NT - 29.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 29.05.1984, Blaðsíða 26
Þriðjudagur 29. maí 1984 26 Stuttgart selur ■ Framherjinn Walter Kelsch frá Stuttgart, liði Asgeirs Sigurvinssonar sem á laugardaginn varð v-þýskur meistari í knatt- spyrnu hefur verið seldur til franska 1. deildar fé- lagsins Racing Stras- bourg. Kelsch sem er 28 ára og hefur spilað fjóra lands- leiki fyrir V-Þjóðverja mun hitta fyrir hjá Racing fyrrum þjálfara Stuttgart, Juergen Sundermann. Schatzsc- hneider seldur ■ Dieter Schatzschnei- der, miðherji hjá Ham- burger, hefur verið seldur til Schalke 04 fyrir 440 þús. dollara (rúml. 13 millj. ísl. kr.). Schalke 04 kom upp úr annari deild í vor og verður Schatzsc- hneider, sem var marka- hæsti leikmaður Ham- burger, örugglega styrkur fyrir liðið. McEnroe í stuði ■ John McEnroe sigr- aði Ivan Lendl í fyrsta leiknum í keppni Banda- ríkjanna og Tékkó- slóvakíu um heimsmeist- aratitilinn í tennis 2-0 (6- 3, 6-2). Þetta var 36. sigur McEnroes í röð í einliðaleik. „Ég er í góðu formi og get spilað mjög vel núna. Mér tókst að einbeita mér vel og gat því stjórnað leiknum“, sagði kappinn skapstóri eftir leikinn. Þessi sigur gerir McEnroe að sigurstrang- legasta keppandanum í French-open mótinu sem hefst í París á morgun. Kanar unnu ■ Bandaríska landsliðið í tennis sigraði á Heims- meistaramótinu sem haldið var í Dusseldorf í V-Þýskalandi fyrir skemmstu. Þeir sigruðu Tékka í úrslitaleik 2-1. Sovéskt heimsmet ■ Sovéska stúlkan, Nat- alya Lisovskaya, setti nýtt heimsmet í kúluvarpi á móti í Sovétríkjunum um síðustu helgi, kastaði 22,53. Fyrra metið átti Uona Slupianek frá A- Þýskalandi og var það átta sentimetrum styttra. Heimsmet í sundi ■ Austur-Þjóðverjinn Dirk Richter setti nýtt heimsmet í 100 m bak- sundi á a-þýska meistara- mótinu sem nú er haldið í Magdeburg. Richter synti á 55,35 sek. og bætti eigið met um 10 sekúndu- brot. Ásgeir Sigurvinsson skrifar í Welt am Sontag „Ég er ekki nein stjarna(( arinn hafa allir haft trú á mér og vegna þeirra og fyrir þá gat ég leikið svona vel. Árunum í Munchen var samt ekki kastað á glæ. Nú veit ég hvernig leikmönnum á vara- mannabekknum líður. Ég þekki hugsanir þeirra og angist. - Nú bregður mér aftur, ég er ekki vanur að tala svona mikið um sjálfan mig, það er ekki minn stfll, ég er ekki einn af þeim sem alltaf eru að gefa yfirlýsingar, og ég er heldur ekki nein stjarna. Ég er bara venjulegur knattspyrnumaður sem hefur gaman af vinnu sinni. Ég hef ánægju af því að leika hér í V-Þýskalandi. íslendingar og Þjóðverjar eru líkir um margt, þeir eru gagn- rýnir á sjálfa sig og duglegir verkamenn og vilja fá mikið út úr lífinu. Auðvitað er það ánægjulegt fyrir mig þegar lífið gefur mér svona mikið.“ sagði Asgeir Sigurvinsson að lokum í grein sinni í Welt am Sontag. ■ Ásgeir Sigurvinsson breytir út af vana sínum og talar um sjálfan sig í grein í Welt am Sontag. Þessa mynd tók Guðmundur Sigfússon Ijósmyndari NT í leik Stuttgart og Hamburger á laugardag. Stórleikir Ásgeirs forsenda titilsins - segir Helmund Benthaus þjálfari Stuttgart Frá Gísla Ágúst Gunnlaugssyni íþróttafrétta- manni NT í V-Þýskalandi ■ í íþróttaþætti sjónvarpsins á laugardagskvöld var rætt við Ásgeir þar sem hann var staddur í veislu borgarstjórnarinnar í Stuttgart. Enn á ný var hann spurður hvort heimsklassa frammistaða hans hefði ekki haft úrslitaáhrif á leik liðsins. Salazar tapaði ■ Bandaríski hlaupar- inn