætisvagni. I skotbardaga sem varð þegar öryggisverðir réðust á skæruliðana og yfirbuguðu þá féllu tveir þeirra auk þess sem einn farþegi lét lítið. En í tilkynningu yfirvalda um þenn- an atburð skömmu seinna var sagt að allir skæruliðarnir hefðu fallið í skotbardaga við lögregl- una. Samt sýndu myndir, sem ísraelskur blaðamaður tók rétt eftir að skotbardaganum lauk, að tveir af skæruliðunum höfðu verið handteknir og voru leiddir burt að því er virtist ósárir. Sjónvarvottar sögðu líka að aðeins tveir skæruliðanna hefðu fallið í bardaganum. Stjórnvöld ákváðu þess vegna loksins að láta fara fram rann- sókn á því hvernig skæruliðarnir hefðu látist. Niðurstaða rann- sóknarinnar er að mestu leyni- leg en landvarnaráðuneytið birti samt í gær stuttan útdrátt. Þar var m.a. viðurkennt að tveir skæruliðar hefðu verið teknir lifandi. Við krufningu hefði komið í Ijós að þeir hefðu látist vegna þungra höfuðhögga á hnakkann. í fréttatilkynningu landvarn- aráðuneytisins var ekkert sagt um það hver bæri ábyrgð á dauða skæruliðanna né hvernig stóð á þeim barsmíðum sem leiddu til dauða þeirra. En frek- ari rannsókn hefur þegar verið fyrirskipuð til að ákveða hvort þeim einstaklingum sem bera ábyrgð á þessu ódæði skuli refsað. Einn af leiðtogum Palestínu- skæruliða í Damascus ásakaði í gær Moshe Levy, yfirmann ísra- elska herráðsins, fyrir að bera ábyrgð á morðunum á Palestinu- aröbunum tveimur. Hann ásak- aði ísraelsk stjórnvöld einnig fyrir að reyna að hylma yfir það að engin tilraun hefði verið gerð til að semja við skærulið- ana áður en öryggisverðir réðust á þá. Moshe Arens, landvarnar- ráðherra ísraels, sagðist vona að þetta atvik kæmi ekki niður á meðferð palestínskra skæruliða PÓTT bæði stjórn og þing Bandaríkjamanna hafi lagt beint og óbeint blessun sína yfir stuðning CIA við Duarte f forsetakosningunum í El Sal- vador, nýtur þetta ekki stuðn- ings allra bandarískra þing- manna. Pví fer t.d. fjarri að Jesse. Helms öldungardeildarþing- mann North Carolina sé að finna í þessum hópi. Þvert á móti hefur hann harðlega deilt á Casey framkvæmdastjóra CIA fyrir stuðninginn við Du- arte og jafnframt krafizt þess að sendiherra Bandaríkjanna í E1 Salvador verði rekinn úr starfi vegna afskipta af kosn- ingabaráttunni. D’Aubuisson á hauk í horni þar sem Jesse Helms er. Samhliða forsetakosning- unum í Bandaríkjunum í nóv- Helms óttast það ekki að vera nei-maðurinn. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar maður þess, að Reagan yrði frambjóðandi repúblikana 1980. Hann heimsótti 22 ríki til að mæla með framboði Rea- gans og safnaði milljónum dollara í kosningasjóð hans. Það verður demókrötum ekki auðvelt að fella Jesse Helms Afturhald Bandaríkjanna fylkir sér fast um hann ember, fara fram kosningar á öllum þingmönnum fulltrúa- deildarinnar og þriðjungi öld- ungadeildarmanna. Meðal þeirra þingmanna, sem sækja um endurkjör, er Jesse Helms. Flest bendir til, að í North Carolina verði að þessu sinni háð harðasta kosningabaráttan í Bandaríkjunum. Af hálfu vinstri sinna um gervöll Banda- ríkin verður lagt kapp á að fella Helms. Hægri menn í Bandaríkjunum munu leggja enn meira kapp á að verja hann falli. Hann mun því ekki skorta fjárráð í kosninga- baráttunni. Demókratar hafa þegar val- ið mótframbjóðanda hans. Það verður James B. Hunt, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, 46 ára. Hann hefur notið mik- illa vinsælda í North Carolina. Hann hefur reynzt framtaks- samur og hliðhollur blqkku- mönnum, sem eru fjölmennir í ríkinu. Að ýmsu leyti er hann þó íhaldssamur. Hunt vill strangari aðgerðir gegn glæpum, beita dauðarefs- ingu og efla herinn. Hann lýsir sig andvígan frystingu kjarna- vopna, þótt það sé yfirlýst stefna flokks demókrata. Skoðanakannanir bentu til þess fyrir nokkrum mánuðum, að Hunt myndi sigra með yfir- burðum. Síðan hefur bilið milli þeirra Helms verið að minnka. Pað kæmi ekki á óvart, þótt Helms ætti eftir að sækja sig. JESSE Helms er einn þeirra bandarískra stjórnmála- manna, sem á veg sinn sjón- varpinu mest að þakka. Helms varður 63 ára 18. október næstkomandi. Hann hafði lokið gagnfræðaskóla- námi, er hann var kvaddur í sjóherinn 1942. Eftir stríðs- lokin fékkst hann við blaða- mennsku og tók þátt í félags- starfi hjá demókrötum. Árið 1950 gerðist hann kosninga- stjóri já Willis Smith, sem keppti að því að vera í fram- boði fyrir demókrata við kosn- ingu til öldungadeildarinnar. I fyrra prófkjörinu fengu þeir Smith og Frank Graham, sem var þekktur háskóla- rektor, flest atkvæði en hvor- ugur meirihluta. Því varð að kjósa aftur. Sú barátta þótti svo illvíg, að hún er enn í minni höfð. Helms gekk þá' fram fyrir skjöldu og lýsti Gra- ham sem meðreiðarsvein kommúnista. Petta dugði. Smith vann prófkjörið og vann síðan kosn- inguna. Helms fór með honum til Washington og var aðstoð- armaður hans þar. Þegar Smith lézt 1953, sneri Helms aftur til North Carolina og gerðist þar meðeigandi í sjónvarpsstöð. Hann hóf bráðlega að flytja þar eins konar forustugreinar eða fimm mínútna erindi, sem vöktu brátt athygli, sökum afturhaldssemi Helms. Hann talaði gegn jafnrétt- ismálum, fóstureyðingum, tryggingum og yfirleitt öllum félagslegum umbótum. Brátt tóku margar sjónvarpsstöðvar í suðurríkjunum að endur- flytja þessi erindi hans, en þau urðu ekki færri samtals en 2700 á 12 árum. Mörg minni blöð birtu þau einnig. Árið 1970 sagði Helms sig fyrst úr flokki demókrata og gerðist repúblikani. Hann bauð sig fram fyrir repúblikana James B. Hunt og Jesse Helms. við kosningu til öldungadeild- arinnar 1972. Hann náði kosn- inguogvarendurkosinn 1978. Helms er myndarlegur í sjón og kemur vel fyrir. Hann er góður sjónvarpsmaður. Fjöl- skyldulíf hans er sagt gott. Hann giftist 1942 og eiga þau hjón þrjú uppkomin börn. EFTIR að Helms tók sæti í öldungadeildinni hlaut hann fljótlega viðurnefnið nei-mað- urinn. Helms hældi sér þá oft af því, að hann væri óragur við að standa einn. Eins og áður segir, var Helms fyrst kosinn á þing 1972. Hann stóð þá oft einn. Hægri armur repúblikana var þá fá- mennur. Þetta hefur breytzt smám saman. Hægri armurinn hefur styrkzt í þeim kosning- um, sem hafa farið fram síðan 1972. Margir hinna nýju öld- ungadeildarmanna hafa óbeint og beint skipað sér undir merki Helms. Einnig hafa ýmsir demókratar frá suðurríkjunum hallazt að honum. Helms er því kominn í hóp áhrifameiri þingmanna. Þetta hefur orðið til þess, að hægri menn víðs vegar um Bandaríkin hafa gert Helms að eins konar andlegum leið- toga sínum. Þegar Helms sótti um endur- kjör 1978, söfnuðust um sjö milljónir dollara í kosninga- sjóð hans. Þetta voru yfirleitt lág framlög fjölmargra manna, flestra utan North Carolina. Fyrir þingkosningarnar 1980 og 1982 beitti Helms sér fyrir söfnunum í kosningasjóði, sem höfðu þann megintilgang að fella frá endurkjöri leiðtoga vinstri arms demókrata. Mikið fé safnaðist í þessa sjóði og bar þessi starfsemi víða tilætlaðan árangur. í kosningunum 