Alberto Salazar varð að sætta sig við annað sætið í maraþonhlaupi er haldið var í Kanada á sunnudag. Sigurvegari varð Peter Pfitzinger sem hljóp á 2:11,42 en Salazar hljóp á 2:11,43, naumt var það. Þriðji var John Tuttle á 2:11,59 Niederbacher til Parísar ■ Austurríski landsliðs- maðurinn Richard Ni- cdcrbacher sem lék með belgíska liðinu Waregem á síðasta keppnistímabili og skoraði 24 mörk í 34 leikjuin, hefur verið seld- ur til franska liðsins Paris st. Germain. Samnings- tími þessa 22 ára gamla markaskorara er fimm ár. Ásgeir svaraði af hógværð sinni og sagði að hann væri aðeins einn hlekkur í liðinu. Styrkleiki Stuttgart liðsins byggðist á því hve liðið léki vel saman, en ekki á einstaklings- framtaki einstakra leikmanna. Þulurinn beindi annarri spurningu að Ásgeiri í fram- haldi af hinni fyrri, en Helmund Benthaus þjálfari hafði þá feng- ið hljóðnemann í sínar hendur og sagði að hann vildi láta það koma skýrt fram þar sem Ásgeir væri lítið fyrir að tala um sjálfan sig, að hann væri óumdeilanlega stjórnandi liðsins, og mikið byggðist á frammistöðu hans. Þannig hefði Stuttgart aldrei náð því langþráða takmarki að vinna titilinn, ef Ásgeir hefði ekki sýnt jafn stórkostlega leiki og hann hefur gert í vetur. Þulurinn kvað heimsstjörn- urnar flestar á leið til Ítalíu, væri hann á leið þangað? „Nei, ég hef samning hér til 1987, og hér verð ég að minnsta kosti þangað til“, sagði Ásgeir. Koma fjölmargra Islendinga hingað til lands til að taka þátt í fagnaðarlátunum í Stuttgart hefur vakið talsverða athygli hér í fjölmiðlum. Greint var frá beinni útsendingu leiksins í sjónvarpi til íslands, og sagt frá hópferð um fimmtíu íslendinga á leikinn í Bild fyrir helgi. Nafn íslands og íslendingsins Ásgeirs Sigurvinssonar er hér fyrirferð- armikið í blöðum útvarpi og sjónvarpi, enda hefur frammi- staða hans verið mikil og góð landkynning, og hógvær fram- koma honum sjálfum, landi og þjóð til mikils sóma. ■ „Við hefðum ekki náð meistaratitlinum án Ásgeirs“, segir Helmund Benthaus þjálfari Stuttgart, en hann er til hægri á þessari mynd. Vinstra megin er Ernst Happel þjálfari Hamburger, en hann var þjálfari Ásgeirs hjá Standard Liege. NT mynd Guðmundur Sigfússon ■ Stórblaðið Welt am Son- tag fékk 198 leikmenn í v-þýsku Búndesh'gunni til þess að kjósa leikmann ársins 1984. F fyrra hlaut Rudi Voller hjá Bremen þessa nafngift, en í ár kom hún í hlut Ásgeirs Sigurvinssonar. Yfirburðir Ásgeirs í þessari kosningu voru miklir, hann hlaut alls 78 atkvæði, en næstur honum kom Karl-Heinz Rummenigge, Þetta er mikifl heiður fyrir Ásgeir, heiður sem engum þarf að koma á óvart, svo vel sem hann hefur leikið með Stuttgart-. liðinu í vetur og reyndar einnig , í fyrravetur. í blaðinu er grein eftir Ásgeir, í tilefni þessarar útnefningar, þar sem hann bregður útaf van- . anum og segir frá sjálfum sér og viðbrögðum sínum við þessum heiðri. Ásgeir kveðst fyrst hafa hrokkið við við þessa frétt, leikmaður ársins, það séu stór orð, ekki síst þar sem hann líti ekki svo stórt á sig, hann sé einungis steinn í mósaikplöt- unni sem lið hans myndi. Samt hafi hann að sjálfsögðu glaðst óskaplega við þessa viðurkenn- ingu, ekki síst þar sem hann sé valinn af þýskum knattspyrnu- mönnum, kollegum sínum, andstæðingum og keppinaut- um. „Mig Ásgeir Sigurvinsson, íslending, útlendan leikmann hafa þeir valið, það er ekkert sjálfsagt við þetta, og gerir mig að sjálfsögðu mjög stoltan. Ég hef beðið eftir svona ári síðan ég fór að leika knatt- spyrnu. Að standa fremstir allra, það er jú draumur allra knattspynufélaga. Hvert nýtt keppnistímabil hefst á núlli, og einungis eitt lið getur unnið. Ef það markmið næst eru gleðin og ánægjan ólýsanleg.