1980 náðu repúblikanar meirihluta í öldungadeildinni og juku við hann í kosningunum 1982. Helms var mikill stuðnings-; Helms tók það samt fram, að þetta þýddi ekki það að hann myndi styðja Reagan gegnum þykkt og þunnt. Það færi alveg eftir mönnum og málefnum. Þetta sýndi Helms strax 20. janúar 1980 eða daginn, sem Reagan var settur inn í forseta- embættið við hátíðlega athöfn, sem fór fram við þinghúsið. Þremur klukkustundum síð- ar hófst fundur í öldungadeild- inni. Til umræðu var tillaga frá varnarmálanefndinni um að fallizt yrði á tillögu Reagans um Casper Weinberger sem varnarmálaráðherra. Nefndin mælti einróma með henni. Það hafði einnig verið búizt við, að deildin samþykkti til- nefningu Weinbergers ein- róma. Það gerðist þó ekki. Einn öldungadeildarmanna, Jesse A. Helms, kvaddi sér hljóðs og flutti 40 mínútna langa ræðu til að mótmæla henni. Að lokinni ræðu Helms hófst atkvæð,agreiðslan. Til- nefning Weinbergers var sam- þykkt með 97 atkvæðum gegn tveimur. Þeir, sem greiddu atkvæði á móti, voru Jesse Helms og John East, en hann náði kjöri haustið 1980 fyrir atbeina Helms og hefur verið dyggur fylgisveinn hans síðan. Helms óttaðist, að Weinberger myndi reynast of frjálslyndur. Sú skoðun hans mun nú breytt. Helms hefur oft síðan s’núizt gegn Reagan. Hægri mönnum virðist líka það vel, að Helms veiti Reagan þannig aðhald. Þeir munu líka sjá til þess að sitthvað mun gerast í North Carolina áður en Helms er að velli lagður. a israelskum hermönnum, sem þeir hefðu í haldi. Kólombía: Veifuðu hvítum klútum Bogota*Reuter ■ Almenningur í Kól- ombíu veifaði hvítum klútum í gær til að fagna eins árs vopnahléi sem tekist hefur milli stjórn- valda og skæruliðasamtak- anna FARC, sem voru stofnuð fyrir 20 árum. FARC eru kommúnísk skæruliðasamtök sem styðja Sovétríkin í heims- málum. Það er talið að þau hafi um 4-5000 manns undir vopnum. Kommún- istar hafa nú í hyggju að reyna að hasla sér völl í löglegri stjórnmálabaráttu og hafa stjórnvöld gefið þeim upp sakir þrátt fyrir vopnabaráttu undan- farinna ára. Auk FARC eru starf- andi a.m.k. tvö önnur öfl- ug skæruliðasamtök í Kól- ombíu þannig að þótt FARC hætti vopnabaráttu er ekki víst að friður kom- ist á í landinu strax enda hafa klofningshópar á vinstri væng stjórnmál- anna í Kólombíu lýst andstöðu við vopnahléð. Á þessu ári hafa yfir 360 manns látið lífið vegna hernaðaraðgerða skæru- liðanna. Stjórnvöld eru samt bjartsýn á að þeim takist að fá aðra skæruliðahópa til að leggja niður vopn. Þau hafa lofað að koma til mós við sumar kröfur skærulið- anna í þjóðfélagsmálum þannig að þjóðfélagslegt óréttlæti verði minna. ísraels* menn felldir - Sýrlendingar spá að allt fari í bál og brand Damaskus-Rcutcr ■ Palestínskir skæruliðar réð- ust s.l. sunnudag á framvarðar- sveit ísraelska hersins í Beekadal í Austur-Líbanon. Segjastskær- uliðarnir hafa fellt allan her- flokkinn, en ísraelsmenn segja að þrír af hermönnum þeirra hafi verið felldir og tveir særð- ir í fyrirsátinni. Palestínumennirnir tilheyra A Asifa, sem klofið hefur sigút úr Fatah skæruliðahreyfingunni og er í andstöðu við PLO, frelsis- samtök Palestínumanna, sem eru undir stjórn Yasser Arafat. Fyrirsátin var gerð rétt við það svæði sem skilur heri Sýrlend- inga og Israela í Beekadal. Sýrlenska útvarpið varði að- gerðir skæruliðanna og sagði að Israelar væru að undirbúa að- gerðir sem hleypa mundu öllu í bál og brand á svæðinu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.