“ Asgeir víkur svo að hinu erfiða leiktímabili hjá Bayern Múnchen. Hann hafði komið til liðsins 26 ára að aldri, sem stjórnandi miðjunnar hjá Stand- ard Liege, komið fullur bjart- sýni, en enginn hafi hjálpað honum til að komast yfir byrjun- arörðugleikana. Eftir reynslu sína þar hafi hann ákveðið að fara ekki burt frá V-Þýskalandi, þótt hann hafi haft tilboð frá erlendum liðum. Þjálfarinn Pal Csernai sem naumast hefði tal- að við sig, hefði sagt: „Hvers vegna ferðu ekki aftur til Belg- íu, Belgar kunna hvort sem er ekki að leika knattspyrnu." -En ég vildi leika í Búndeslíg- unni, þar sem ég vildi sanna fyrir sjálfum mér og öðrum, að ég hefði til þess getu. Ég vildi sanna það einn, en hjá VFB Stuttgart var ég ekki lengur einn. Leikmenn liðsins og þjálf- Kaupa leikmenn fyrir 3 milljónir marka fyrir næsta keppnistímabil Bayer veldið fjárfestir Gengi liðsins ekki í sam- ræmi við fjárfestinguna Frá Gújla Á. Gunnlaugsayni, fréttamanni NT í V-I'ýskalandi: ■ í Rínarblaðinu Bonn Ex- press er í morgun alllöng grein, þar sem vikið er að fjárhagslegu veldi Bayer Leverkusenliðsins. Leverkusenliðið, eins og Bayer Úrdingen, er rekið af einu sterk- asta lyfjafyrirtæki Evrópu, Bayer. Þetta fyrirtæki hefur verk- smiðjur á báðum þessum stöðum og dreifingaraðila um alla Evrópu. Bayern Múnchen er venjulega álitið eitt sterkasta fjárhagsveldi í þýskri knatt- spyrnu, en þegar litið er nánar á málin, kemur í ljós að Bayer Leverkusen hefur fjárfest á síð- astliðnum 2-3 árum fyrir yfir 10 milljónir marka. Fyrir næsta keppnistímabil hyggst liðið fjárfesta enn frekar, og er ljóst, að liðið muni greiða a.m.k. 3 milljónir marka fyrir leikmenn þegar þessu keppnistímabili lýkur. Liðið hefur nú þegar gengið frá samningum við miðvallar- leikmanninn Hinterberger frá Fortuna Köln, driffjöðurina í leik liðsins sem Janus Guðlaugs- son leikur með. Fyrir hann greiddi liðið rúmlega hálfa mill- jón marka. Þá hefur liðið nú þegar keypt ungan og upprenn- andi leikmann frá Núrnberg, Reinhardt að nafni. Fyrir hann greiddi liðið 700 þúsund mörk. Frá Bochum er liðið að kaupa leikmanninn Schreier, sókn- djarfan og góðan leikmann og mun ekki greiða fyrir hann minna en 500 þúsund mörk. Jafnframt hefur liðið nú unnið að því að kaupa Jakobs frá Schalke, bakvörð, sem er bróðir bakvarðarins kunna, Jakobs, hjá Hamborg. Fyrir hann er Bayer tilbúið að borga 750 þús- und mörk. Þá hefur liðið gert samninga við unga upprennandi knattspyrnumenn, sem leikið hafa með unglinga og landsliði V-Þýskalands. Öll lið í Búndeslígunni virð- ast hrædd við fjárhagsveldi Leverkusen, en ekki virðist fjárfestingin hafa komið liðinu að verulegu haldi í ár, liðið hefur nú nánast tapað af mögu- leikum sínum á sæti í Evrópu- keppni UEFA á næsta ári. Þjálfari liðsins Dietmai Cramer var spurður að því hvernig honum litist á þessai fjárfestingar. Hann sagði: „Þeg- ar ég kom til Leverkusen gerði ég mér grein fyrir þeim mögu- leikum sem þar var að hafa. Það væri jú út í hött annað en að reyna að byggja upp eins sterkt og gott lið eins og hægt er, til þess eru peningarnir, og til þess er ég kominn hingað.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.